Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2024 19:03 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. Samkvæmt nýrri skýrslu sem gerð var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa fjölmargar EES-reglugerðir verið gullhúðaðar þegar þær voru innleiddar í íslensk lög. Hvað er gullhúðun? Gullhúðun er hugtak sem notað er þegar gengið er lengra en reglugerðin kveður á um þegar hún er innleidd. Skáldað dæmi væri til að mynda EES-reglugerð sem segir að Íslendingur megi ekki eiga meira en fimm hunda. Þegar reglugerðin er innleidd segir hún hins vegar að Íslendingur megi ekki eiga meira en tvo hunda. Búið er að setja gull utan um reglugerðina og gera hana þannig þyngri. Gullhúðaða reglugerðin olli því að þessi skáldaði einstaklingur gat einungis fengið sér tvo hunda, en ekki fimm eins og aðrir í Evrópu í skálduðu reglugerðinni.Grafík/Sara Þingið verði að vita Umhverfisráðherra segir að gullhúðun sé leyfileg en of oft hafi þingið ekki fengið að vita af því sem var í gangi. „Það kemur fram að þvert á það sem á að vera, það á alltaf að segja þinginu frá því ef um gullhúðun er að ræða, sem geta verið málefnalegrök fyri, það hefur ekki allt gerst. Við erum að sjá dæmi um það að það hafa verið settar íþyngjandi reglur á atvinnulífið og fólkið í landinu sem að skekkir okkar samkeppnisstöðu og skapar bæði mikinn kostnað og ýmislegt sem er ekki æskilegt fyrir íslenska þjóð,“ segir Guðlaugur. Klippa: Umhverfisráðherra vill afhúðun Byrjuð að vinna gegn gullhúðuninni Nú verður unnið að því að afhúða þær gullhúðuðu reglur sem ekki eiga við rök að styðjast. Þá nær gullhúðunin til fleiri ráðuneyta. Guðlaugur vill að það verði skýrt fyrir öllum að þingið verði að vera meðvitað um þá gullhúðun sem á sér stað. Utanríkisráðherra, sem sér um mál tengd EES, hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðuninni. Hópinn leiðir Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu sem gerð var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa fjölmargar EES-reglugerðir verið gullhúðaðar þegar þær voru innleiddar í íslensk lög. Hvað er gullhúðun? Gullhúðun er hugtak sem notað er þegar gengið er lengra en reglugerðin kveður á um þegar hún er innleidd. Skáldað dæmi væri til að mynda EES-reglugerð sem segir að Íslendingur megi ekki eiga meira en fimm hunda. Þegar reglugerðin er innleidd segir hún hins vegar að Íslendingur megi ekki eiga meira en tvo hunda. Búið er að setja gull utan um reglugerðina og gera hana þannig þyngri. Gullhúðaða reglugerðin olli því að þessi skáldaði einstaklingur gat einungis fengið sér tvo hunda, en ekki fimm eins og aðrir í Evrópu í skálduðu reglugerðinni.Grafík/Sara Þingið verði að vita Umhverfisráðherra segir að gullhúðun sé leyfileg en of oft hafi þingið ekki fengið að vita af því sem var í gangi. „Það kemur fram að þvert á það sem á að vera, það á alltaf að segja þinginu frá því ef um gullhúðun er að ræða, sem geta verið málefnalegrök fyri, það hefur ekki allt gerst. Við erum að sjá dæmi um það að það hafa verið settar íþyngjandi reglur á atvinnulífið og fólkið í landinu sem að skekkir okkar samkeppnisstöðu og skapar bæði mikinn kostnað og ýmislegt sem er ekki æskilegt fyrir íslenska þjóð,“ segir Guðlaugur. Klippa: Umhverfisráðherra vill afhúðun Byrjuð að vinna gegn gullhúðuninni Nú verður unnið að því að afhúða þær gullhúðuðu reglur sem ekki eiga við rök að styðjast. Þá nær gullhúðunin til fleiri ráðuneyta. Guðlaugur vill að það verði skýrt fyrir öllum að þingið verði að vera meðvitað um þá gullhúðun sem á sér stað. Utanríkisráðherra, sem sér um mál tengd EES, hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðuninni. Hópinn leiðir Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira