Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. janúar 2024 07:00 Guðný Nielsen stofnaði SoGreen árið 2021, en fyrirtækið þróaði reiknilíkan sem sýnir hversu áhrifarík loftlagslausn það er að styðja við menntun stúlkna í Afríku. Úr varð varan kolefniseining, sem fyrirtæki geta keypt til að kolefnisjafna sína eigin starfsemi og samsvarar um einu tonni af koltvíoxíði. Vísir/Arnar Halldórsson Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. Og ávinningurinn er mikill. Því ein kolefniseining sem keypt er af SoGreen samsvarar einu tonni af koltvíoxíði sem aldrei verður losað í andrúmsloftið. Hvernig má það vera? Jú, að sögn Guðnýjar Nielsen, stofnanda og framkvæmdastjóra fyrirtækisins SoGreen er staðreyndin sú að ein áhrifaríkasta loftlagslausnin í heiminum felst í því að stúlkum sé tryggð menntun. Sem kolefniseiningar SoGreen stuðla að. Janúarráðstefnu Festu er haldin í ellefta sinn í dag. Af því tilefni fjallar Atvinnulífið um loftlagsmálin í gær og í dag. Menntun og tonnin af koltvíoxíði Nýsköpunarfyrirtækið SoGreen stofnaði Guðný með vinkonu sinni Sigrúnu Kristjánsdóttur árið 2021. Báðar eru þær verkfræðingar að mennt en í dag starfar Sigrún sem fjármálastjóri KPMG. Sjálf starfaði Guðný lengi í fjármálageiranum, en meðfram því starfi var hún sendifulltrúi Rauða krossins. Árið 2015 fór Guðný síðan í fullt starf hjá Rauða krossinum og vann að þróunar- og mannúðarstarfi í Afríku og Mið-Austurlöndum. Um 130 milljónir stúlkna í heiminum ganga ekki í skóla, þar af flestar í Afríku. Til fjölda ára hafa rannsóknir sýnt að með því að tryggja stúlkum fátækustu ríkja heims menntun gerist mjög margt; Barnahjónaböndum fækkar, konur fá meiri sjálfræði yfir líkama sínum og eru því eldri þegar þær byrja að eignast börn. Sem aftur leiðir til þess að þær eignast færri börn að meðaltali,“ segir Guðný og bætir við: „Og þar sem fólksfjöldi knýr eftirspurn eftir orku, fæðu, húsnæði og svo framvegis, sem allt felur í sér losun gróðurhúsalofttegunda, er menntun stúlkna loftslagslausn“ Til að setja málin í skýrara samhengi má benda á að samkvæmt útreikningum Sameinuðu þjóðanna, mun aukin menntun stúlkna skera úr um það hvort jarðarbúar verði einum milljarði fleiri eða færri árið 2050. Þá er fyrirséð að meira en helmingur fólksfjölgunar á heimsvísu til ársins 2050, verður í Afríku. „Þess vegna er svo mikilvægt að beina sjónum okkar að því að leggja okkar af mörkum og styðja fátækustu ríki heims við sjálfbæra þróun og uppbyggingu. Ekki síst þegar kemur að grænni orku. Ef við gerum það ekki, erum við í raun að vinna að loftlagslausnum sem á endanum verða fyrir bí, vegna þess að fjölmennustu ríki heims sátu eftir.“ Það sem SoGreen gerði er að þróa reiknilíkan sem sýnir loftslagsávinning þess að mennta stúlkur, í tonnum CO2. Niðurstaðan er kolefniseiningin sem SoGreen selur þar sem hver eining samsvarar einu tonni af CO2. Sölutekjurnar notar SoGreen svo til að fjármagna menntun stúlkna. Stúlkur í Southern Province héraði í Sambíu, sem hófu gagnfræðaskólagöngu sína í janúar 2023, þegar verkefni SoGreen hófst þar. Þær eiga nú föjgur ár eftir fram að útskrift.Aðsend Íslenskir og erlendir viðskiptavinir SoGreen var stofnað árið 2021 og tók þá þátt í hraðli hjá KLAK. Fyrirtækið fékk síðan styrk hjá Tækniþróunarsjóði til að þróa umrætt reiknilíkan, en að sögn Guðnýjar eru kolefniseiningar SoGreen þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. En hvaðan ætli hugmyndin hafi komið? „Í heiminum eru fjöldinn allur af góðum hjálparsamtökum sem eru að vinna mikilvægt starf í þessum lágtekjuríkjum. En þau vantar alltaf fjármagn og það var eitt af því sem ég kynntist þessi ár sem ég starfaði hjá Rauða krossinum,“ segir Guðný og bætir við: „Þannig að ég fór að hugsa: Felst lausnin kannski í því að fá loftslagsfjármagn í hjálparstarfið?“ Með loftlagsfjármagni, vísar Guðný til þess fjármagns sem eyrnamerkt er loftslagsaðgerðum. Viðskiptavinir SoGreen eru íslensk og erlend fyrirtæki. Meðal íslenskra viðskiptavina má nefna stóru íslensku bankana þrjá, Brim, Össur, Deloitte, Hagar, Festi og Samkaup. En eru fyrirtæki ekki bara að firra sig eigin ábyrgð með því að kaupa sér kolefniseiningar? „Nei alls ekki. Þetta er mýta að mínu mati,“ svarar Guðný. Því mín reynsla er sú að þau fyrirtæki sem gera mest og eru að vinna hvað hörðustum höndum að því að draga úr sínu kolefnisspori, eru sömu fyrirtækin og eru að kaupa kolefniseiningar af aðilum eins og okkur. Því tíminn skiptir máli og atvinnulífið getur ekki treyst á að hraði tækniframfara verði svo mikill að hægt sé að ná kolefnishlutleysi á eins skömmum tíma og við í raun þurfum.“ Guðný segist upplifa þróunina almennt nokkuð hraða hjá íslensku atvinnulífi. „Frá árinu 2021 hefur til dæmis fjölgað mjög þeim stöðugildum innan fyrirtækja þar sem tiltekinn starfsmaður er að sinna loftlagsmálum sem meginmarkmið starfs síns.“ En væri hægt að nýta reiknilíkan SoGreen til að sýna loftlagsávinning af fleiri sambærilegum verkefnum í lágtekjuríkjum, til dæmis að útrýma fátækt? „Þegar fram í sækir er markmið SoGreen að huga að fleiri verkefnum. En eins og staðan er í dag, erum við að leggja áherslu á kolefniseiningar sem tryggja menntun stúlkna, einfaldlega vegna þess að mælingarnar sýna þann ávinning vera svo mikinn.“ Guðný segir vöru SoGreen mikilvæga því fyrirtæki eru í kappi við tímann við breytingar til að draga úr losun og geta ekki treyst á að tækniframfarir verði eins hraðar og helst þyrfti. Mörg fyrirtæki eru því að fjárfesta í kolefniseiningum til viðbótar við sínar eigin loftlagsaðgerðir, til þess að ná kolefnishlutleysi fyrr en ella. Vísir/Arnar Halldórsson Loftlagsfjármagn og tíminn Guðný segir að í raun sé ekkert svo óskiljanlegt að sjá fyrir sér hversu mikill ávinningur felst í aukinni menntun kvenna. „Horfum bara á stöðuna út frá Íslandi og hvað gerðist hér þegar konur fengu tækifæri til menntunar? Við sem þjóð stöndum framarlega í mjög mörgu en hvernig værum við sem samfélag ef þetta tækifæri kvenna til menntunar væri ekki til staðar til jafns við karlmenn?“ Í dag starfa þrír starfsmenn hjá SoGreen en þau eru auk Guðnýjar, Atli Þór Jóhannsson og Dr. Camille Belmin. Í ráðgjafaráði SoGreen situr alþjóðlegur hópur vísindafólks, þar á meðal Dr. Shonali Pachauri sem er einn aðalhöfunda nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Fyrirtækið hefur að sögn Guðnýjar verið afar farsælt þegar kemur að styrktarúthlutunum, en eins og gengur og gerist, býr það við sama veruleika og flest önnur nýsköpunarfyrirtæki; frumkvöðlarnir eru oftar en ekki að leggja fram mikla vinnu án launa lengi og svo framvegis. En Guðný hefur ekki aðeins trú á starfsemi SoGreen. Hún segist einfaldlega sannfærð um það að það sé vel hægt að tryggja þeim 130 milljónum stúlkna sem nú eru án menntunar, tækifæri til þess að mennta sig. „Það eru svo mörg hjálparsamtök starfandi í heiminum sem eru að gera frábæra hluti. Þau eru mjög vel í stakk búin til að tryggja menntunina sem slíka. En það sem hefur alltaf dregið úr getunni er að þau séu með fjármagn. Markmiðið okkar er að gera þeim öllum kleift að fjármagna verkefni sín með framleiðslu og sölu kolefniseininga.“ Og með tilliti til þess hversu mikið kapphlaupið er við tímann, skiptir vara eins og SoGreen hefur þróað, máli. „Fyrirtæki eru að vinna í kappi við tímann að breytingum til að draga úr losun. Með fjárfestingu í kolefniseiningum geta fyrirtæki fjármagnað loftlagsaðgerðir utan sinnar eigin starfsemi. Og með okkar kolefniseiningum geta þau í leiðinni tryggt menntun stúlkna. Við sjáum fyrir okkur að verða sjálfbær, en allur ávinningurinn af rekstrinum mun ávallt renna í verkefnin sjálf.“ Umhverfismál Þróunarsamvinna Hjálparstarf Samfélagsleg ábyrgð Nýsköpun Skóla - og menntamál Jafnréttismál Tengdar fréttir Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. 24. janúar 2024 07:01 Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01 Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00 Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Og ávinningurinn er mikill. Því ein kolefniseining sem keypt er af SoGreen samsvarar einu tonni af koltvíoxíði sem aldrei verður losað í andrúmsloftið. Hvernig má það vera? Jú, að sögn Guðnýjar Nielsen, stofnanda og framkvæmdastjóra fyrirtækisins SoGreen er staðreyndin sú að ein áhrifaríkasta loftlagslausnin í heiminum felst í því að stúlkum sé tryggð menntun. Sem kolefniseiningar SoGreen stuðla að. Janúarráðstefnu Festu er haldin í ellefta sinn í dag. Af því tilefni fjallar Atvinnulífið um loftlagsmálin í gær og í dag. Menntun og tonnin af koltvíoxíði Nýsköpunarfyrirtækið SoGreen stofnaði Guðný með vinkonu sinni Sigrúnu Kristjánsdóttur árið 2021. Báðar eru þær verkfræðingar að mennt en í dag starfar Sigrún sem fjármálastjóri KPMG. Sjálf starfaði Guðný lengi í fjármálageiranum, en meðfram því starfi var hún sendifulltrúi Rauða krossins. Árið 2015 fór Guðný síðan í fullt starf hjá Rauða krossinum og vann að þróunar- og mannúðarstarfi í Afríku og Mið-Austurlöndum. Um 130 milljónir stúlkna í heiminum ganga ekki í skóla, þar af flestar í Afríku. Til fjölda ára hafa rannsóknir sýnt að með því að tryggja stúlkum fátækustu ríkja heims menntun gerist mjög margt; Barnahjónaböndum fækkar, konur fá meiri sjálfræði yfir líkama sínum og eru því eldri þegar þær byrja að eignast börn. Sem aftur leiðir til þess að þær eignast færri börn að meðaltali,“ segir Guðný og bætir við: „Og þar sem fólksfjöldi knýr eftirspurn eftir orku, fæðu, húsnæði og svo framvegis, sem allt felur í sér losun gróðurhúsalofttegunda, er menntun stúlkna loftslagslausn“ Til að setja málin í skýrara samhengi má benda á að samkvæmt útreikningum Sameinuðu þjóðanna, mun aukin menntun stúlkna skera úr um það hvort jarðarbúar verði einum milljarði fleiri eða færri árið 2050. Þá er fyrirséð að meira en helmingur fólksfjölgunar á heimsvísu til ársins 2050, verður í Afríku. „Þess vegna er svo mikilvægt að beina sjónum okkar að því að leggja okkar af mörkum og styðja fátækustu ríki heims við sjálfbæra þróun og uppbyggingu. Ekki síst þegar kemur að grænni orku. Ef við gerum það ekki, erum við í raun að vinna að loftlagslausnum sem á endanum verða fyrir bí, vegna þess að fjölmennustu ríki heims sátu eftir.“ Það sem SoGreen gerði er að þróa reiknilíkan sem sýnir loftslagsávinning þess að mennta stúlkur, í tonnum CO2. Niðurstaðan er kolefniseiningin sem SoGreen selur þar sem hver eining samsvarar einu tonni af CO2. Sölutekjurnar notar SoGreen svo til að fjármagna menntun stúlkna. Stúlkur í Southern Province héraði í Sambíu, sem hófu gagnfræðaskólagöngu sína í janúar 2023, þegar verkefni SoGreen hófst þar. Þær eiga nú föjgur ár eftir fram að útskrift.Aðsend Íslenskir og erlendir viðskiptavinir SoGreen var stofnað árið 2021 og tók þá þátt í hraðli hjá KLAK. Fyrirtækið fékk síðan styrk hjá Tækniþróunarsjóði til að þróa umrætt reiknilíkan, en að sögn Guðnýjar eru kolefniseiningar SoGreen þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. En hvaðan ætli hugmyndin hafi komið? „Í heiminum eru fjöldinn allur af góðum hjálparsamtökum sem eru að vinna mikilvægt starf í þessum lágtekjuríkjum. En þau vantar alltaf fjármagn og það var eitt af því sem ég kynntist þessi ár sem ég starfaði hjá Rauða krossinum,“ segir Guðný og bætir við: „Þannig að ég fór að hugsa: Felst lausnin kannski í því að fá loftslagsfjármagn í hjálparstarfið?“ Með loftlagsfjármagni, vísar Guðný til þess fjármagns sem eyrnamerkt er loftslagsaðgerðum. Viðskiptavinir SoGreen eru íslensk og erlend fyrirtæki. Meðal íslenskra viðskiptavina má nefna stóru íslensku bankana þrjá, Brim, Össur, Deloitte, Hagar, Festi og Samkaup. En eru fyrirtæki ekki bara að firra sig eigin ábyrgð með því að kaupa sér kolefniseiningar? „Nei alls ekki. Þetta er mýta að mínu mati,“ svarar Guðný. Því mín reynsla er sú að þau fyrirtæki sem gera mest og eru að vinna hvað hörðustum höndum að því að draga úr sínu kolefnisspori, eru sömu fyrirtækin og eru að kaupa kolefniseiningar af aðilum eins og okkur. Því tíminn skiptir máli og atvinnulífið getur ekki treyst á að hraði tækniframfara verði svo mikill að hægt sé að ná kolefnishlutleysi á eins skömmum tíma og við í raun þurfum.“ Guðný segist upplifa þróunina almennt nokkuð hraða hjá íslensku atvinnulífi. „Frá árinu 2021 hefur til dæmis fjölgað mjög þeim stöðugildum innan fyrirtækja þar sem tiltekinn starfsmaður er að sinna loftlagsmálum sem meginmarkmið starfs síns.“ En væri hægt að nýta reiknilíkan SoGreen til að sýna loftlagsávinning af fleiri sambærilegum verkefnum í lágtekjuríkjum, til dæmis að útrýma fátækt? „Þegar fram í sækir er markmið SoGreen að huga að fleiri verkefnum. En eins og staðan er í dag, erum við að leggja áherslu á kolefniseiningar sem tryggja menntun stúlkna, einfaldlega vegna þess að mælingarnar sýna þann ávinning vera svo mikinn.“ Guðný segir vöru SoGreen mikilvæga því fyrirtæki eru í kappi við tímann við breytingar til að draga úr losun og geta ekki treyst á að tækniframfarir verði eins hraðar og helst þyrfti. Mörg fyrirtæki eru því að fjárfesta í kolefniseiningum til viðbótar við sínar eigin loftlagsaðgerðir, til þess að ná kolefnishlutleysi fyrr en ella. Vísir/Arnar Halldórsson Loftlagsfjármagn og tíminn Guðný segir að í raun sé ekkert svo óskiljanlegt að sjá fyrir sér hversu mikill ávinningur felst í aukinni menntun kvenna. „Horfum bara á stöðuna út frá Íslandi og hvað gerðist hér þegar konur fengu tækifæri til menntunar? Við sem þjóð stöndum framarlega í mjög mörgu en hvernig værum við sem samfélag ef þetta tækifæri kvenna til menntunar væri ekki til staðar til jafns við karlmenn?“ Í dag starfa þrír starfsmenn hjá SoGreen en þau eru auk Guðnýjar, Atli Þór Jóhannsson og Dr. Camille Belmin. Í ráðgjafaráði SoGreen situr alþjóðlegur hópur vísindafólks, þar á meðal Dr. Shonali Pachauri sem er einn aðalhöfunda nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Fyrirtækið hefur að sögn Guðnýjar verið afar farsælt þegar kemur að styrktarúthlutunum, en eins og gengur og gerist, býr það við sama veruleika og flest önnur nýsköpunarfyrirtæki; frumkvöðlarnir eru oftar en ekki að leggja fram mikla vinnu án launa lengi og svo framvegis. En Guðný hefur ekki aðeins trú á starfsemi SoGreen. Hún segist einfaldlega sannfærð um það að það sé vel hægt að tryggja þeim 130 milljónum stúlkna sem nú eru án menntunar, tækifæri til þess að mennta sig. „Það eru svo mörg hjálparsamtök starfandi í heiminum sem eru að gera frábæra hluti. Þau eru mjög vel í stakk búin til að tryggja menntunina sem slíka. En það sem hefur alltaf dregið úr getunni er að þau séu með fjármagn. Markmiðið okkar er að gera þeim öllum kleift að fjármagna verkefni sín með framleiðslu og sölu kolefniseininga.“ Og með tilliti til þess hversu mikið kapphlaupið er við tímann, skiptir vara eins og SoGreen hefur þróað, máli. „Fyrirtæki eru að vinna í kappi við tímann að breytingum til að draga úr losun. Með fjárfestingu í kolefniseiningum geta fyrirtæki fjármagnað loftlagsaðgerðir utan sinnar eigin starfsemi. Og með okkar kolefniseiningum geta þau í leiðinni tryggt menntun stúlkna. Við sjáum fyrir okkur að verða sjálfbær, en allur ávinningurinn af rekstrinum mun ávallt renna í verkefnin sjálf.“
Umhverfismál Þróunarsamvinna Hjálparstarf Samfélagsleg ábyrgð Nýsköpun Skóla - og menntamál Jafnréttismál Tengdar fréttir Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. 24. janúar 2024 07:01 Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01 Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00 Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. 24. janúar 2024 07:01
Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01
Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00
Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01
Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01