Tuttugu nýjar íbúðir í byggingu á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. janúar 2024 20:30 Róbert Aron Pálmason, smiður og íbúi á Laugarvatni, sem dásamar staðinn enda mikið byggt á Laugarvatni og margir að flytja þangað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn á Laugarvatni vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið því það er svo mikil uppbygging á staðnum og mikið af nýjum húsum í byggingum að sjaldan eða aldrei hefur annað eins sést. Róbert Aron Pálmason, verktaki, smiður og íbúi á Laugarvatni er einn af þeim sem er að byggja nokkur hús á Laugarvatni. Hann er ánægður með uppbygginguna á staðnum enda segir hann Laugarvatn vera frábæran stað til að búa á en þorpið er hluti af Bláskógabyggð. „Það eru hérna 20 íbúðir í byggingu núna, sem er bara óvenju gott á mælikvarða lítils þorps. Hérna eru í byggingu raðhúsaíbúðir og það eru lítil fjölbýli í næstu götu, sem góður verktaki er að byggja og svo eru held ég fimm íbúðarhús, sem að einstaklingar eru að byggja,” segir Róbert Aron. En hvaða skýringu á Róbert Aron á þessar miklu uppbyggingu á staðnum? „Hér er náttúrulega dásamlegt að búa og ég held að Covid hafi kennt okkur það svolítið að það þarf ekkert endilega að búa í Reykjavík, maður getur bara búið svolítið fyrir utan borgina. Til dæmis fólk, sem þarf að fara einu sinni til tvisvar í vinnuna í Reykjavík, getur vel setið fyrir framan tölvuna hér frekar en að bíða að komast þangað á rauðu ljósi í Reykjavík.” Róbert Aron segir umhverfið á Laugarvatni vera einstaklega rólegt og gott og margt áhugavert í boði. Þá nefnir hann skólasamfélagið, sem sé frábært, eins og í menntaskólanum og þá sé íþróttalíf og félagsstörf frábær á staðnum. Húsin sem Róbert Aron er meðal annars að byggja á Laugarvatni og eru að fara í sölu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með fasteignaverð á Laugarvatni á nýju húsunum, hvernig er það? „Það er bara skammarlega lágt mundi ég segja miðað við gæðin, sem eru því fólgin að búa hérna. Það er spottprís á íbúðunum hér en það verður bara að hafa það. Hér höfum við í rauninni allt til alls. Það er stutt á Selfoss, örstutt að skjótast í bæinn og allt bara dásamlegt,” segir Róbert Aron, alsæll með lífið á Laugarvatni. Bláskógabyggð Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Róbert Aron Pálmason, verktaki, smiður og íbúi á Laugarvatni er einn af þeim sem er að byggja nokkur hús á Laugarvatni. Hann er ánægður með uppbygginguna á staðnum enda segir hann Laugarvatn vera frábæran stað til að búa á en þorpið er hluti af Bláskógabyggð. „Það eru hérna 20 íbúðir í byggingu núna, sem er bara óvenju gott á mælikvarða lítils þorps. Hérna eru í byggingu raðhúsaíbúðir og það eru lítil fjölbýli í næstu götu, sem góður verktaki er að byggja og svo eru held ég fimm íbúðarhús, sem að einstaklingar eru að byggja,” segir Róbert Aron. En hvaða skýringu á Róbert Aron á þessar miklu uppbyggingu á staðnum? „Hér er náttúrulega dásamlegt að búa og ég held að Covid hafi kennt okkur það svolítið að það þarf ekkert endilega að búa í Reykjavík, maður getur bara búið svolítið fyrir utan borgina. Til dæmis fólk, sem þarf að fara einu sinni til tvisvar í vinnuna í Reykjavík, getur vel setið fyrir framan tölvuna hér frekar en að bíða að komast þangað á rauðu ljósi í Reykjavík.” Róbert Aron segir umhverfið á Laugarvatni vera einstaklega rólegt og gott og margt áhugavert í boði. Þá nefnir hann skólasamfélagið, sem sé frábært, eins og í menntaskólanum og þá sé íþróttalíf og félagsstörf frábær á staðnum. Húsin sem Róbert Aron er meðal annars að byggja á Laugarvatni og eru að fara í sölu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með fasteignaverð á Laugarvatni á nýju húsunum, hvernig er það? „Það er bara skammarlega lágt mundi ég segja miðað við gæðin, sem eru því fólgin að búa hérna. Það er spottprís á íbúðunum hér en það verður bara að hafa það. Hér höfum við í rauninni allt til alls. Það er stutt á Selfoss, örstutt að skjótast í bæinn og allt bara dásamlegt,” segir Róbert Aron, alsæll með lífið á Laugarvatni.
Bláskógabyggð Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira