Bjarni: Það er fín stemning í hópnum þrátt fyrir að sérfræðingar tali um annað Andri Már Eggertsson skrifar 23. janúar 2024 21:20 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn Vísir/Diego Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með níu stiga sigur gegn Stjörnunni 74-65. Bjarni var sérstaklega ánægður með hvernig liðið setti tóninn í upphafi leiks. „Orkan var góð og mér fannst við spila vel sóknarlega. Í fyrri hálfleik hefðum við getað verið með stærra forskot en Stjarnan náði að ýta okkur aðeins úr því sem við vildum gera en heilt yfir er ég ánægður með framlagið hjá leikmönnum,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks með því að gera fyrstu átta stigin og litu aldrei um öxl eftir það. „Ég vissi ekki á hverju ég átti von á frá liðinu en þekkjandi stelpurnar þá vissi ég að þær ætluðu að gera betur heldur en síðast og við byrjuðum leikinn vel. Við gerðum þetta aðeins of spennandi síðustu mínúturnar en þetta var nauðsynlegur sigur hjá okkur.“ Haukar voru fimmtán stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Stjarnan datt hins vegar í gang í fjórða leikhluta og saxaði forskot Hauka niður í sex stig. „Við hættum að hitta þegar að þær fóru í svæðisvörn. Við náðum að leysa vörnina þeirra til að byrja með en síðan kom hik á okkur og þá datt vörnin okkar úr takti og þær fengu auðveldar körfur sem þær settu ofan í.“ Bjarni sagði að hann væri ekki að fara að styrkja liðið meira og skaut á sérfræðingana í Körfuboltakvöldi í leiðinni. „Ég er með flottan hóp og það er fín stemning í hópnum þrátt fyrir að sérfræðingar hjá ykkur hafi alltaf talað um að það hafi verið léleg stemning hérna í Ólafssal. Það hefur aldrei verið og ég hef verið hérna í mörg ár og þetta er geggjaður hópur og þær eru spenntar að halda áfram í framhaldinu,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
„Orkan var góð og mér fannst við spila vel sóknarlega. Í fyrri hálfleik hefðum við getað verið með stærra forskot en Stjarnan náði að ýta okkur aðeins úr því sem við vildum gera en heilt yfir er ég ánægður með framlagið hjá leikmönnum,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks með því að gera fyrstu átta stigin og litu aldrei um öxl eftir það. „Ég vissi ekki á hverju ég átti von á frá liðinu en þekkjandi stelpurnar þá vissi ég að þær ætluðu að gera betur heldur en síðast og við byrjuðum leikinn vel. Við gerðum þetta aðeins of spennandi síðustu mínúturnar en þetta var nauðsynlegur sigur hjá okkur.“ Haukar voru fimmtán stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Stjarnan datt hins vegar í gang í fjórða leikhluta og saxaði forskot Hauka niður í sex stig. „Við hættum að hitta þegar að þær fóru í svæðisvörn. Við náðum að leysa vörnina þeirra til að byrja með en síðan kom hik á okkur og þá datt vörnin okkar úr takti og þær fengu auðveldar körfur sem þær settu ofan í.“ Bjarni sagði að hann væri ekki að fara að styrkja liðið meira og skaut á sérfræðingana í Körfuboltakvöldi í leiðinni. „Ég er með flottan hóp og það er fín stemning í hópnum þrátt fyrir að sérfræðingar hjá ykkur hafi alltaf talað um að það hafi verið léleg stemning hérna í Ólafssal. Það hefur aldrei verið og ég hef verið hérna í mörg ár og þetta er geggjaður hópur og þær eru spenntar að halda áfram í framhaldinu,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira