Færri leituðu til Stígamóta og fækkar á biðlista Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2024 11:54 Drífa Snædal tók við sem talskona Stígamóta árið 2023. vísir/vilhelm Færri einstaklingar leituðu til Stígamóta árið 2023 en árin tvö þar á undan. Þá hefur fækkað nokkuð á biðlista sem lengdist töluvert árin 2021 og 2022. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Stígamóta. Þar segir að 839 manns hafi leitað til samtakanna í fyrra en Stígamót eru ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi. Af þeim fjölda leituðu 373 til samtakanna í fyrsta skipti. Heildarfjöldi ráðgjafarviðtala á síðasta ári var 3.212 en hjá Stígamótum vinna að jafnaði tíu til ellefu ráðgjafar. Í tilkynningu frá Stígamótum segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta, að í lok árs 2023 hafi ráðgjöfum verið fjölgað tímabundið til að vinna niður biðlista. Hlutastörf og fæðingarorlof í upphafi árs höfðu áhrif á viðveru ráðgjafa. Um nýliðin áramót voru 169 manns á biðlista hjá Stígamótum samanborið við 235 og 200 áramótin tvö á undan. „Þetta þýðir að enn er rúmlega tveggja mánaða bið eftir fyrsta viðtali hjá Stígamótum þó vissulega séu gerðar undantekningar ef málin þola enga bið. Það á einkum við um ungar konur, brotaþolar hvers mál eru í hámæli í fjölmiðlum og þeirri streitu sem því fylgir og fólk sem eru að reyna að brjótast úr vændi. “ Færri leituðu til Stígamóta í fyrra en árin tvö á undan. Stígamót hafa síðustu ár boðið uppá viðtöl við aðstandendur brotaþola og á síðasta ári leituðu 102 nýir aðstandendur til Stígamóta. „Eðli málsins samkvæmt fá þeir ekki mörg viðtöl hver, en það getur verið gríðarleg hjálp fyrir brotaþola að nánustu aðstandendur komi, þó ekki sé nema í eitt skipti til að fá ráðgjöf um afleiðingar kynferðisbrota.“ Drífa segir að í kjölfar aukinnar umræðu og þekkingar á ofbeldismálum með fjölda lítilla og stórra byltinga upp úr árinu 2016 hafi ásókn til Stígamóta aukist mjög hressilega. Aðsókn hafi haldist mikil og stöðug síðustu árin. „Það var brotið blað í sögu Stígamóta þegar nauðsynlegt reyndist að koma upp biðlista árið 2020 og síðan hefur verið sífelld barátta að stytta hann og útrýma. Ráðgjöfum hefur fjölgað síðustu ár og hefur það verið fjármagnað með frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Án þeirra fengju helmingi færri brotaþolar aðstoð hjá Stígamótum á hverju ári.“ Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“ „Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“ 21. janúar 2024 08:01 Segir Borgarleikhúsið ekki virða óskir þolenda Heiðars Talskona Stígamóta segir leikstjóra og leikskáld verksins Lúnu, áður Kvöldstund með Heiðari snyrti, og Borgarleikhúsið ekki fara með rétt mál hvað varðar viðhorf og aðkomu þolenda Heiðars að sýningunni og innihaldi hennar. 16. janúar 2024 10:41 Guðrún Jónsdóttir er látin Baráttukonan Guðrún Jónsdóttir er látin 91 árs að aldri. Hún fæddist þann sextánda júní 1931 og lætur eftir sig eina dóttur, Ragnheiði Thorlacius, fyrrverandi héraðsdómara. Hún lést í gær á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi. 10. janúar 2024 18:26 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Stígamóta. Þar segir að 839 manns hafi leitað til samtakanna í fyrra en Stígamót eru ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi. Af þeim fjölda leituðu 373 til samtakanna í fyrsta skipti. Heildarfjöldi ráðgjafarviðtala á síðasta ári var 3.212 en hjá Stígamótum vinna að jafnaði tíu til ellefu ráðgjafar. Í tilkynningu frá Stígamótum segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta, að í lok árs 2023 hafi ráðgjöfum verið fjölgað tímabundið til að vinna niður biðlista. Hlutastörf og fæðingarorlof í upphafi árs höfðu áhrif á viðveru ráðgjafa. Um nýliðin áramót voru 169 manns á biðlista hjá Stígamótum samanborið við 235 og 200 áramótin tvö á undan. „Þetta þýðir að enn er rúmlega tveggja mánaða bið eftir fyrsta viðtali hjá Stígamótum þó vissulega séu gerðar undantekningar ef málin þola enga bið. Það á einkum við um ungar konur, brotaþolar hvers mál eru í hámæli í fjölmiðlum og þeirri streitu sem því fylgir og fólk sem eru að reyna að brjótast úr vændi. “ Færri leituðu til Stígamóta í fyrra en árin tvö á undan. Stígamót hafa síðustu ár boðið uppá viðtöl við aðstandendur brotaþola og á síðasta ári leituðu 102 nýir aðstandendur til Stígamóta. „Eðli málsins samkvæmt fá þeir ekki mörg viðtöl hver, en það getur verið gríðarleg hjálp fyrir brotaþola að nánustu aðstandendur komi, þó ekki sé nema í eitt skipti til að fá ráðgjöf um afleiðingar kynferðisbrota.“ Drífa segir að í kjölfar aukinnar umræðu og þekkingar á ofbeldismálum með fjölda lítilla og stórra byltinga upp úr árinu 2016 hafi ásókn til Stígamóta aukist mjög hressilega. Aðsókn hafi haldist mikil og stöðug síðustu árin. „Það var brotið blað í sögu Stígamóta þegar nauðsynlegt reyndist að koma upp biðlista árið 2020 og síðan hefur verið sífelld barátta að stytta hann og útrýma. Ráðgjöfum hefur fjölgað síðustu ár og hefur það verið fjármagnað með frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Án þeirra fengju helmingi færri brotaþolar aðstoð hjá Stígamótum á hverju ári.“
Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“ „Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“ 21. janúar 2024 08:01 Segir Borgarleikhúsið ekki virða óskir þolenda Heiðars Talskona Stígamóta segir leikstjóra og leikskáld verksins Lúnu, áður Kvöldstund með Heiðari snyrti, og Borgarleikhúsið ekki fara með rétt mál hvað varðar viðhorf og aðkomu þolenda Heiðars að sýningunni og innihaldi hennar. 16. janúar 2024 10:41 Guðrún Jónsdóttir er látin Baráttukonan Guðrún Jónsdóttir er látin 91 árs að aldri. Hún fæddist þann sextánda júní 1931 og lætur eftir sig eina dóttur, Ragnheiði Thorlacius, fyrrverandi héraðsdómara. Hún lést í gær á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi. 10. janúar 2024 18:26 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“ „Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“ 21. janúar 2024 08:01
Segir Borgarleikhúsið ekki virða óskir þolenda Heiðars Talskona Stígamóta segir leikstjóra og leikskáld verksins Lúnu, áður Kvöldstund með Heiðari snyrti, og Borgarleikhúsið ekki fara með rétt mál hvað varðar viðhorf og aðkomu þolenda Heiðars að sýningunni og innihaldi hennar. 16. janúar 2024 10:41
Guðrún Jónsdóttir er látin Baráttukonan Guðrún Jónsdóttir er látin 91 árs að aldri. Hún fæddist þann sextánda júní 1931 og lætur eftir sig eina dóttur, Ragnheiði Thorlacius, fyrrverandi héraðsdómara. Hún lést í gær á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi. 10. janúar 2024 18:26