Innlent

Appel­sínu­gul við­vörun og hviður fyrir austan yfir 35 metrar á sekúndu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Veðrið á að ganga niður í höfuðborginni um áttaeytið í fyrramálið.
Veðrið á að ganga niður í höfuðborginni um áttaeytið í fyrramálið. Vísir/Vilhelm

Gular viðvaranir taka gildi í nótt um mest allt land Appelsínugulri viðvörun hefur verið spáð á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. Spáð er sunnan 20-28 metrum á sekúndu og vindhviðum yfir 35 metrum á sekúndu fyrir austan.

Fyrr í dag gaf veðurstofan út spá um sunnanstorm og varasömu ferðaveðri. Þá var fólk hvatt til að ganga frá lausamunum.

Seinni partinn í dag var gefin út appelsínugul viðvörun á Norðaustur- og Austurlandi.

Vegna veðursins verður talsvert rask á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli. 

Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir veðrið munu ganga tiltölulega fljótt yfir. Snemma í fyrramálið muni draga úr veðrinu vestan til.

Eftir hádegi á morgun fari versta veðrið fyrir austan síðan að ganga niður. 

Veðurviðvaranir klukkan átta í fyrramálið. Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×