Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Álftanes 89-51 | Gestirnir sáu aldrei til sólar Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 25. janúar 2024 21:00 Njarðvík fór á kostum í kvöld. vísir/anton brink Njarðvík lagði Álftanes af velli með 38 stiga mun 89-51 þegar liðin mættust í 15.umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Það voru Njarðvíkingar sem settu fyrstu stigin á töfluna í kvöld og var þar að verki Dominykas Milka sem setti niður tvö vítaskot beint í byrjun. Douglas Wilson kom gestunum á blað snemma í leiknum áður en Njarðvíkingar áttu eftir að skella í lás. Njarðvíkingar byrjuðu hægt og rólega að stinga gestina af og sýndu gríðarlegan styrk í vörninni á móti. Dino Stipcic setti niður fyrsta þrist leiksins undir lok leikhlutans en Njarðvíkingar náðu alveg að loka á Álftnesinga og héldu þeim í níu stigum allan leikhlutann. Njarðvík leiddi eftir fyrsta leikhluta 22-9. Njarðvíkingar settu fyrstu annars leikhluta áður en fyrrum leikmaður Njarðvíkur, Haukur Helgi Pálsson setti niður gott skot og kom gestunum í tveggja stafa tölu á töflunni. Njarðvíkingar náðu að halda aftur af gestunum en þegar líða tók á leikhlutann fóru heimamenn aðeins að pirra sig á dómgæslunni sem kom þó ekki að sök og Njarðvíkingar náðu að halda haus fram í hlé. Það sem vakti kannski einna helst athygli var að Njarðvík voru 0/9 í þristum í fyrri hálfleik en heimamenn fóru þó með fjórtán stiga forystu inn í hálfleikinn og leiddu 36-22. Heimamenn byrjuðu þriðja leikhluta af krafti og og bættu bara í forskot sitt. Dominykas Milka setti fyrsta þristinn fyrir Njarðvík í leik hlutanum en Álftnesingar sáu vart til sólar og misstu Njarðvíkinga enn lengra frá sér. Staðan var 64-32 þegar leikhlutinn leið undir lok og Njarðvíkingar því með 32 stiga forskot fyrir síðasta hlutann. Úrslitin voru gott sem ráðin þegar í fjórða leikhluta var komið og bæði lið byrjuð að rótera liðum sínum og bíða eftir leikslokum fannst manni. Njarðvíkingar enduðu á að sækja 38 stiga sigur og lokatölur 89-51. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík mættu bara tilbúnir í verkefnið og rétt stilltir á meðan Álftanes hitti bara ekki á sinn leik. Njarðvíkingar höfðu yfirhöndina allan leikinn og sigruðu rúmlega sanngjarnt þegar uppi var staðiðþ Hverjir stóðu upp úr? Dominykas Milka var hrikalega öflugur í liði heimamanna og skilaði 28 stigum og átta fráköstum. Liðs Frammistaða Njarðvíkur var virkilega góð og allir lögðu eitthvað í púkkið. Hvað gekk illa? Álftanes áttu algjöran off dag. Það var afskaplega lítið sem gekk upp hjá gestunum í dag og sennilega frammistaða sem þeim langar að gleyma sem allra fyrst. Hvað gerist næst? Njarðvík heimsækir Grindavík í næstu umferð á meðan Álftanes taka á móti Þór Þorlákshöfn. „Stundum áttu bara lélega skot daga og við hittum illa“ Kjartan Atli Kjartansson talar við sína menn í leikhléi.Vísir/Anton Brink Álftanes áttu ekki góða ferð suður með sjó þar sem heimamenn í Njarðvík áttu ekki í neinum vandræðum með þá þegar liðin mættust í 15.umferð Subway deildar karla í kvöld. Njarðvíkingar höfðu betur með 28 stiga mun 89-51 og var Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga að vonum svekktur eftir leik. „Þetta var lélegur leikur. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugan á mér. Við spilum mjög illa, vorum flatir og það er hægt að finna einhverjar afsakanir í bókinni en fyrst og fremst er þetta bara á ábyrgð okkar allra hvernig við spiluðum þennan leik, bæði þjálfarateymisins og strákana á gólfinu. Þetta var bara slakur leikur.