Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2024 19:03 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. Samkvæmt nýrri skýrslu sem gerð var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa fjölmargar EES-reglugerðir verið gullhúðaðar þegar þær voru innleiddar í íslensk lög. Hvað er gullhúðun? Gullhúðun er hugtak sem notað er þegar gengið er lengra en reglugerðin kveður á um þegar hún er innleidd. Skáldað dæmi væri til að mynda EES-reglugerð sem segir að Íslendingur megi ekki eiga meira en fimm hunda. Þegar reglugerðin er innleidd segir hún hins vegar að Íslendingur megi ekki eiga meira en tvo hunda. Búið er að setja gull utan um reglugerðina og gera hana þannig þyngri. Gullhúðaða reglugerðin olli því að þessi skáldaði einstaklingur gat einungis fengið sér tvo hunda, en ekki fimm eins og aðrir í Evrópu í skálduðu reglugerðinni.Grafík/Sara Þingið verði að vita Umhverfisráðherra segir að gullhúðun sé leyfileg en of oft hafi þingið ekki fengið að vita af því sem var í gangi. „Það kemur fram að þvert á það sem á að vera, það á alltaf að segja þinginu frá því ef um gullhúðun er að ræða, sem geta verið málefnalegrök fyri, það hefur ekki allt gerst. Við erum að sjá dæmi um það að það hafa verið settar íþyngjandi reglur á atvinnulífið og fólkið í landinu sem að skekkir okkar samkeppnisstöðu og skapar bæði mikinn kostnað og ýmislegt sem er ekki æskilegt fyrir íslenska þjóð,“ segir Guðlaugur. Klippa: Umhverfisráðherra vill afhúðun Byrjuð að vinna gegn gullhúðuninni Nú verður unnið að því að afhúða þær gullhúðuðu reglur sem ekki eiga við rök að styðjast. Þá nær gullhúðunin til fleiri ráðuneyta. Guðlaugur vill að það verði skýrt fyrir öllum að þingið verði að vera meðvitað um þá gullhúðun sem á sér stað. Utanríkisráðherra, sem sér um mál tengd EES, hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðuninni. Hópinn leiðir Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu sem gerð var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa fjölmargar EES-reglugerðir verið gullhúðaðar þegar þær voru innleiddar í íslensk lög. Hvað er gullhúðun? Gullhúðun er hugtak sem notað er þegar gengið er lengra en reglugerðin kveður á um þegar hún er innleidd. Skáldað dæmi væri til að mynda EES-reglugerð sem segir að Íslendingur megi ekki eiga meira en fimm hunda. Þegar reglugerðin er innleidd segir hún hins vegar að Íslendingur megi ekki eiga meira en tvo hunda. Búið er að setja gull utan um reglugerðina og gera hana þannig þyngri. Gullhúðaða reglugerðin olli því að þessi skáldaði einstaklingur gat einungis fengið sér tvo hunda, en ekki fimm eins og aðrir í Evrópu í skálduðu reglugerðinni.Grafík/Sara Þingið verði að vita Umhverfisráðherra segir að gullhúðun sé leyfileg en of oft hafi þingið ekki fengið að vita af því sem var í gangi. „Það kemur fram að þvert á það sem á að vera, það á alltaf að segja þinginu frá því ef um gullhúðun er að ræða, sem geta verið málefnalegrök fyri, það hefur ekki allt gerst. Við erum að sjá dæmi um það að það hafa verið settar íþyngjandi reglur á atvinnulífið og fólkið í landinu sem að skekkir okkar samkeppnisstöðu og skapar bæði mikinn kostnað og ýmislegt sem er ekki æskilegt fyrir íslenska þjóð,“ segir Guðlaugur. Klippa: Umhverfisráðherra vill afhúðun Byrjuð að vinna gegn gullhúðuninni Nú verður unnið að því að afhúða þær gullhúðuðu reglur sem ekki eiga við rök að styðjast. Þá nær gullhúðunin til fleiri ráðuneyta. Guðlaugur vill að það verði skýrt fyrir öllum að þingið verði að vera meðvitað um þá gullhúðun sem á sér stað. Utanríkisráðherra, sem sér um mál tengd EES, hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðuninni. Hópinn leiðir Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira