„Netflix er í samkeppni við kynlíf og Netflix er að vinna“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. janúar 2024 14:37 Áslaug Kristjánsdóttir er gestur Marínar Möndu í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndarinnar. „Ég eyði deginum í að tala um kynlíf,“ segir Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur og kynlífsráðgjafi í samtali við Marín Möndu Magnúsdóttur í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndarinnar. Áslaug segir kynlíf ekki eina af grunnþörfum mannsins eins og oft hefur verið haldið fram. Ef það væri grunnþörf myndi fólk deyja án þess. Kynlíf er ekki eitt af því. „Líffræðilega virkar kynlíf ekki eins og grunnþarfirnar. Grunnþarfir eru reknar áfram á skorti, það vantar næringu í líkamann og þá sendir líkaminn boð um að ég sé svöng og hverfur ekki fyrr en ég borða,“ segir Áslaug: „Það þarf að kveikja þennan áhuga.“ Lítið talað um kynlíf Áslaug gaf út bókina Lífið er kynlíf, handbók fyrir fólk í langtímasamböndum. Skortur á almennri þekkingu fólks um kynlíf hafi verið kveikjan að bókinni, þrátt fyrir óbilandi áhuga á ástinni og kynlífi. „Nú er ég búin að vinna við þetta vel yfir áratug og ég er stöðugt að endurtaka mig. Það var líka kveikjan að þessu. Mér finnst þetta ætti að vera almenn þekking, en hún er það greinilega ekki,“ segir Áslaug. „Þú eiginlega talar bara alls ekki um þetta því þá ertu dóni.“ Að sögn Áslaugar er algengt að kynlöngun fjari út í langtímasamböndum og geta ástæðurnar verið margvíslegar. „Ég velti því fyrir mér hvort það hafi aðallega með aðferðarfræðina að gera. Fólk er samfarasjúkt, gagnkynhneigt fólk heldur að eina kynlífið sé samfarir, limur í leggöng og þá sé þetta komið. Ef maður skoðar rannsóknir, þar sem það er aðallega kynlífið sem fólk er að stunda, að þá er maður kominn með fullnægingarbil kynjanna, eins og launamuninn, þá er líka til orgasmic gap,“ segir Áslaug: „Þessi kynlífsathöfn, samfarir er góð og nánast skotheld leið fyrir lim að fá fullnægingu í en ekki svo mikið fyrir leggöng og píkur.“ Pör stunda sjaldnar kynlíf en áður Áslaug segir kynlíf allra meina bót sem hafi góð áhrif á ónæmiskerfið, hjarta- og æðakerfi, svefn, streitu og geðið. „Það hefur meira að segja þau áhrif að ef þú stundar kynlíf í gærkvöldi þá mun þér líka betur við vinnuna þína daginn eftir, alveg sama þó að verkefni dagsins séu nákvæmlega þau sömu og þú stundaðir ekki kynlíf. Það er greinilega það mikil lífsorka sem er í þessu að við erum bara glaðari og okkur finnst lífið léttara,“ segir Áslaug og bætir við: „Þetta er því heilbrigðis- og lífsgæðamál.“ Að sögn Áslaugar hafa hraði og streita í nútímasamfélagi áhrif á kynlíf para. „Við erum að stunda minna kynlíf heldur en kynslóð foreldra okkar gerði, þau voru líklegast að stunda minna kynlíf en kynslóð foreldra þeirra. Börnin okkar, ef fram heldur sem horfir, munu stunda minna kynlíf en við, “ segir Áslaug: „Forstjóri Netflix sagði einhvern tímann í viðtali að Netflix væri í samkeppni við svefn og Netflix væri að vinna, og ég held að ég geti sagt það sama. Það er ekki búið að kanna þetta en ég er viss um það að Netflix er í samkeppni við kynlíf og Netflix er að vinna.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ástin og lífið Kynlíf Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Áslaug segir kynlíf ekki eina af grunnþörfum mannsins eins og oft hefur verið haldið fram. Ef það væri grunnþörf myndi fólk deyja án þess. Kynlíf er ekki eitt af því. „Líffræðilega virkar kynlíf ekki eins og grunnþarfirnar. Grunnþarfir eru reknar áfram á skorti, það vantar næringu í líkamann og þá sendir líkaminn boð um að ég sé svöng og hverfur ekki fyrr en ég borða,“ segir Áslaug: „Það þarf að kveikja þennan áhuga.“ Lítið talað um kynlíf Áslaug gaf út bókina Lífið er kynlíf, handbók fyrir fólk í langtímasamböndum. Skortur á almennri þekkingu fólks um kynlíf hafi verið kveikjan að bókinni, þrátt fyrir óbilandi áhuga á ástinni og kynlífi. „Nú er ég búin að vinna við þetta vel yfir áratug og ég er stöðugt að endurtaka mig. Það var líka kveikjan að þessu. Mér finnst þetta ætti að vera almenn þekking, en hún er það greinilega ekki,“ segir Áslaug. „Þú eiginlega talar bara alls ekki um þetta því þá ertu dóni.“ Að sögn Áslaugar er algengt að kynlöngun fjari út í langtímasamböndum og geta ástæðurnar verið margvíslegar. „Ég velti því fyrir mér hvort það hafi aðallega með aðferðarfræðina að gera. Fólk er samfarasjúkt, gagnkynhneigt fólk heldur að eina kynlífið sé samfarir, limur í leggöng og þá sé þetta komið. Ef maður skoðar rannsóknir, þar sem það er aðallega kynlífið sem fólk er að stunda, að þá er maður kominn með fullnægingarbil kynjanna, eins og launamuninn, þá er líka til orgasmic gap,“ segir Áslaug: „Þessi kynlífsathöfn, samfarir er góð og nánast skotheld leið fyrir lim að fá fullnægingu í en ekki svo mikið fyrir leggöng og píkur.“ Pör stunda sjaldnar kynlíf en áður Áslaug segir kynlíf allra meina bót sem hafi góð áhrif á ónæmiskerfið, hjarta- og æðakerfi, svefn, streitu og geðið. „Það hefur meira að segja þau áhrif að ef þú stundar kynlíf í gærkvöldi þá mun þér líka betur við vinnuna þína daginn eftir, alveg sama þó að verkefni dagsins séu nákvæmlega þau sömu og þú stundaðir ekki kynlíf. Það er greinilega það mikil lífsorka sem er í þessu að við erum bara glaðari og okkur finnst lífið léttara,“ segir Áslaug og bætir við: „Þetta er því heilbrigðis- og lífsgæðamál.“ Að sögn Áslaugar hafa hraði og streita í nútímasamfélagi áhrif á kynlíf para. „Við erum að stunda minna kynlíf heldur en kynslóð foreldra okkar gerði, þau voru líklegast að stunda minna kynlíf en kynslóð foreldra þeirra. Börnin okkar, ef fram heldur sem horfir, munu stunda minna kynlíf en við, “ segir Áslaug: „Forstjóri Netflix sagði einhvern tímann í viðtali að Netflix væri í samkeppni við svefn og Netflix væri að vinna, og ég held að ég geti sagt það sama. Það er ekki búið að kanna þetta en ég er viss um það að Netflix er í samkeppni við kynlíf og Netflix er að vinna.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ástin og lífið Kynlíf Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira