Körfubolti

Subway Körfuboltakvöld: Tinda­stóll spilar hægan, fyrir­sjáan­legan sóknar­leik og verst verr en áður

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds veltu fyrir sér stöðunni á Tindastól.
Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds veltu fyrir sér stöðunni á Tindastól. vísir / hulda margrét

Íslandsmeistarar Tindastóls hafa tapað fjórum deildarleikjum í röð og eru langt frá því að líkjast sínu besta formi. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds veltu vöngum yfir vandræðum liðsins.

Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, opnaði umræðuna um erfiðleika liðsins að undanförnu. 

Helgi Már Magnússon, sérfræðingar Körfuboltakvölds, greip þá orðið og fór fyrst yfir sóknarleik Tindastóls. 

„Hann er hægur og fyrirsjáanlegur. Þeir sækja mikið á póstinn, en það býður sig enginn, fimm eða sex sinnum í fyrri hálfleik endaði það með töpuðum bolta. Þetta er hægt, fyrirsjáanlegt, það er ekkert að gerast þarna í sóknarleiknum. Boltinn þarf að hreyfast kantana á milli og svo gera einhverja áras. Stólarnir þurfa að spila hraðar, ögn meira tempó.“

Þá færðu þeir sig yfir í varnarvandræði liðsins, en varnarleikurinn hefur verið helsti styrkur liðsins síðustu tímabil. 

„Stólarnir verða ekki 'powerhouse' sóknarlega. Þeir geta verið fínt sóknarlið en þeir eru aðallega sterkir í vörninni. Þetta eru ekki Stólarnir sem við þekkjum frá í fyrra.“

„Þetta eru hlutir sem þú vilt ekki gera. Þetta helst allt í hendur, þegar eitt fer, þá vantar sjálfstraust og svona. Þá tekur liðið vitlausar ákvarðanir, þeir þurfa að grafa sig upp úr þessari holu. 'Grinda' og gera þetta fyrir hvorn annan.“ bætti Teitur Örlygsson þá við. 

Klippa: Hvað er Íslandsmeisturunum?

Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×