Varanlega hreyfihömluð en fær ekki bíl vegna skorts á vottorði Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2024 18:55 Margrét Lilja hefur notað hjólastól frá árinu 2017. Hún segir svo virðast sem Tryggingastofnun hafi áhyggjur af því að hún standi skyndilega upp úr stólnum. Margrét Lilja Arnheiðardóttir, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við Tryggingastofnun ríkisins. Hún hefur í tuttugu mánuði undirbúið bílakaup en þarf að byrja upp á nýtt þar sem áður samþykktur styrkur hefur verið felldur úr gildi. Ástæðan er sú að hreyfihömlunarvottorð hennar rann út um áramót. Margrét Lilja er varanlega hreyfihömluð. „Þetta er bara ömurlegt, allt lífið er sett á bið á meðan maður veit ekki hvað þeir ákveða. Þetta virðist vera ákveðið eftir hentisemi. Ég fékk styrkinn og hann á að vera í gildi til 31. maí í ár en allt í einu er hann ekki í gildi,“ segir Margrét Lilja í samtali við Vísi. Færsla hennar á Facebook, þar sem hún fer yfir málið hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Sér nú fram á að eignast bíl eftir tvö ár Margrét Lilja segir ótrúlega marga koma að borðinu þegar keyptur er sérútbúinn bíll fyrir „mikið hreyfihamlaða“, eins og Tryggingastofnun orði það. Þar nefnir hún iðjuþjálfa, fyrirtæki sem sér um hjálpartæki, Sjúkratryggingar, bílaumboð og bifvélavirkja. „Þetta er ótrúlega stórt batterí og núna þarf ég að byrja upp á nýtt og miðað við það hvað það tók þá langan tíma allt ferlið, þá er maður að sjá fram á að geta keypt bíl og átt eðlilegt líf árið 2026.“ Fyrir neðan allar hellur Margrét Lilja segir það fyrir neðan allar hellur að ferlið standi og falli með því að hún sé með hreyfihömlunarvottorð í gildi. Tryggingastofnun hafi aðgang að öllum gögnum sem sýni fram á að ekkert hafi breyst hjá henni, en hún hefur verið varanlega hreyfihömluð frá árinu 2017. Margrét Lilja er formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra. „Samt sem áður þarf maður að fara út um allan bæ að sækja vottorð hingað og þangað til þess að sanna að ég er í alvörunni fötluð. Ég er 150 prósent viss um að ef maður þyrfti ekki að eiga við Tryggingastofnun, þá myndi maður forðast það. Þeir halda einhvern veginn lífi manns í heljargreipum. Lífsgæði mín og sjálfstæði stoppa á Tryggingastofnun.“ Tvö til þrjú erindi á viku Margrét Lilja segir einsýnt að allt ferlið hvað varðar bílakaup fyrir fólk með hreyfihömlun þurfi að vera miklu skýrara. Það sé hvergi hægt að nálgast upplýsingar um hvernig ferlið er, hverja þarf að hafa samband við, hverju maður á rétt á. „Miðað við að stjórnsýslan hjá þeim er það góð, að þeir eru að svara fyrirspurn átta mánuðum eftir að hún er send inn, sýnir að það verður að taka til í þessu hjá þeim. Af því að ég alveg hundrað prósent viss um að ég er ekki sú eina sem lendir í þessu.“ Sem áður segir er Margrét Lilja formaður Sjálfsbjargar. Hún segir samtökunum berast tvö til þrjú erindi á viku frá hreyfihömluðu fólki vegna bílakaupa. „Maður þarf að vera með verkefnastjórnunargráðu til þess að ná að halda utan um þetta allt saman. Fólk er mjög týnt í kerfinu og það eru mjög margir, ef þeir eru ekki með sterkt stuðningsnet í kringum sig, sem gefast hreinlega upp á þessu.“ Málefni fatlaðs fólks Tryggingar Bílar Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
„Þetta er bara ömurlegt, allt lífið er sett á bið á meðan maður veit ekki hvað þeir ákveða. Þetta virðist vera ákveðið eftir hentisemi. Ég fékk styrkinn og hann á að vera í gildi til 31. maí í ár en allt í einu er hann ekki í gildi,“ segir Margrét Lilja í samtali við Vísi. Færsla hennar á Facebook, þar sem hún fer yfir málið hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Sér nú fram á að eignast bíl eftir tvö ár Margrét Lilja segir ótrúlega marga koma að borðinu þegar keyptur er sérútbúinn bíll fyrir „mikið hreyfihamlaða“, eins og Tryggingastofnun orði það. Þar nefnir hún iðjuþjálfa, fyrirtæki sem sér um hjálpartæki, Sjúkratryggingar, bílaumboð og bifvélavirkja. „Þetta er ótrúlega stórt batterí og núna þarf ég að byrja upp á nýtt og miðað við það hvað það tók þá langan tíma allt ferlið, þá er maður að sjá fram á að geta keypt bíl og átt eðlilegt líf árið 2026.“ Fyrir neðan allar hellur Margrét Lilja segir það fyrir neðan allar hellur að ferlið standi og falli með því að hún sé með hreyfihömlunarvottorð í gildi. Tryggingastofnun hafi aðgang að öllum gögnum sem sýni fram á að ekkert hafi breyst hjá henni, en hún hefur verið varanlega hreyfihömluð frá árinu 2017. Margrét Lilja er formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra. „Samt sem áður þarf maður að fara út um allan bæ að sækja vottorð hingað og þangað til þess að sanna að ég er í alvörunni fötluð. Ég er 150 prósent viss um að ef maður þyrfti ekki að eiga við Tryggingastofnun, þá myndi maður forðast það. Þeir halda einhvern veginn lífi manns í heljargreipum. Lífsgæði mín og sjálfstæði stoppa á Tryggingastofnun.“ Tvö til þrjú erindi á viku Margrét Lilja segir einsýnt að allt ferlið hvað varðar bílakaup fyrir fólk með hreyfihömlun þurfi að vera miklu skýrara. Það sé hvergi hægt að nálgast upplýsingar um hvernig ferlið er, hverja þarf að hafa samband við, hverju maður á rétt á. „Miðað við að stjórnsýslan hjá þeim er það góð, að þeir eru að svara fyrirspurn átta mánuðum eftir að hún er send inn, sýnir að það verður að taka til í þessu hjá þeim. Af því að ég alveg hundrað prósent viss um að ég er ekki sú eina sem lendir í þessu.“ Sem áður segir er Margrét Lilja formaður Sjálfsbjargar. Hún segir samtökunum berast tvö til þrjú erindi á viku frá hreyfihömluðu fólki vegna bílakaupa. „Maður þarf að vera með verkefnastjórnunargráðu til þess að ná að halda utan um þetta allt saman. Fólk er mjög týnt í kerfinu og það eru mjög margir, ef þeir eru ekki með sterkt stuðningsnet í kringum sig, sem gefast hreinlega upp á þessu.“
Málefni fatlaðs fólks Tryggingar Bílar Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira