Hugleiðingar um Palestínu Sigurlaug Björnsdóttir Blöndal skrifar 24. janúar 2024 13:00 Við lifum skrítna tíma, þar sem það telst ekki vera sjálfsagt að vera á móti þjóðarmorði og stríðsglæpum. Þar sem að það að henda glimmeri á ráðherra er talin árás en hópmorð á þúsundum einstaklingum er það ekki. Þar sem gert er upp á milli hvaða stríðsrekandi þjóðir fá að taka þátt í söngveislunni Eurovision. Síðustu 110 daga hef ég horft á þjóð vera myrta í beinni útsendingu og með hverjum deginum sem líður verð ég reiðari og reiðari. Ég er bálreið yfir aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda, rasískri orðræðu utanríkisráðherra og heigulshætti ríkisstjórnar Íslands. Ég er reið yfir ítökum bandarískra stjórnvalda og að þau geti komist upp með að fjármagna þjóðarmorð. Ég er full heift yfir að ísraelsk stjórnvöld vogi sér að leika fórnarlambið og halda því fram að ef fólk setur sig upp á móti Ísrael þá lýsi það gyðingaandúð. Gyðingar um allan heim hafa lýst andstöðu sinni við Ísraelsríki og stuðningi við frjálsa Palestínu. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 25.000 manns verið myrt, þegar þetta er skrifað, þar af meira en 9.500 börn. Þessi gríðarlegi fjöldi látinna á ekki lengri tíma en þremur mánuðum er óhuggulegt. Þetta er eins og ef að sprengjum hefði verið látið rigna yfir Hafnarfjarðabæ og nánast allir íbúarnir verið drepnir. Fyndist okkur það í lagi? Á meðan ég lifi mínu daglega lífi deyja börn bókstaflega úr hræðslu og foreldrar safna sundursprengdum líkamsleifum barna sinna í plastpoka. Á meðan ég horfi á Netflix eftir vinnu grefur fólk samlanda sína undan húsarústum með berum höndum og fréttafólk er myrt. Á meðan ég vaska upp eftir kvöldmatinn eru sjúkrahús sprengd upp og fólk sveltur. Getum við sett okkur í þessi spor? Íslenska þjóðin þarf að standa saman og þrýsta á stjórnvöld til að taka skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Forsætisráðherrra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra hafa völdin til að veita palestínsku flóttafólki alþjóðlega vernd. Þau hafa völd til að gera fjölskyldum Palestínufólks hér á landi kleift að komast burt frá Gaza og þau hafa völd til að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð. Það er styrkur í fjöldanum og aðgerðir almennings hafa áhrif. Við getum deilt á samfélagsmiðlum og sent tölvupósta á alþingismenn og ráðuneytin. Við getum sniðgengið fyrirtæki og vörur sem hagnast á þjóðarmorði (sjá BDS Ísland). Við getum sent tölvupósta á fréttamenn og fréttaveitur og bent þeim á að laga orðaval sitt á fréttaflutningi frá Palestínu. Við getum rætt mál Palestínu við vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga. Mig langar að hvetja öll til að hugsa; ef börnin mín væru í lífshættu, foreldrar mínir, systkini, vinir og skyldmenni, myndi ég ekki gera allt sem í mínu valdi stendur til að forða þeim úr hættunni? Myndi ég ekki ferðast til annarra landa og biðja um hjálp? Ef ég kæmi að læstum dyrum í þessu nýja landi og talaði fyrir daufum eyrum stjórnvalda, myndi ég ekki reyna að hafa sem hæst og vera sem sýnilegust til að vekja athygli? Myndi ég ekki efna til mótmæla og jafnvel tjalda fyrir framan Alþingishúsið ef ég teldi að það myndi hjálpa fjölskyldunni minni? Svo ég svari fyrir mitt leyti, JÚ það myndi ég gera! Lifi frjáls Palestína! Höfundur er tónlistarkennari og manneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Sjá meira
Við lifum skrítna tíma, þar sem það telst ekki vera sjálfsagt að vera á móti þjóðarmorði og stríðsglæpum. Þar sem að það að henda glimmeri á ráðherra er talin árás en hópmorð á þúsundum einstaklingum er það ekki. Þar sem gert er upp á milli hvaða stríðsrekandi þjóðir fá að taka þátt í söngveislunni Eurovision. Síðustu 110 daga hef ég horft á þjóð vera myrta í beinni útsendingu og með hverjum deginum sem líður verð ég reiðari og reiðari. Ég er bálreið yfir aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda, rasískri orðræðu utanríkisráðherra og heigulshætti ríkisstjórnar Íslands. Ég er reið yfir ítökum bandarískra stjórnvalda og að þau geti komist upp með að fjármagna þjóðarmorð. Ég er full heift yfir að ísraelsk stjórnvöld vogi sér að leika fórnarlambið og halda því fram að ef fólk setur sig upp á móti Ísrael þá lýsi það gyðingaandúð. Gyðingar um allan heim hafa lýst andstöðu sinni við Ísraelsríki og stuðningi við frjálsa Palestínu. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 25.000 manns verið myrt, þegar þetta er skrifað, þar af meira en 9.500 börn. Þessi gríðarlegi fjöldi látinna á ekki lengri tíma en þremur mánuðum er óhuggulegt. Þetta er eins og ef að sprengjum hefði verið látið rigna yfir Hafnarfjarðabæ og nánast allir íbúarnir verið drepnir. Fyndist okkur það í lagi? Á meðan ég lifi mínu daglega lífi deyja börn bókstaflega úr hræðslu og foreldrar safna sundursprengdum líkamsleifum barna sinna í plastpoka. Á meðan ég horfi á Netflix eftir vinnu grefur fólk samlanda sína undan húsarústum með berum höndum og fréttafólk er myrt. Á meðan ég vaska upp eftir kvöldmatinn eru sjúkrahús sprengd upp og fólk sveltur. Getum við sett okkur í þessi spor? Íslenska þjóðin þarf að standa saman og þrýsta á stjórnvöld til að taka skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Forsætisráðherrra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra hafa völdin til að veita palestínsku flóttafólki alþjóðlega vernd. Þau hafa völd til að gera fjölskyldum Palestínufólks hér á landi kleift að komast burt frá Gaza og þau hafa völd til að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð. Það er styrkur í fjöldanum og aðgerðir almennings hafa áhrif. Við getum deilt á samfélagsmiðlum og sent tölvupósta á alþingismenn og ráðuneytin. Við getum sniðgengið fyrirtæki og vörur sem hagnast á þjóðarmorði (sjá BDS Ísland). Við getum sent tölvupósta á fréttamenn og fréttaveitur og bent þeim á að laga orðaval sitt á fréttaflutningi frá Palestínu. Við getum rætt mál Palestínu við vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga. Mig langar að hvetja öll til að hugsa; ef börnin mín væru í lífshættu, foreldrar mínir, systkini, vinir og skyldmenni, myndi ég ekki gera allt sem í mínu valdi stendur til að forða þeim úr hættunni? Myndi ég ekki ferðast til annarra landa og biðja um hjálp? Ef ég kæmi að læstum dyrum í þessu nýja landi og talaði fyrir daufum eyrum stjórnvalda, myndi ég ekki reyna að hafa sem hæst og vera sem sýnilegust til að vekja athygli? Myndi ég ekki efna til mótmæla og jafnvel tjalda fyrir framan Alþingishúsið ef ég teldi að það myndi hjálpa fjölskyldunni minni? Svo ég svari fyrir mitt leyti, JÚ það myndi ég gera! Lifi frjáls Palestína! Höfundur er tónlistarkennari og manneskja.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun