„Þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. janúar 2024 12:27 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála-og efnahagsráðherra, segir ljóst að aðgerðir til handa Grindvíkingum hafi áhrif á stöðu ríkisfjármála og þar með mögulegt útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum. „Í fyrsta lagi er auðvitað gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins nái saman um kaup og kjör. Við vitum að aðkoma stjórnvalda verður einhver,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Tilefnið eru ummæli Bjarna Benediktssonar, um að aðgerðir vegna Grindavíkur geti orðið til þess að mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Verkalýðshreyfingin hefur sagt myndarlega aðkomu ríkisins nauðsynlega í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Við vitum líka og það sjá það auðvitað öll að þegar að svona aðgerðir eru boðaðar þar sem eitt prósent þjóðarinnar verður fyrir hamförum og er í gríðarlegri óvissu og 99 prósentin ætla að bera það með þeim að þá hefur það áhrif á heildarmengið, af því að þetta er bara einn sjóður og þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þannig að í mínum huga blasir við að þær aðgerðir hafa áhrif á ríkisfjármálin almennt. Þannig að þegar það eru hugmyndir uppi um gríðarlega mikla fjármuni úr ríkissjóði næstu ár, upp á tugi milljarða að þá er það úr sama sjóði.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Aðila vinnumarkaðarins að reikna Þórdís Kolbrún segir það ekki breyta því að aðilar vinnumarkaðarins verði að ná saman um kjarasamninga. Það sé í höndum þeirra nú. „En ég held að við skiljum það öll og ég held að allir sjái það að að sjálfsögðu hefur þetta áhrif,“ segir Þórdís. Spurð um mögulegar upphæðir vegna framlag ríkisins vegna kjarasamninga segist Þórdís líta svo á að nú séu aðilar vinnumarkaðarins að reikna. Eruð þið búin að reikna ykkar dæmi þegar kemur að þessu? „Ja, þau hafa ekki ennþá náð saman sín á milli, þannig að það þarf nú að gerast í þeirri röð. Við höfum auðvitað verið að vinna í töluverðan tíma, bæði átt fundi og samtöl við þau en síðan verið með mikla vinnu og marga fundi hérna um þetta allt saman. Síðan erum við komin með nýja stöðu núna, þannig að það mun hafa áhrif. Forgangsatriðið er að það er á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að finna út úr sínum málum sín á milli og þau eru að reikna.“ Aðgerðirnar muni reyna á verðbólgumarkmið Þórdís segir frumvörp vegna aðgerða til handa Grindvíkinga eiga að liggja fyrir snemma í febrúar. Allt kapp sé lagt á að þau verði tilbúin á þeim tíma en Þórdís tekur fram að mikilvægt sé að vinna þau vel. „Og að við róum fyrir hverja vík í þessu vegna þess að það skiptir gríðarlegu máli að við takmörkum neikvæð áhrif á ríkisfjármálin, peningastefnu, yfirlýst markmið okkar allra um að ná tökum á verðbólgu, þetta setur strik í þann reikning, þannig að það skiptir máli að gera þetta vel. En við ætlum að halda okkur við þetta tímamark og það reynir auðvitað bara á alla sem koma að málinu.“ Þórdís segir það hafa verið rætt að nýta fjármagn sem á að fara í varnargarða einnig í aðgerðir til handa Grindvíkingum í framtíðinni. Mikilvægt sé að líta á heildarsamhengið. Verður þetta framtíðin, verður tekin af landsmönnum einhver áframhaldandi prósenta sem var brennimerkt varnargörðum? „Við erum komin með svona grófar línur um það hvernig þetta gæti litið út. Það hangir auðvitað á öðrum þáttum líka, bæði á útfærslunni, á aðkomu fjármálastofnana og lífeyrissjóða og öðrum þáttum, Þannig að þetta er einfaldlega allt undir. En við þurfum bæði að forgangsraða en við þurfum líka að útfæra þetta með ábyrgum hætti.“ Spurningar vegna vinnu við varnargarða Er eitthvað verið að skoða að hætta vinnu við varnargarðana og setja fjármagn sem hefði farið í það í þennan aðgerðarpakka? „Þetta er nefnilega eitthvað líka sem við verðum að botna. Ef við erum að líta svo á að þarna sé virði sem annaðhvort ríkið er með einhverjum hætti að fara að taka yfir þá væntanlega skiptir máli að reyna að verja þær eignir. Sömuleiðis ef við erum að tala um að atvinnulífið geti verið þarna áfram starfandi, sérstaklega hafnartengd starfsemi þar sem hefur verið gríðarleg verðmætasköpun, sem skiptir ekki bara máli fyrir Grindvíkinga, heldur samfélagið allt og þjóðarbúið, að þá auðvitað þarf að hugsa hvað er unnið með því ef slíku er haldið áfram.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Í fyrsta lagi er auðvitað gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins nái saman um kaup og kjör. Við vitum að aðkoma stjórnvalda verður einhver,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Tilefnið eru ummæli Bjarna Benediktssonar, um að aðgerðir vegna Grindavíkur geti orðið til þess að mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Verkalýðshreyfingin hefur sagt myndarlega aðkomu ríkisins nauðsynlega í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Við vitum líka og það sjá það auðvitað öll að þegar að svona aðgerðir eru boðaðar þar sem eitt prósent þjóðarinnar verður fyrir hamförum og er í gríðarlegri óvissu og 99 prósentin ætla að bera það með þeim að þá hefur það áhrif á heildarmengið, af því að þetta er bara einn sjóður og þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þannig að í mínum huga blasir við að þær aðgerðir hafa áhrif á ríkisfjármálin almennt. Þannig að þegar það eru hugmyndir uppi um gríðarlega mikla fjármuni úr ríkissjóði næstu ár, upp á tugi milljarða að þá er það úr sama sjóði.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Aðila vinnumarkaðarins að reikna Þórdís Kolbrún segir það ekki breyta því að aðilar vinnumarkaðarins verði að ná saman um kjarasamninga. Það sé í höndum þeirra nú. „En ég held að við skiljum það öll og ég held að allir sjái það að að sjálfsögðu hefur þetta áhrif,“ segir Þórdís. Spurð um mögulegar upphæðir vegna framlag ríkisins vegna kjarasamninga segist Þórdís líta svo á að nú séu aðilar vinnumarkaðarins að reikna. Eruð þið búin að reikna ykkar dæmi þegar kemur að þessu? „Ja, þau hafa ekki ennþá náð saman sín á milli, þannig að það þarf nú að gerast í þeirri röð. Við höfum auðvitað verið að vinna í töluverðan tíma, bæði átt fundi og samtöl við þau en síðan verið með mikla vinnu og marga fundi hérna um þetta allt saman. Síðan erum við komin með nýja stöðu núna, þannig að það mun hafa áhrif. Forgangsatriðið er að það er á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að finna út úr sínum málum sín á milli og þau eru að reikna.“ Aðgerðirnar muni reyna á verðbólgumarkmið Þórdís segir frumvörp vegna aðgerða til handa Grindvíkinga eiga að liggja fyrir snemma í febrúar. Allt kapp sé lagt á að þau verði tilbúin á þeim tíma en Þórdís tekur fram að mikilvægt sé að vinna þau vel. „Og að við róum fyrir hverja vík í þessu vegna þess að það skiptir gríðarlegu máli að við takmörkum neikvæð áhrif á ríkisfjármálin, peningastefnu, yfirlýst markmið okkar allra um að ná tökum á verðbólgu, þetta setur strik í þann reikning, þannig að það skiptir máli að gera þetta vel. En við ætlum að halda okkur við þetta tímamark og það reynir auðvitað bara á alla sem koma að málinu.“ Þórdís segir það hafa verið rætt að nýta fjármagn sem á að fara í varnargarða einnig í aðgerðir til handa Grindvíkingum í framtíðinni. Mikilvægt sé að líta á heildarsamhengið. Verður þetta framtíðin, verður tekin af landsmönnum einhver áframhaldandi prósenta sem var brennimerkt varnargörðum? „Við erum komin með svona grófar línur um það hvernig þetta gæti litið út. Það hangir auðvitað á öðrum þáttum líka, bæði á útfærslunni, á aðkomu fjármálastofnana og lífeyrissjóða og öðrum þáttum, Þannig að þetta er einfaldlega allt undir. En við þurfum bæði að forgangsraða en við þurfum líka að útfæra þetta með ábyrgum hætti.“ Spurningar vegna vinnu við varnargarða Er eitthvað verið að skoða að hætta vinnu við varnargarðana og setja fjármagn sem hefði farið í það í þennan aðgerðarpakka? „Þetta er nefnilega eitthvað líka sem við verðum að botna. Ef við erum að líta svo á að þarna sé virði sem annaðhvort ríkið er með einhverjum hætti að fara að taka yfir þá væntanlega skiptir máli að reyna að verja þær eignir. Sömuleiðis ef við erum að tala um að atvinnulífið geti verið þarna áfram starfandi, sérstaklega hafnartengd starfsemi þar sem hefur verið gríðarleg verðmætasköpun, sem skiptir ekki bara máli fyrir Grindvíkinga, heldur samfélagið allt og þjóðarbúið, að þá auðvitað þarf að hugsa hvað er unnið með því ef slíku er haldið áfram.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira