Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2024 13:29 Hildur Björg Kjartansdóttir átti langan og flottan feril sem því miður verður ekki lengri. Vísir/Hulda Margrét Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. Hildur Björg er önnur lykilmanneskja landsliðsins sem hættir að spila körfubolta á þessu tímabili því áður þurfti Helena Sverrisdóttir einnig að hætta vegna meiðsla. Hildur er ekki orðin þrítug og ætti því að eiga nóg eftir en hún segir að afleiðingar af mörgum höfuðhöggum hafi áhrif á ákvörðun hennar. „Boltinn hefur verið gríðarstór hluti af mínu lífi og gefið mér svo margt. Á þessum skemmtilega og farsæla ferli hef ég því miður líka þurft að takast á við erfið höfuðhögg og afleiðingar þeirra sem hefur áhrif á þessa ákvörðun í dag,“ skrifaði Hildur Björg á fésbókarsíðu sína. Hildur Björg var lengi í hópi bestu körfuboltakvenna landsins og lykilmaður landsliðsins undanfarin áratug. Hún endaði feril sinn með Val en Hildur spilaði stórt hlutverk þegar Valur varð Íslandsmeistari síðasta vor. Hildur Björg varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val og einu sinni með Snæfelli þar sem hún var uppalin. Hún lék í þrjú ár með Texas–Rio Grande Valley í bandaríska háskólaboltanum og svo í tvö tímabil á Spáni með Club Baloncesto Leganés og Celta de Vigo Baloncesto. Hildur reyndi einnig fyrir sér hjá BC Namur-Capitale í Belgíu. Hildur er sautjánda landsleikjahæsta kona sögunnar með 38 leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Hún skoraði í þeim 405 stig eða 10,9 að meðaltali í leik. Hildur er aðeins ein af sex sem hafa skorað yfir fjögur hundruð stig fyrir A-landslið kvenna. Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Hildur Björg er önnur lykilmanneskja landsliðsins sem hættir að spila körfubolta á þessu tímabili því áður þurfti Helena Sverrisdóttir einnig að hætta vegna meiðsla. Hildur er ekki orðin þrítug og ætti því að eiga nóg eftir en hún segir að afleiðingar af mörgum höfuðhöggum hafi áhrif á ákvörðun hennar. „Boltinn hefur verið gríðarstór hluti af mínu lífi og gefið mér svo margt. Á þessum skemmtilega og farsæla ferli hef ég því miður líka þurft að takast á við erfið höfuðhögg og afleiðingar þeirra sem hefur áhrif á þessa ákvörðun í dag,“ skrifaði Hildur Björg á fésbókarsíðu sína. Hildur Björg var lengi í hópi bestu körfuboltakvenna landsins og lykilmaður landsliðsins undanfarin áratug. Hún endaði feril sinn með Val en Hildur spilaði stórt hlutverk þegar Valur varð Íslandsmeistari síðasta vor. Hildur Björg varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val og einu sinni með Snæfelli þar sem hún var uppalin. Hún lék í þrjú ár með Texas–Rio Grande Valley í bandaríska háskólaboltanum og svo í tvö tímabil á Spáni með Club Baloncesto Leganés og Celta de Vigo Baloncesto. Hildur reyndi einnig fyrir sér hjá BC Namur-Capitale í Belgíu. Hildur er sautjánda landsleikjahæsta kona sögunnar með 38 leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Hún skoraði í þeim 405 stig eða 10,9 að meðaltali í leik. Hildur er aðeins ein af sex sem hafa skorað yfir fjögur hundruð stig fyrir A-landslið kvenna.
Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira