Norðmenn frysta ekki greiðslur til flóttamannaaðstoðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. janúar 2024 20:37 Um tvær milljónir Palestínumanna eru á vergangi vegna árása Ísraels. AP/Fatima Shbair Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tilkynnti áðan að Ísland myndi frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar þar til ítarleg rannsókn yrði framkvæmd á málinu. Norska sendiráðið í Palestínu segir í færslu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X í dag að ásakanirnar væru sláandi en ekki tilefni til að frysta greiðslur. The situation in Gaza is catastrophic, and @UNRWA is the most important humanitarian organization there. Norway continues our support for the Palestinian people through UNRWA. International support for Palestine is needed now more than ever— Norway in Palestine (@NorwayPalestine) January 27, 2024 „Fregnir um að starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásunum á Ísrael 7. október eru mjög alvarlegar, og ef sannar reynast, algjörlega óásættanlegar. Noregur fagnar tilvonandi rannsókn UNRWA á málinu. Við gerum ráð fyrir fullu gagnsæi,“ skrifar sendiráð Noregs í Palestínu. Sendiráðið segir þó mikilvægt að greina á milli þessara starfsmanna og stofnunarinnar sjálfrar sem gegnir mikilvægu mannúðarhlutverki á svæðinu. „Við þurfum að gera greinarmun á milli þess sem einstaklingar kunna að hafa gert og þess sem UNRWA stendur fyrir. Tugþúsundir starfsmanna samtakanna á Gasa, Vesturbakkanum og svæðinu gegna mikilvægu hlutverki við að dreifa birgðum, bjarga mannslífum og standa vörð um grundþarfir og -réttindi,“ bætir sendiráðið við í færslunni. Noregur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til slík rannsókn fari fram. 27. janúar 2024 18:22 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tilkynnti áðan að Ísland myndi frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar þar til ítarleg rannsókn yrði framkvæmd á málinu. Norska sendiráðið í Palestínu segir í færslu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X í dag að ásakanirnar væru sláandi en ekki tilefni til að frysta greiðslur. The situation in Gaza is catastrophic, and @UNRWA is the most important humanitarian organization there. Norway continues our support for the Palestinian people through UNRWA. International support for Palestine is needed now more than ever— Norway in Palestine (@NorwayPalestine) January 27, 2024 „Fregnir um að starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásunum á Ísrael 7. október eru mjög alvarlegar, og ef sannar reynast, algjörlega óásættanlegar. Noregur fagnar tilvonandi rannsókn UNRWA á málinu. Við gerum ráð fyrir fullu gagnsæi,“ skrifar sendiráð Noregs í Palestínu. Sendiráðið segir þó mikilvægt að greina á milli þessara starfsmanna og stofnunarinnar sjálfrar sem gegnir mikilvægu mannúðarhlutverki á svæðinu. „Við þurfum að gera greinarmun á milli þess sem einstaklingar kunna að hafa gert og þess sem UNRWA stendur fyrir. Tugþúsundir starfsmanna samtakanna á Gasa, Vesturbakkanum og svæðinu gegna mikilvægu hlutverki við að dreifa birgðum, bjarga mannslífum og standa vörð um grundþarfir og -réttindi,“ bætir sendiráðið við í færslunni.
Noregur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til slík rannsókn fari fram. 27. janúar 2024 18:22 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til slík rannsókn fari fram. 27. janúar 2024 18:22
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent