Körfubolti

Isa­bella aftur til Njarð­víkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Isabella Ósk Sigurðardóttir er komin aftur í grænt.
Isabella Ósk Sigurðardóttir er komin aftur í grænt. vísir/hulda margrét

Isabella Ósk Sigurðardóttir, landsliðskona í körfubolta, er gengin í raðir Njarðvíkur á ný og klárar tímabilið með liðinu.

Isabella lék með Njarðvík stærstan hluta síðasta tímabils. Í deildarkeppninni var hún með 10,8 stig og 11,3 fráköst að meðaltali í leik. Isabella var frákasta- og framlagshæsti íslenski leikmaður deildarinnar með 19,8 framlagsstig í leik. Í úrslitakeppninni hækkaði Isabella tölur sínar í 14,0 stig, 12,3 fráköst og 23,0 framlagsstig í leik.

Í vetur hefur Isabella leikið með Zadar Plus Króatíu og Panseraikos í Grikklandi en hún spilaði einnig um hríð með South Adelaide Panthers í Ástralíu. Hún er uppalin hjá Breiðabliki.

Njarðvík hefur unnið sex leiki í röð og er í 2. sæti Subway deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur.

Njarðvík mætir Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Subway deildar rás 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×