Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Lovísa Arnardóttir skrifar 23. janúar 2024 07:45 Bjarni segir að það verði að líta á heildarmyndina. Vísir/Sigurjón Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Ríkisstjórnin kynnti í gær milljarða pakka til að bregðast við aðstæðum í Grindavík. Forsætisráðherra sagði í gær endanlega línu liggja fyrir í febrúar. Þetta sagði Bjarni í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hann sagði það áhyggjuefni ef við værum stödd í hrinu jarðhræringa sem geti haft aðrar og alvarlegar afleiðingar á hitaveitu og rafmagn. Það séu mikilvægir innviðir í húfi. Hann ræddi einnig kjaraviðræður þar og ákall um að yfirvöld kæmu inn í þjóðarsátt sem unnið er að með því að styrkja tilfærslukerfið. Hann sagði að verkalýðsfélögin hefði jafnvel sagt að ef ríkið kæmi ekki inn með þeim hætti yrðu engir kjarasamningar. Vandamálið væri þó að þegar ríkið, sem hann sagði okkur öll, þyrfti að stíga inn í verkefni eins og Grindavík væri svigrúmið minna. „Það auðvitað hefur áhrif á getu okkar til að teygja okkur í átt að kröfum annarra sem á sama tíma eru að biðja okkur að leggja eitthvað af mörkum.“ Spurður hvort að aðstæður í Grindavík myndu hafa þá bein áhrif á kjaraviðræður sagði Bjarni nauðsynlegt fyrir alla að líta á heildarmyndina og það væri óskynsamlegt „af öllum aðilum að ætlast til þess að þeir séu teknir út úr því stóra samhengi sem við öll erum í.“ Bjarni ræddi einnig færslur sínar á Facebook-um tjaldbúðir flóttamanna og það hvort að hann hefði verið að slá nýjan tón í umræðum um útlendingamál. Hægt er að horfa á viðtalið hér á vef RÚV. Grindavík Kjaraviðræður 2023-24 Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni hellir sér yfir Semu Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun. 22. janúar 2024 15:50 Kæra hatursorðræðu í garð flóttafólks til lögreglu Stjórn hjálparsamtakanna Solaris fordæmir í yfirlýsingu orðræðu valdhafa sem ýtir undir hatur og ofbeldi í garð flóttafólks. Samtökunum hafa á fyrstu vikum ársins borist hátt í tuttugu tilkynningar um hatursorðræðu í garð flóttafólks. 22. janúar 2024 11:12 „Bjarni hefur aldrei gengið svona langt í rasisma“ Færsla Bjarna Benediktssonar, þar sem hann gagnrýnir tjaldbúðir mótmælenda við Austurvöll, hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Margir gagnrýna ummæli Bjarna sem þó hafa einnig hlotið nokkurn meðbyr. 20. janúar 2024 13:20 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í gær milljarða pakka til að bregðast við aðstæðum í Grindavík. Forsætisráðherra sagði í gær endanlega línu liggja fyrir í febrúar. Þetta sagði Bjarni í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hann sagði það áhyggjuefni ef við værum stödd í hrinu jarðhræringa sem geti haft aðrar og alvarlegar afleiðingar á hitaveitu og rafmagn. Það séu mikilvægir innviðir í húfi. Hann ræddi einnig kjaraviðræður þar og ákall um að yfirvöld kæmu inn í þjóðarsátt sem unnið er að með því að styrkja tilfærslukerfið. Hann sagði að verkalýðsfélögin hefði jafnvel sagt að ef ríkið kæmi ekki inn með þeim hætti yrðu engir kjarasamningar. Vandamálið væri þó að þegar ríkið, sem hann sagði okkur öll, þyrfti að stíga inn í verkefni eins og Grindavík væri svigrúmið minna. „Það auðvitað hefur áhrif á getu okkar til að teygja okkur í átt að kröfum annarra sem á sama tíma eru að biðja okkur að leggja eitthvað af mörkum.“ Spurður hvort að aðstæður í Grindavík myndu hafa þá bein áhrif á kjaraviðræður sagði Bjarni nauðsynlegt fyrir alla að líta á heildarmyndina og það væri óskynsamlegt „af öllum aðilum að ætlast til þess að þeir séu teknir út úr því stóra samhengi sem við öll erum í.“ Bjarni ræddi einnig færslur sínar á Facebook-um tjaldbúðir flóttamanna og það hvort að hann hefði verið að slá nýjan tón í umræðum um útlendingamál. Hægt er að horfa á viðtalið hér á vef RÚV.
Grindavík Kjaraviðræður 2023-24 Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni hellir sér yfir Semu Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun. 22. janúar 2024 15:50 Kæra hatursorðræðu í garð flóttafólks til lögreglu Stjórn hjálparsamtakanna Solaris fordæmir í yfirlýsingu orðræðu valdhafa sem ýtir undir hatur og ofbeldi í garð flóttafólks. Samtökunum hafa á fyrstu vikum ársins borist hátt í tuttugu tilkynningar um hatursorðræðu í garð flóttafólks. 22. janúar 2024 11:12 „Bjarni hefur aldrei gengið svona langt í rasisma“ Færsla Bjarna Benediktssonar, þar sem hann gagnrýnir tjaldbúðir mótmælenda við Austurvöll, hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Margir gagnrýna ummæli Bjarna sem þó hafa einnig hlotið nokkurn meðbyr. 20. janúar 2024 13:20 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Bjarni hellir sér yfir Semu Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun. 22. janúar 2024 15:50
Kæra hatursorðræðu í garð flóttafólks til lögreglu Stjórn hjálparsamtakanna Solaris fordæmir í yfirlýsingu orðræðu valdhafa sem ýtir undir hatur og ofbeldi í garð flóttafólks. Samtökunum hafa á fyrstu vikum ársins borist hátt í tuttugu tilkynningar um hatursorðræðu í garð flóttafólks. 22. janúar 2024 11:12
„Bjarni hefur aldrei gengið svona langt í rasisma“ Færsla Bjarna Benediktssonar, þar sem hann gagnrýnir tjaldbúðir mótmælenda við Austurvöll, hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Margir gagnrýna ummæli Bjarna sem þó hafa einnig hlotið nokkurn meðbyr. 20. janúar 2024 13:20