“ Álftanes skoruðu ekki nema 51 stig í leiknum og áttu fá svör við aðgerðum Njarðvíkinga í leiknum en hvað var að valda? „Frábær vörn hjá Njarðvík. Hvernig þeir taktískt voru að gera og svo hittum við líka illa. Stundum áttu bara lélega skot daga og við bara hittum illa í kvöld. Hittum illa úr vítum, hittum illa úr þriggja stiga lokum sem við fengum þannig bara slæm hitni. Fyrst og fremst það en svo er hægt að fara í einhverjar dýpri taktískar greiningar en fyrst og fremst þá hittum við bara á slæman dag þegar kemur að skotum.“ Álftanes tryggðu sig í höllina í síðasta leik fyrir þennan þegar þeir fóru áfram og í undanúrslit í Vís bikarnum en Kjartan Atli vildi þó ekki meina að um spennufall væri að ræða í kvöld þrátt fyrir dapra frammistöðu. „Ég hef sjálfur mótiverað mig eftir stóra leiki sem leikmaður og það er tricky en við viljum ekki meina það. Það sáu allir að það vantaði fjóra leikmenn hjá okkur á móti Blikum og við erum að ná hópnum einhvern veginn saman og það er hægt að fara í allskonar pælingar með það og eflaust eru strákarnir þreyttir en þetta var bara lélegur leikur.“ Þrátt fyrir stórtap gegn Njarðvík í kvöld vildi Kjartan Atli þó ekki meina að það hafi verið einhver uppgjöf frá sínum mönnum. „Nei, Njarðvíkingar voru bara með þennan leik og enginn uppgjöf. Þeir voru bara betri en við og þá er þetta bara erfitt. Mér fannst við eiga smá glætu þarna þegar við fórum inn í hálfleik með fjórtán stiga mun en svo hvernig þeir byrja þriðja leikhluta að það var mjög vel gert hjá þeim. Þetta er bara leikur sem að ég gíra strákana ekki nægilega vel upp í hann, spennustigið er ekki rétt á liðinu og við þurfum bara að skoða það og læra af þessu og fara yfir hvaða lausnir við erum með á móti hinu og þessu. Það er bara það sem við gerum núna og tökum okkur smá pásu núna á morgun og svo bara höldum við áfram og það er bara næsti leikur. Það er bara þannig sem þessi deild er. Það er skammt stórra högga á milli í þessari deild.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes
Njarðvík lagði Álftanes af velli með 38 stiga mun 89-51 þegar liðin mættust í 15.umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Það voru Njarðvíkingar sem settu fyrstu stigin á töfluna í kvöld og var þar að verki Dominykas Milka sem setti niður tvö vítaskot beint í byrjun. Douglas Wilson kom gestunum á blað snemma í leiknum áður en Njarðvíkingar áttu eftir að skella í lás. Njarðvíkingar byrjuðu hægt og rólega að stinga gestina af og sýndu gríðarlegan styrk í vörninni á móti. Dino Stipcic setti niður fyrsta þrist leiksins undir lok leikhlutans en Njarðvíkingar náðu alveg að loka á Álftnesinga og héldu þeim í níu stigum allan leikhlutann. Njarðvík leiddi eftir fyrsta leikhluta 22-9. Njarðvíkingar settu fyrstu annars leikhluta áður en fyrrum leikmaður Njarðvíkur, Haukur Helgi Pálsson setti niður gott skot og kom gestunum í tveggja stafa tölu á töflunni. Njarðvíkingar náðu að halda aftur af gestunum en þegar líða tók á leikhlutann fóru heimamenn aðeins að pirra sig á dómgæslunni sem kom þó ekki að sök og Njarðvíkingar náðu að halda haus fram í hlé. Það sem vakti kannski einna helst athygli var að Njarðvík voru 0/9 í þristum í fyrri hálfleik en heimamenn fóru þó með fjórtán stiga forystu inn í hálfleikinn og leiddu 36-22. Heimamenn byrjuðu þriðja leikhluta af krafti og og bættu bara í forskot sitt. Dominykas Milka setti fyrsta þristinn fyrir Njarðvík í leik hlutanum en Álftnesingar sáu vart til sólar og misstu Njarðvíkinga enn lengra frá sér. Staðan var 64-32 þegar leikhlutinn leið undir lok og Njarðvíkingar því með 32 stiga forskot fyrir síðasta hlutann. Úrslitin voru gott sem ráðin þegar í fjórða leikhluta var komið og bæði lið byrjuð að rótera liðum sínum og bíða eftir leikslokum fannst manni. Njarðvíkingar enduðu á að sækja 38 stiga sigur og lokatölur 89-51. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík mættu bara tilbúnir í verkefnið og rétt stilltir á meðan Álftanes hitti bara ekki á sinn leik. Njarðvíkingar höfðu yfirhöndina allan leikinn og sigruðu rúmlega sanngjarnt þegar uppi var staðiðþ Hverjir stóðu upp úr? Dominykas Milka var hrikalega öflugur í liði heimamanna og skilaði 28 stigum og átta fráköstum. Liðs Frammistaða Njarðvíkur var virkilega góð og allir lögðu eitthvað í púkkið. Hvað gekk illa? Álftanes áttu algjöran off dag. Það var afskaplega lítið sem gekk upp hjá gestunum í dag og sennilega frammistaða sem þeim langar að gleyma sem allra fyrst. Hvað gerist næst? Njarðvík heimsækir Grindavík í næstu umferð á meðan Álftanes taka á móti Þór Þorlákshöfn. „Stundum áttu bara lélega skot daga og við hittum illa“ Kjartan Atli Kjartansson talar við sína menn í leikhléi.Vísir/Anton Brink Álftanes áttu ekki góða ferð suður með sjó þar sem heimamenn í Njarðvík áttu ekki í neinum vandræðum með þá þegar liðin mættust í 15.umferð Subway deildar karla í kvöld. Njarðvíkingar höfðu betur með 28 stiga mun 89-51 og var Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga að vonum svekktur eftir leik. „Þetta var lélegur leikur. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugan á mér. Við spilum mjög illa, vorum flatir og það er hægt að finna einhverjar afsakanir í bókinni en fyrst og fremst er þetta bara á ábyrgð okkar allra hvernig við spiluðum þennan leik, bæði þjálfarateymisins og strákana á gólfinu. Þetta var bara slakur leikur.“ Álftanes skoruðu ekki nema 51 stig í leiknum og áttu fá svör við aðgerðum Njarðvíkinga í leiknum en hvað var að valda? „Frábær vörn hjá Njarðvík. Hvernig þeir taktískt voru að gera og svo hittum við líka illa. Stundum áttu bara lélega skot daga og við bara hittum illa í kvöld. Hittum illa úr vítum, hittum illa úr þriggja stiga lokum sem við fengum þannig bara slæm hitni. Fyrst og fremst það en svo er hægt að fara í einhverjar dýpri taktískar greiningar en fyrst og fremst þá hittum við bara á slæman dag þegar kemur að skotum.“ Álftanes tryggðu sig í höllina í síðasta leik fyrir þennan þegar þeir fóru áfram og í undanúrslit í Vís bikarnum en Kjartan Atli vildi þó ekki meina að um spennufall væri að ræða í kvöld þrátt fyrir dapra frammistöðu. „Ég hef sjálfur mótiverað mig eftir stóra leiki sem leikmaður og það er tricky en við viljum ekki meina það. Það sáu allir að það vantaði fjóra leikmenn hjá okkur á móti Blikum og við erum að ná hópnum einhvern veginn saman og það er hægt að fara í allskonar pælingar með það og eflaust eru strákarnir þreyttir en þetta var bara lélegur leikur.“ Þrátt fyrir stórtap gegn Njarðvík í kvöld vildi Kjartan Atli þó ekki meina að það hafi verið einhver uppgjöf frá sínum mönnum. „Nei, Njarðvíkingar voru bara með þennan leik og enginn uppgjöf. Þeir voru bara betri en við og þá er þetta bara erfitt. Mér fannst við eiga smá glætu þarna þegar við fórum inn í hálfleik með fjórtán stiga mun en svo hvernig þeir byrja þriðja leikhluta að það var mjög vel gert hjá þeim. Þetta er bara leikur sem að ég gíra strákana ekki nægilega vel upp í hann, spennustigið er ekki rétt á liðinu og við þurfum bara að skoða það og læra af þessu og fara yfir hvaða lausnir við erum með á móti hinu og þessu. Það er bara það sem við gerum núna og tökum okkur smá pásu núna á morgun og svo bara höldum við áfram og það er bara næsti leikur. Það er bara þannig sem þessi deild er. Það er skammt stórra högga á milli í þessari deild.“