„Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2024 09:31 Aron Pálmarsson kom með beinum hætti að tíu mörkum gegn Króatíu. vísir/vilhelm Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék frábærlega í sigrinum á Króatíu, 30-35, í milliriðli á EM í Þýskalandi í fyrradag. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. Aron skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum gegn Króatíu. Það var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti. Með honum á Ísland enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar og Hreiðar Levý Guðmundsson gerðu leikinn gegn Króatíu upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Arons. „Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö,“ sagði Einar um fyrirliða íslenska landsliðsins. „Hann stýrði sókninni frá A til Ö. Hann hefði getað verið í hægra horninu; hann var bara að stýra leiknum. Hann opnaði fyrir hina. Þegar það gerðist ekki tók hann sína sénsa. Hann gaf ekki alltaf síðustu sendingu fyrir mark en bjó mikið til og það eina sem næsti maður þurfti að gera var að gefa á fría manninn. Hann var algjör leikbreytir í dag.“ Aron spilaði ekki mikið í leiknum gegn Frakklandi á laugardaginn og var kannski þess vegna ferskur í leiknum gegn Króatíu. „Mér hefur fundist hann spila mjög vel á þessu móti, fyrir utan Frakkaleikinn þar sem hann spilaði lítið en hvort það var bara meðvitað að hvíla hann,“ sagði Einar. Aron og félagar hans í íslenska liðinu mæta því austurríska í síðasta leik sínum á EM í dag. Ísland þarf líklega fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15 Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Aron skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum gegn Króatíu. Það var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti. Með honum á Ísland enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar og Hreiðar Levý Guðmundsson gerðu leikinn gegn Króatíu upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Arons. „Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö,“ sagði Einar um fyrirliða íslenska landsliðsins. „Hann stýrði sókninni frá A til Ö. Hann hefði getað verið í hægra horninu; hann var bara að stýra leiknum. Hann opnaði fyrir hina. Þegar það gerðist ekki tók hann sína sénsa. Hann gaf ekki alltaf síðustu sendingu fyrir mark en bjó mikið til og það eina sem næsti maður þurfti að gera var að gefa á fría manninn. Hann var algjör leikbreytir í dag.“ Aron spilaði ekki mikið í leiknum gegn Frakklandi á laugardaginn og var kannski þess vegna ferskur í leiknum gegn Króatíu. „Mér hefur fundist hann spila mjög vel á þessu móti, fyrir utan Frakkaleikinn þar sem hann spilaði lítið en hvort það var bara meðvitað að hvíla hann,“ sagði Einar. Aron og félagar hans í íslenska liðinu mæta því austurríska í síðasta leik sínum á EM í dag. Ísland þarf líklega fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15 Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15
Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30