Bashar keppir með hjálp Hatarastrákanna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. janúar 2024 20:30 Palestínumaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lag eftir sig og tvo meðlimi Hatara. Vísir/Samsett Palestínski söngvarinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lagi sem var meðal annars samið af liðsmönnum úr hljómsveitinni Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Söngvakeppninni. Hann mun flytja lagið í seinni undanúrslitum keppninnar sem haldin verða 24. febrúar næstkomandi. Lagið heitir Vestrið villt og var samið af Bashar og Einari Hrafni Stefánssyni og var texti Bashars þýddur yfir á íslensku af Matthíasi Tryggva Haraldssyni. Matthías og Einar eru báðir meðlimir sveitarinnar Hatara. Hatari hefur áður unnið með Bashar en hann kemur fram á laginu Klefa sem var gefið út árið 2020. Murad er hinsegin listamaður og býr í austurhluta Jerúsalem. Í umfjöllun fréttastofu um útgáfu lagsins á sínum tíma segir að hann semji bæði lög og texta og reyni með list sinn að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem sífellt sé dregin upp af Palestínumönnum. Hatari vakti mikla athygli þegar sveitin keppti í Eurovision árið 2019 sem haldið var í Ísrael. Á úrslitakeppninni dró sveitin upp fána Palestínu þegar loks kom að stigagjöf til Íslands. Fyrr í mánuðinum birti sveitin færslu á síðu sína á Instagram þar sem þeir hvöttu stjórn keppninnar til að meina Ísrael þátttöku. View this post on Instagram A post shared by HATARI (@hatari_official) Í tilkynningunni kemur einnig fram að Hafsteinn Þráinsson, einnig þekktur sem CeaseTone, muni keppa með lagið Ró. Það er samið af honum og Halldóri Eldjárn og textann samdi Una Torfadóttir. Hera Björk freistir gæfunnar í keppninni í ár með lagið Við förum hærra. Eins og flestum er kunnugt keppti hún í Eurovision fyrir hönd Íslands árið 2010 með laginu Je ne sais quoi. Meðal annarra keppanda eru Inga Birna Friðjónsdóttir, sem gengur undir nafninu Blankiflúr. Hún syngur lagið Sjá þig. Ásdís María Viðarsdóttir gengur undir sviðsnafninu ANITA og syngur lagið Stingum af. Sunny, eða Sunna Kristinsdóttir syngur lagið Fiðrildi. Dúóið VÆB syngur lagið Bíómynd, Sigga Ózk sem keppti einnig á síðasta ári syngur lagið Um allan alheiminn og María Agnesardóttir, MAIAA syngur lagið Fljúga burt. Keppnin hefst 17. febrúar og seinna undanúrslitakvöldið verður 24. Fjögur lög komast áfram úr undanúrslitakvöldunum tveimur í gegnum símakosningu landsmanna. Framleiðendur keppninar geta svo hleypt einu lagi enn áfram. Það verða því fjögur eða fimm lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 2. mars þar sem sigurvegari Söngvakeppninnar verður kosinn af almenningi og dómnefnd. Kynnar keppninnar verða þau Unnsteinn Manuel Stefánsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson. Lög, flytjendur og höfundar í Söngvakeppninni 2024 Fyrri undanúrslit, 17. febrúar RÓ Flytjandi: CeaseTone Lag: Hafsteinn Þráinsson og Halldór Eldjárn Texti: Una Torfadóttir Sjá þig Flytjandi: Blankiflúr (Inga Birna Friðjónsdóttir) Lag og texti: FIMM (Hólmfríður Sigurðardóttir, Páll Axel Sigurðsson, Kristín Sigurðardóttir, Albert Sigurðsson og Sólveig Sigurðardóttir) Stingum af Flytjandi: ANITA Lag: Ásdís María Viðarsdóttir og Jake Tench Texti: Ásdís María Viðarsdóttir Fiðrildi Flytjandi: Sunny Lag: Nikulás Nikulásson og Sunna Kristinsdóttir Texti: Sunna Kristinsdóttir Bíómynd Flytjendur: VÆB Lag og texti: Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson Seinni undanúrslit, 24. febrúar Vestrið villt Flytjandi: Bashar Murad Lag: Bashar Murad & Einar Hrafn Stefánsson Texti: Matthías Tryggvi Haraldsson Við förum hærra Flytjandi: Hera Björk Lag: Ásdís María Viðarsdóttir, Michael Burek, Jaro Omar og Ferras Alqaisi Texti: Ásdís María Viðarsdóttir Þjakaður af ást Flytjandi: Heiðrún Anna Lag: Heiðrún Anna Björnsdóttir Texti: Heiðrún Anna Björnsdóttir og Rut Ríkey Tryggvadóttir Um allan alheiminn Flytjandi: Sigga Ózk Lag: Sigga Ózk, Birkir Blær og TRIBBS Texti: Sigga Ózk Fljúga burt Flytjandi: MAIAA Lag: Baldvin Snær Hlynsson Texti: Baldvin Snær Hlynsson og María Agnesardótti Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. 24. janúar 2024 17:01 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Söngvakeppninni. Hann mun flytja lagið í seinni undanúrslitum keppninnar sem haldin verða 24. febrúar næstkomandi. Lagið heitir Vestrið villt og var samið af Bashar og Einari Hrafni Stefánssyni og var texti Bashars þýddur yfir á íslensku af Matthíasi Tryggva Haraldssyni. Matthías og Einar eru báðir meðlimir sveitarinnar Hatara. Hatari hefur áður unnið með Bashar en hann kemur fram á laginu Klefa sem var gefið út árið 2020. Murad er hinsegin listamaður og býr í austurhluta Jerúsalem. Í umfjöllun fréttastofu um útgáfu lagsins á sínum tíma segir að hann semji bæði lög og texta og reyni með list sinn að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem sífellt sé dregin upp af Palestínumönnum. Hatari vakti mikla athygli þegar sveitin keppti í Eurovision árið 2019 sem haldið var í Ísrael. Á úrslitakeppninni dró sveitin upp fána Palestínu þegar loks kom að stigagjöf til Íslands. Fyrr í mánuðinum birti sveitin færslu á síðu sína á Instagram þar sem þeir hvöttu stjórn keppninnar til að meina Ísrael þátttöku. View this post on Instagram A post shared by HATARI (@hatari_official) Í tilkynningunni kemur einnig fram að Hafsteinn Þráinsson, einnig þekktur sem CeaseTone, muni keppa með lagið Ró. Það er samið af honum og Halldóri Eldjárn og textann samdi Una Torfadóttir. Hera Björk freistir gæfunnar í keppninni í ár með lagið Við förum hærra. Eins og flestum er kunnugt keppti hún í Eurovision fyrir hönd Íslands árið 2010 með laginu Je ne sais quoi. Meðal annarra keppanda eru Inga Birna Friðjónsdóttir, sem gengur undir nafninu Blankiflúr. Hún syngur lagið Sjá þig. Ásdís María Viðarsdóttir gengur undir sviðsnafninu ANITA og syngur lagið Stingum af. Sunny, eða Sunna Kristinsdóttir syngur lagið Fiðrildi. Dúóið VÆB syngur lagið Bíómynd, Sigga Ózk sem keppti einnig á síðasta ári syngur lagið Um allan alheiminn og María Agnesardóttir, MAIAA syngur lagið Fljúga burt. Keppnin hefst 17. febrúar og seinna undanúrslitakvöldið verður 24. Fjögur lög komast áfram úr undanúrslitakvöldunum tveimur í gegnum símakosningu landsmanna. Framleiðendur keppninar geta svo hleypt einu lagi enn áfram. Það verða því fjögur eða fimm lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 2. mars þar sem sigurvegari Söngvakeppninnar verður kosinn af almenningi og dómnefnd. Kynnar keppninnar verða þau Unnsteinn Manuel Stefánsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson. Lög, flytjendur og höfundar í Söngvakeppninni 2024 Fyrri undanúrslit, 17. febrúar RÓ Flytjandi: CeaseTone Lag: Hafsteinn Þráinsson og Halldór Eldjárn Texti: Una Torfadóttir Sjá þig Flytjandi: Blankiflúr (Inga Birna Friðjónsdóttir) Lag og texti: FIMM (Hólmfríður Sigurðardóttir, Páll Axel Sigurðsson, Kristín Sigurðardóttir, Albert Sigurðsson og Sólveig Sigurðardóttir) Stingum af Flytjandi: ANITA Lag: Ásdís María Viðarsdóttir og Jake Tench Texti: Ásdís María Viðarsdóttir Fiðrildi Flytjandi: Sunny Lag: Nikulás Nikulásson og Sunna Kristinsdóttir Texti: Sunna Kristinsdóttir Bíómynd Flytjendur: VÆB Lag og texti: Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson Seinni undanúrslit, 24. febrúar Vestrið villt Flytjandi: Bashar Murad Lag: Bashar Murad & Einar Hrafn Stefánsson Texti: Matthías Tryggvi Haraldsson Við förum hærra Flytjandi: Hera Björk Lag: Ásdís María Viðarsdóttir, Michael Burek, Jaro Omar og Ferras Alqaisi Texti: Ásdís María Viðarsdóttir Þjakaður af ást Flytjandi: Heiðrún Anna Lag: Heiðrún Anna Björnsdóttir Texti: Heiðrún Anna Björnsdóttir og Rut Ríkey Tryggvadóttir Um allan alheiminn Flytjandi: Sigga Ózk Lag: Sigga Ózk, Birkir Blær og TRIBBS Texti: Sigga Ózk Fljúga burt Flytjandi: MAIAA Lag: Baldvin Snær Hlynsson Texti: Baldvin Snær Hlynsson og María Agnesardótti
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. 24. janúar 2024 17:01 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. 24. janúar 2024 17:01