Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur fréttamaður
Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur fréttamaður

Kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hefur verið slitið og deilunni vísað formlega til ríkissáttasemjara. Frost er komið í viðræðurnar. Við ræðum við verkalýðsforingja í fréttatímanum.

Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Við förum yfir málið í beinni útsendingu í myndveri.

Þeir Íslendingar sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi í dag vilja flestir að Ísland taki ekki þátt í Eurovision í ár. Palestínumaður mun taka þátt í undankeppninni hér á landi í næsta mánuði.

Þá hittum við mótmælendur sem tóku tjaldbúðir á Austurvelli niður í dag, sjáum þegar styttan af séra Friðriki var fjarlægð af stalli í Lækjargötu og heyrum allt um uppbyggingu í Borgarnesi.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×