„Alveg sama hvað öðru fólki finnst um það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. janúar 2024 08:01 Knattspyrnukonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir. Vísir/Hulda Margrét Ólöf Sigríður Kristinsdóttir samdi nýverið við Breiðablik og spilar með liðinu í Bestu deild kvenna næsta sumar. Hún nýtur lífsins í Harvard-háskóla og spilar þar með skólaliði fram á vor. Ólöf hefur farið mikinn með liði Þróttar undanfarin ár og fest sér sæti í landsliðshópi Íslands með framgöngu sinni. Samningur hennar rann út eftir síðustu leiktíð og hún elti fyrrum þjálfara sinn hjá Þrótti, Nik Chamberlain, til Breiðabliks. „Ég náttúrulega þekki Nik. Hann fór frá Þrótti yfir í Breiðablik. Svo þekki ég líka margar í liðinu, enda þrjár Blikastelpur hérna úti með mér í skóla. Það kemur pressa úr öllum áttum,“ segir Ólöf og hlær. „Mér fannst þetta bara vera rétta skrefið fyrir mig.“ Blikastelpurnar þrjár sem Ólöf nefnir eru þær Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez. Þær hafi hvatt Ólöfu til að vera liðsfélagar sinn á Íslandi samhliða skólaliðinu vestanhafs. „Nik heyrði aðeins í þeim og hvatti þær til að pota í mig. En samt er þetta alltaf mín eigin ákvörðun. Mér er eiginlega alveg sama hvað öðru fólki finnst um það. Ef það er rétt ákvörðun fyrir mig þá tek ég hana.“ Valdi Blika fram yfir uppeldisfélagið Ólöf er uppalin hjá Val sem vildu fá hana á Hlíðarenda og hún fundaði með félaginu í vetur. Hún valdi Breiðablik hins vegar fram yfir uppeldisfélagið. „Mest bara af því að ég þekki Nik aðeins betur en þjálfarateymið hjá Val, þó ég þekki þau alveg eitthvað, þá veit ég meira hverju ég á að búast við. Það er erfið staða að koma inn í mitt tímabil og fara svo líka á því miðju. Mér fannst það betra að vita hverju maður ætti að búast við.“ Lærir oft meira af samnemendum en kennurum Ólöf kemur nefnilega seint til leiks í sumar og fer snemma aftur út í Harvard-háskóla hvar hún er á fótboltastyrk. Hún kveðst njóta sín vel í skólanum og það breikki sjóndeildarhringinn að fara í nám erlendis. „Þetta er svo rosalega fjölbreytt. Það er fólk úr öllum áttum með allskonar bakgrunn. Þannig ég held að skólinn sjálfur sé svipaður mörgum öðrum skólum en fólkið hérna er mjög áhugavert og það er mjög skemmtilegt að fá tækifæri að kynnast því.“ „Ég myndi segja að fullt af fólki hérna kenni manni alveg meira en kennararnir.“ Bætingin undir henni sjálfri komin Fótboltinn sé þá öðruvísi vestanhafs. Ólöf segir lærdómsríkt að vinna með aðrar áherslur. „Hann er öðruvísi heldur en heima. Mér finnst ákefðin vera mikil og mikið lagt upp úr því að vera í góðu formi. Það er aðeins minna lagt upp úr taktík og svoleiðis sem er skemmtileg tilbreyting. Þegar maður kemur heim til Nik er taktík númer 1, 2 og 3.“ „Ég get klárlega bætt mig hérna. Það er alveg 100 prósent. Ég held það sé líka undir manni sjálfum komið hvað maður vilji gera með það sem er í boði hérna.“ Viðtalið við Ólöfu má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Ólöf hefur farið mikinn með liði Þróttar undanfarin ár og fest sér sæti í landsliðshópi Íslands með framgöngu sinni. Samningur hennar rann út eftir síðustu leiktíð og hún elti fyrrum þjálfara sinn hjá Þrótti, Nik Chamberlain, til Breiðabliks. „Ég náttúrulega þekki Nik. Hann fór frá Þrótti yfir í Breiðablik. Svo þekki ég líka margar í liðinu, enda þrjár Blikastelpur hérna úti með mér í skóla. Það kemur pressa úr öllum áttum,“ segir Ólöf og hlær. „Mér fannst þetta bara vera rétta skrefið fyrir mig.“ Blikastelpurnar þrjár sem Ólöf nefnir eru þær Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez. Þær hafi hvatt Ólöfu til að vera liðsfélagar sinn á Íslandi samhliða skólaliðinu vestanhafs. „Nik heyrði aðeins í þeim og hvatti þær til að pota í mig. En samt er þetta alltaf mín eigin ákvörðun. Mér er eiginlega alveg sama hvað öðru fólki finnst um það. Ef það er rétt ákvörðun fyrir mig þá tek ég hana.“ Valdi Blika fram yfir uppeldisfélagið Ólöf er uppalin hjá Val sem vildu fá hana á Hlíðarenda og hún fundaði með félaginu í vetur. Hún valdi Breiðablik hins vegar fram yfir uppeldisfélagið. „Mest bara af því að ég þekki Nik aðeins betur en þjálfarateymið hjá Val, þó ég þekki þau alveg eitthvað, þá veit ég meira hverju ég á að búast við. Það er erfið staða að koma inn í mitt tímabil og fara svo líka á því miðju. Mér fannst það betra að vita hverju maður ætti að búast við.“ Lærir oft meira af samnemendum en kennurum Ólöf kemur nefnilega seint til leiks í sumar og fer snemma aftur út í Harvard-háskóla hvar hún er á fótboltastyrk. Hún kveðst njóta sín vel í skólanum og það breikki sjóndeildarhringinn að fara í nám erlendis. „Þetta er svo rosalega fjölbreytt. Það er fólk úr öllum áttum með allskonar bakgrunn. Þannig ég held að skólinn sjálfur sé svipaður mörgum öðrum skólum en fólkið hérna er mjög áhugavert og það er mjög skemmtilegt að fá tækifæri að kynnast því.“ „Ég myndi segja að fullt af fólki hérna kenni manni alveg meira en kennararnir.“ Bætingin undir henni sjálfri komin Fótboltinn sé þá öðruvísi vestanhafs. Ólöf segir lærdómsríkt að vinna með aðrar áherslur. „Hann er öðruvísi heldur en heima. Mér finnst ákefðin vera mikil og mikið lagt upp úr því að vera í góðu formi. Það er aðeins minna lagt upp úr taktík og svoleiðis sem er skemmtileg tilbreyting. Þegar maður kemur heim til Nik er taktík númer 1, 2 og 3.“ „Ég get klárlega bætt mig hérna. Það er alveg 100 prósent. Ég held það sé líka undir manni sjálfum komið hvað maður vilji gera með það sem er í boði hérna.“ Viðtalið við Ólöfu má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira