Mætast að nýju tuttugu árum eftir hetjudáð Árna Gauts Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2024 07:01 Árni Gautur Arason var leikmaður Manchester City í nokkra mánuði árið 2004. Alex Livesey/Getty Images Tuttugu ár eru síðan Manchester City vann Tottenham Hotspur 4-3 eftir að vera 3-0 undir í hálfleik. Um er að ræða einn frægasta leik FA Cup, ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Við Íslendingar munum hvað helst eftir ótrúlegri tvöfaldri-markvörslu Árna Gauts Arasonar en hann stóð vaktina i marki Manchester City í leiknum. Í kvöld mætast liðin aftur í 4. umferð FA Cup. Þægilegur fyrri hálfleikur hjá Tottenham Þegar liðin gengu til búningsherbergja þann 4. febrúar árið 2004 var nákvæmlega ekkert sem benti til þess að Man City væri á leiðinni áfram né að frammistaða Ara Gauts yrði enn til umræðu tveimur áratugum síðar. Líkt og í kvöld þá mættust liðin í 4. umferð en þar sem ekki fékkst skorið úr hvort liðið færi áfram þegar þau mættust í Manchester, lokatölur 1-1, þurftu þau að mætast að nýju á White Hart Lane þann 4. febrúar. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 3-0 Tottenham í vil þökk sé mörkum frá Ledley King, Robbie Keane og Christian Ziege. Ekki skánaði það þegar hinn svo einkar takmarkaði Joey Barton nældi sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleiks. Ofan á allt þetta hafði Nicolas Anelka, að flestra mati besti leikmaður Man City á þessum tíma, haltrað af velli í fyrri hálfleik. Ótrúlegasta endurkoma síðari ára Síðari hálfleikurinn var hins vegar eins fjarri þeim fyrri og hægt er að ímynda sér. Sylvain Distin , franski miðvörður Man City, minnkaði muninn eftir aðeins þriggja mínútna leik og fór ónotatilfinning um þau 30 þúsund sem höfðu gert sér ferð á White Hart Lane þetta kvöld. Í stöðunni 3-1 fékk Tottenham aukaspyrnu sem Ziege tók en hann hafði skorað úr einni slíkri í fyrri hálfleik. Aftur smellti Ziege boltanum yfir vegginn og stefndi hann í bláhornið þegar vinstri hendi Árna Gauts Arasonar sló boltann í þverslánna. Ekki nóg með það heldur náði Ari Gautur áttum og sýndi ótrúlega lipra takta þegar hann stökk á eftir frákastinu sem var við það að skoppa yfir marklínuna. Árni Gautur náði hins vegar að klófesta boltann og koma í veg fyrir að Tottenham kæmist 4-1 yfir. 04.02.2004 Á þessum degi fyrir 19 árum. Skagamaður hendir sér í double save á White Hart Lane. Árni Gautur Arason (f.1975) Man City Tottenham #GamlaVarslan pic.twitter.com/AcC2Xacoee— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) February 4, 2023 Þarna virtust heimamenn missa alla trú. Hinn hollenski Paul Bosvelt minnkaði muninn svo enn frekar á 69. mínútu og Shaun Wright-Phillips, sem ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti, jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Það var svo í uppbótatíma sem Jonathan Paul Macken, sem ólst upp í rauða hluta Manchester-borgar, skoraði fjórða mark gestanna og tryggði Manchester City einn ótrúlegasta sigur í sögu félagsins. Mörkin og vörslu Árna Gauts má sjá í spilaranum hér að ofan. Árni Gautur átti aðeins eftir að spila einn leik til viðbótar fyrir Man City áður en hann yfirgaf félagið sumarið 2004. Sá var gegn Manchester United í 5. umferð FA Cup, fór Man Utd með 4-2 sigur af hólmi í þeim leik og bikarævintýri City-manna því á enda. Árni Gautur og ungur Cristiano Ronaldo í leik liðanna í 5. umferð FA Cup.Neal Simpson/Getty Images Leikur kvöldsins er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsending hefst klukkan 19.50 og leikurinn sjálfur tíu mínútum síðar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
Við Íslendingar munum hvað helst eftir ótrúlegri tvöfaldri-markvörslu Árna Gauts Arasonar en hann stóð vaktina i marki Manchester City í leiknum. Í kvöld mætast liðin aftur í 4. umferð FA Cup. Þægilegur fyrri hálfleikur hjá Tottenham Þegar liðin gengu til búningsherbergja þann 4. febrúar árið 2004 var nákvæmlega ekkert sem benti til þess að Man City væri á leiðinni áfram né að frammistaða Ara Gauts yrði enn til umræðu tveimur áratugum síðar. Líkt og í kvöld þá mættust liðin í 4. umferð en þar sem ekki fékkst skorið úr hvort liðið færi áfram þegar þau mættust í Manchester, lokatölur 1-1, þurftu þau að mætast að nýju á White Hart Lane þann 4. febrúar. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 3-0 Tottenham í vil þökk sé mörkum frá Ledley King, Robbie Keane og Christian Ziege. Ekki skánaði það þegar hinn svo einkar takmarkaði Joey Barton nældi sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleiks. Ofan á allt þetta hafði Nicolas Anelka, að flestra mati besti leikmaður Man City á þessum tíma, haltrað af velli í fyrri hálfleik. Ótrúlegasta endurkoma síðari ára Síðari hálfleikurinn var hins vegar eins fjarri þeim fyrri og hægt er að ímynda sér. Sylvain Distin , franski miðvörður Man City, minnkaði muninn eftir aðeins þriggja mínútna leik og fór ónotatilfinning um þau 30 þúsund sem höfðu gert sér ferð á White Hart Lane þetta kvöld. Í stöðunni 3-1 fékk Tottenham aukaspyrnu sem Ziege tók en hann hafði skorað úr einni slíkri í fyrri hálfleik. Aftur smellti Ziege boltanum yfir vegginn og stefndi hann í bláhornið þegar vinstri hendi Árna Gauts Arasonar sló boltann í þverslánna. Ekki nóg með það heldur náði Ari Gautur áttum og sýndi ótrúlega lipra takta þegar hann stökk á eftir frákastinu sem var við það að skoppa yfir marklínuna. Árni Gautur náði hins vegar að klófesta boltann og koma í veg fyrir að Tottenham kæmist 4-1 yfir. 04.02.2004 Á þessum degi fyrir 19 árum. Skagamaður hendir sér í double save á White Hart Lane. Árni Gautur Arason (f.1975) Man City Tottenham #GamlaVarslan pic.twitter.com/AcC2Xacoee— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) February 4, 2023 Þarna virtust heimamenn missa alla trú. Hinn hollenski Paul Bosvelt minnkaði muninn svo enn frekar á 69. mínútu og Shaun Wright-Phillips, sem ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti, jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Það var svo í uppbótatíma sem Jonathan Paul Macken, sem ólst upp í rauða hluta Manchester-borgar, skoraði fjórða mark gestanna og tryggði Manchester City einn ótrúlegasta sigur í sögu félagsins. Mörkin og vörslu Árna Gauts má sjá í spilaranum hér að ofan. Árni Gautur átti aðeins eftir að spila einn leik til viðbótar fyrir Man City áður en hann yfirgaf félagið sumarið 2004. Sá var gegn Manchester United í 5. umferð FA Cup, fór Man Utd með 4-2 sigur af hólmi í þeim leik og bikarævintýri City-manna því á enda. Árni Gautur og ungur Cristiano Ronaldo í leik liðanna í 5. umferð FA Cup.Neal Simpson/Getty Images Leikur kvöldsins er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsending hefst klukkan 19.50 og leikurinn sjálfur tíu mínútum síðar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira