„Þakklætið og brosið frá þeim gefur til baka“ Aron Guðmundsson skrifar 22. janúar 2024 20:01 Mikil ánægja er hjá öllum þeim sem koma að verkefninu, að gera þeim Levison og Precious að reyna fyrir sér í fótbolta hér á landi með Aftureldingu. Hér eru þeir félagarnir með Magnúsi Má Einarssyni, þjálfara Aftureldingar og Jóhanni Braga Fjalldal, aðstandanda verkefnisins. Vísir/Sigurjón Ólason Lið knattspyrnuakademíunnar Ascent Soccer frá Malaví kom, sá og sigraði á alþjóðlega mótinu Rey Cup hér í Reykjavík síðastliðið sumar. Þar með í för voru leikmennirnir Levison Mnyenyembe og Precious Kapunda sem hafa nú fengið tækifæri til þess að upplifa draum sinn og spreyta sig á reynslu hjá liði Aftureldingar næstu mánuðina með hjálp góðra styrktaraðila Íslendingurinn Jóhann Bragi Fjalldal er með annan fótinn í Malaví og hefur þar, ásamt fleiri Íslendingum, starfað náið með knattspyrnuakademíunni Ascent Soccer þar í landi. Nokkrar íslenskar fjölskyldur hafa haft viðveru í Malaví undanfarin ár, dvalið þar á vegum Utanríkisráðuneytisins sem vinnur þróunarstarf þar í landi. Það var í tengslum við það starf sem Jóhann Bragi komst í kynni við Ascent Soccer knattspyrnuakademíuna. Það samstarf varð til þess að það tókst að fjármagna ferð akademíunnar á Rey Cup fótboltamótið, eitt stærsta fótboltamót hvers árs hér á landi, síðastliðið sumar og gerði lið Ascent Soccer sér lítið fyrir og vann mótið í flokki A-liða í fjórða flokki. Precious (til vinstri) og Levison (til hægri) eru flottir fulltrúar Ascent Soccer knattspyrnuakademíunnar. Þeir eru hér á landi að upplifa draum sinn með hjálp velunnaraVísir/Sigurjón Ólason Ekki einfalt verkefni Nú er svo komið að tveir átján ára leikmenn akademíunnar, þeir Levinson og Precious, eru komnir hingað til lands og munu verja næstu þremur mánuðum á reynslu hjá liði Aftureldingar. „Þeir komu með liðinu hingað til lands í sumar en voru of gamlir til þess að spila með því á Rey Cup. Þeir störfuðu því sem nokkurs konar liðsstjórar á mótinu og fengu um leið að æfa með nokkrum fótboltaliðum hér á Íslandi, þar á meðal Aftureldingu og gerðu þar rosalega gott mót,“ segir Jóhann Bragi Fjalldal, einn þeirra sem stendur að baki komu leikmannanna hingað til lands. Jóhann Bragi hefur undanfarin ár verið með annan fótinn í Malaví. Þar komst hann í kynni við knattspyrnuakademíu Ascent SoccerVísir/Sigurjón Ólason „Það var tekið virkilega vel á móti þeim, sérstaklega hér hjá Aftureldingu og fljótt skapaðist gagnkvæmur vilji á að fá þá hingað aftur til lands og þá yfir lengri tíma. Sjá hvernig það gengi.“ Því var farið í að fjármagna slíkt verkefni og með hjálp góðra styrktaraðila, góðgerðafélaga sem og samfélagsins í Mosfellsbæ eru leikmennirnir nú mættir hingað til lands. „Þetta er ekki einfalt verkefni. Í fyrsta lagi þurfti að fjármagna flugið fyrir þá sem og uppihaldið á meðan á veru þeirra hér á landi stendur. Svo þarf að skapa aðstæður hér svo þeir raunverulega geti aðlagast. Þar hefur Afturelding staðið sig með mikilli prýði. Drengirnir dvelja hér hjá fósturfjölskyldu á vegum félagsins. Þeir eru ekki bara að æfa fótbolta heldur einnig að þjálfa ungmenni, fara í grunnskóla og svona. Það er því búið til umhverfi sem gerir þeim auðveldara fyrir vikið að aðlagast Íslandi. Við erum búin að fjármagna dvöl þeirra fram í apríl og erum að vinna í því að fá inn fleiri styrktaraðila svo þeir geti dvalið hér lengur.“ „Allir af vilja gerðir til þess að hjálpa okkur“ Dvöl Levinson og Precious hér á landi síðasta sumar, á meðan á Rey Cup stóð, varð þess valdandi að þeim langaði ólmum að snúa aftur hingað til lands. „Já okkur langaði alltaf að snúa aftur til Íslands,“ segir Precious. „Hér var ótrúlega gott að vera og svo fengum við fréttir af því að við gætum farið á reynslu til Aftureldingar. Við erum mjög ánægðir með að fá það tækifæri.“ Þeir félagar hafa nú verið hér á landi í rúma viku við æfingar hjá Aftureldingu þar sem að þeir hjálpa einnig til við þjálfun yngri flokka hjá félaginu. „Það hefur verið rosalega gott að vera hér,“ segir Levison. „Leikmennirnir eru allir af vilja gerðir til þess að hjálpa okkur, þeir eru alltaf til staðar ef okkur vantar aðstoð. Þetta er því mjög ánægjuleg og lærdómsrík reynsla fyrir okkur. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur til þess að verða betri knattspyrnumenn.“ Að sögn þeirra er mikill munur á aðstæðunum sem boðið er upp á hér á landi samanborið við þær sem þeir hafa reynslu af frá Malaví. „Mikill munur,“ segir Precious. „Aðstæðurnar heima eru ekki það góðar. Vellirnir eru ekki góðir og erum við því að njóta þess til hins ítrasta að æfa hér með Aftureldingu.“ Draumur fyrir þessa stráka að koma hingað Og Jóhann Bragi segir flesta krakka sem koma inn í starf Ascent Soccer akademíunnar í Malaví koma úr fátæklegum aðstæðum. „Flestir þessir krakkar koma úr mjög fátæklegum aðstæðum í þorpunum og hafa í raun og veru bara verið að spila fótbolta á tásunum á moldarbungum alla ævi. Svo komast þeir inn í þessa akademíu Ascent Soccer og spila og æfa þá við aðeins betri aðstæður.“ Nokkrir af Liðsmönnum Ascent soccer hér á landi síðasta sumarVísir/Dúi „Þær eru samt ekkert í líkingu við þær aðstæður sem boðið er upp á hér. Vellirnir í Malaví eru ekki góðir mest allt árið. Það er bara algjör draumur fyrir þessa stráka að koma hingað, spila á gervigrasi og inn í fótboltahúsum.“ Það eru því mikil viðbrigði fyrir þessa ungu menn að koma hingað til lands þar sem aðstæðurnar til fótboltaiðkunar eru langtum betri. Svo ekki sé talað um viðbrigðin utan fótboltavallarins, að koma hingað til lands yfir vetrartímann. „Eitthvað sem þeir höfðu aldrei séð áður“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, er verulega ánægður með innkomu þeirra Levinson og Precious. „Þeir komu á nokkrar æfingar hjá okkur á meðan á veru þeirra hér á landi stóð síðasta sumar. Þeir komu hrikalega sterkir inn í hópinn. Þetta eru frábærir leikmenn, með mikla tæknilega getu, fljótir og maður sér fljótt að þetta eru góðir fótboltamenn. Við ákváðum því í kjölfarið á veru þeirra hér að leita leiða til að fá þá aftur til okkar. Og með hjálp frá styrktaraðilum og góðgerðarsamtökum hefur okkur tekist að fjármagna dvöl þeirra næstu þrjá mánuðina.“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hrósar Levison og Precious hástert. Vísir/Sigurjón „Í draumaheimi tekst okkur að fjármagna veru þeirra til lengri tíma, út komandi keppnistímabil svo þeir geti verið hér yfir sumartímann líka. Þetta eru ungir og efnilegir leikmenn sem geta spilað bæði með öðrum flokki sem og meistaraflokki. Það væri því gaman að hafa þá hjá okkur til lengri tíma.“ Levinson og Precious hafi aðlagast lífinu hér á Íslandi mjög vel. Þrátt fyrir allt öðruvísi aðstæður en þeir þekkja heima í Malaví. „Þetta eru allt aðrar aðstæður. Þeir eru þó gríðarlega þakklátir fyrir þetta tækifæri því aðstæðurnar hér hvað fótboltaiðkun varðar eru miklu betri en í Malaví. Í síðustu viku æfðum við í frosti og miklum vindi en þeir nutu sín mjög vel. Voru ekkert að kvarta en maður sá það þó á þeim eftir æfingu að þeir höfðu aldrei séð annað eins veður. Þetta var eitthvað sem þeir höfðu aldrei séð áður. Þrátt fyrir það spiluðu þeir á fullu og stóðu sig vel á æfingunni. Bara ekkert mál. Hugarfarið hjá þeim báðum er frábært. Þetta eru frábærir karakterar og virkilega gaman að sjá hversu mikið þeir eru að njóta sín hér í Mosfellsbæ.“ Þakklætið skín í gegn Þú nefnir þakklætið. Það skín einhvern veginn svo mikið í gegn þegar að maður talar við þá. Þakklætið fyrir að fá tækifæri til þess að reyna fyrir sér í fótbolta hér á landi. „Ég held að þeir hafi beðið ansi lengi eftir því að fá svona tækifæri. Aðstæðurnar hér, eins og ég nefndi áður, mun betri heldur en úti í Malaví. Þá erum við með gott lið hérna hjá Aftureldingu. Þeir fá því að taka þátt í góðum æfingum og strákarnir hér sem fyrir voru taka þeim mjög vel. Þeir eru því gríðarlega sáttir og verður gaman að sjá eftir því sem lengra líður á þessa þriggja mánaða dvöl þeirra hér, þegar að þeir eru búnir að aðlagast enn þá betur, hvar þeir standa.“ Precious og Levison eru í skýjunum með dvöl sína hér á Íslandi hingað til. Vonandi gefst þeim tækifæri til að vera hér sem lengst.Vísir/Sigurjón Ólason Með hjálp frá Braga, styrktaraðilum og góðgerðafélögum í kring hefur okkur tekist að láta þetta verða að veruleika. Þetta er gefandi verkefni og svo að sjálfsögðu væri frábært ef þessir strákar gætu fengið að vera hér til lengri tíma og jafnvel spilað með okkur. Tíminn verður bara að fá að leiða það í ljós, hvort að geta þeirra sé þannig, hvort þeir nái að aðlagast að fullu og hvort það náist að fjármagna það. Þetta er frábært verkefni og mjög gaman að taka þátt í þessu. Þakklætið og brosið frá þeim gefur til baka. Þetta er bara þroskandi fyrir leikmenn Aftureldingar að fá hingað leikmenn frá öðrum menningarheimi og læra af þeim. Þetta er gott fyrir alla.“ Farnir að venjast kuldanum Og lítur Levison á þetta tækifæri sem fyrsta alvöru skrefi í átt að markmiði sínu sem snýr að því að verða atvinnumaður í fótbolta. „Hér er stórt tækifæri fyrir mig til þess að koma ferli mínum almennilega af stað. Stóri draumurinn er að verða atvinnumaður í knattspyrnu og tel ég aðstæðurnar hér geta hjálpað mér að feta mig í átt að þeim draumi. Þetta er bara byrjunin á mínum ferli.“ Veðurfarið á þessum tíma árs á Íslandi getur verið óvægið og kalt, algjör andstæða við hitann sem er ríkjandi í Malaví. Því hafa þeir Levinson og Precious fengið að kynnast. „Við erum farnir að venjast þessu,“ segir Precious Það er auðvitað mun kaldara hérna heldur en í Malaví. Bráðum munum við ekki eiga í neinum vandræðum með þetta næstu vikurnar.“ Ísland heppileg fyrsta lending Þá gefur það samfélaginu heima í Malaví í kringum Ascent Soccer úti í Malvía heilmikið að sjá þessa stráka fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skína hér á Íslandi eins og Jóhann Bragi segir okkur frá. „Bæði samfélaginu sjálfu og svo hinum krökkunum hjá Ascent Soccer sem dreymir um að gera slíkt hið sama. Það er mikilvægt að hafa það í huga að við hugsum þetta sem langtíma verkefni. Við viljum búa til ákveðinn farveg fyrir unga krakka frá Malaví til að koma hingað, æfa við frábærar aðstæður og fá tækifæri til þess að sýna sig og sanna. Vegna þess að það er bara mjög erfitt fyrir efnilegt knattspyrnufólk í Afríku að finna sér félagslið í Evrópu. Það er bara mikil samkeppni og Ísland er bara mjög heppileg fyrsta lending. Það teljum við og viljum sýna fram á með þessu fyrsta skrefi Levison og Precious.“ Fjölmiðlar í Malaví fjölluðu um þetta skref Precious og Levison til ÍslandsVísir/Skjáskot Eftir að hafa talað við Levinson og Precious var alveg kýrskýrt hversu þakklátir fyrir þetta tækifæri hér á Íslandi. Sömuleiðis vöktu leikmenn Ascent Soccer athygli fyrir hugarfar sitt á Rey Cup síðastliðið sumar. Er þetta ekki dæmi um verkefni sem getur nýst bæði Íslandi og Malaví? Gætu til að mynda íslenskir krakkar ekki lært mikið af þessum strákum? „Alveg hreint,“ svarar Jóhann Bragi. „Það er ýmislegt sem ég tel að íslenskir krakkar geti lært af þessum strákum. Eitt af því er viðhorfið. Fyrir þá er þetta algjörlega einstakt tækifæri og eru þeir ákveðnir í því að sýna sig og sanna. Þá getum við líka horft á fótboltalegan lærdóm af þessu. Þessir leikmenn koma með aðeins öðruvísi nálgun, eins og íslenskir andstæðingar Ascent Soccer á Rey Cup fundu kannski fyrir síðasta sumar. Þeir eru með mikla tækni, mikinn hraða. Það er ýmislegt sem íslenskir fótboltakrakkar geta lært af þessum strákum.“ Afturelding Íslenski boltinn Malaví Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Íslendingurinn Jóhann Bragi Fjalldal er með annan fótinn í Malaví og hefur þar, ásamt fleiri Íslendingum, starfað náið með knattspyrnuakademíunni Ascent Soccer þar í landi. Nokkrar íslenskar fjölskyldur hafa haft viðveru í Malaví undanfarin ár, dvalið þar á vegum Utanríkisráðuneytisins sem vinnur þróunarstarf þar í landi. Það var í tengslum við það starf sem Jóhann Bragi komst í kynni við Ascent Soccer knattspyrnuakademíuna. Það samstarf varð til þess að það tókst að fjármagna ferð akademíunnar á Rey Cup fótboltamótið, eitt stærsta fótboltamót hvers árs hér á landi, síðastliðið sumar og gerði lið Ascent Soccer sér lítið fyrir og vann mótið í flokki A-liða í fjórða flokki. Precious (til vinstri) og Levison (til hægri) eru flottir fulltrúar Ascent Soccer knattspyrnuakademíunnar. Þeir eru hér á landi að upplifa draum sinn með hjálp velunnaraVísir/Sigurjón Ólason Ekki einfalt verkefni Nú er svo komið að tveir átján ára leikmenn akademíunnar, þeir Levinson og Precious, eru komnir hingað til lands og munu verja næstu þremur mánuðum á reynslu hjá liði Aftureldingar. „Þeir komu með liðinu hingað til lands í sumar en voru of gamlir til þess að spila með því á Rey Cup. Þeir störfuðu því sem nokkurs konar liðsstjórar á mótinu og fengu um leið að æfa með nokkrum fótboltaliðum hér á Íslandi, þar á meðal Aftureldingu og gerðu þar rosalega gott mót,“ segir Jóhann Bragi Fjalldal, einn þeirra sem stendur að baki komu leikmannanna hingað til lands. Jóhann Bragi hefur undanfarin ár verið með annan fótinn í Malaví. Þar komst hann í kynni við knattspyrnuakademíu Ascent SoccerVísir/Sigurjón Ólason „Það var tekið virkilega vel á móti þeim, sérstaklega hér hjá Aftureldingu og fljótt skapaðist gagnkvæmur vilji á að fá þá hingað aftur til lands og þá yfir lengri tíma. Sjá hvernig það gengi.“ Því var farið í að fjármagna slíkt verkefni og með hjálp góðra styrktaraðila, góðgerðafélaga sem og samfélagsins í Mosfellsbæ eru leikmennirnir nú mættir hingað til lands. „Þetta er ekki einfalt verkefni. Í fyrsta lagi þurfti að fjármagna flugið fyrir þá sem og uppihaldið á meðan á veru þeirra hér á landi stendur. Svo þarf að skapa aðstæður hér svo þeir raunverulega geti aðlagast. Þar hefur Afturelding staðið sig með mikilli prýði. Drengirnir dvelja hér hjá fósturfjölskyldu á vegum félagsins. Þeir eru ekki bara að æfa fótbolta heldur einnig að þjálfa ungmenni, fara í grunnskóla og svona. Það er því búið til umhverfi sem gerir þeim auðveldara fyrir vikið að aðlagast Íslandi. Við erum búin að fjármagna dvöl þeirra fram í apríl og erum að vinna í því að fá inn fleiri styrktaraðila svo þeir geti dvalið hér lengur.“ „Allir af vilja gerðir til þess að hjálpa okkur“ Dvöl Levinson og Precious hér á landi síðasta sumar, á meðan á Rey Cup stóð, varð þess valdandi að þeim langaði ólmum að snúa aftur hingað til lands. „Já okkur langaði alltaf að snúa aftur til Íslands,“ segir Precious. „Hér var ótrúlega gott að vera og svo fengum við fréttir af því að við gætum farið á reynslu til Aftureldingar. Við erum mjög ánægðir með að fá það tækifæri.“ Þeir félagar hafa nú verið hér á landi í rúma viku við æfingar hjá Aftureldingu þar sem að þeir hjálpa einnig til við þjálfun yngri flokka hjá félaginu. „Það hefur verið rosalega gott að vera hér,“ segir Levison. „Leikmennirnir eru allir af vilja gerðir til þess að hjálpa okkur, þeir eru alltaf til staðar ef okkur vantar aðstoð. Þetta er því mjög ánægjuleg og lærdómsrík reynsla fyrir okkur. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur til þess að verða betri knattspyrnumenn.“ Að sögn þeirra er mikill munur á aðstæðunum sem boðið er upp á hér á landi samanborið við þær sem þeir hafa reynslu af frá Malaví. „Mikill munur,“ segir Precious. „Aðstæðurnar heima eru ekki það góðar. Vellirnir eru ekki góðir og erum við því að njóta þess til hins ítrasta að æfa hér með Aftureldingu.“ Draumur fyrir þessa stráka að koma hingað Og Jóhann Bragi segir flesta krakka sem koma inn í starf Ascent Soccer akademíunnar í Malaví koma úr fátæklegum aðstæðum. „Flestir þessir krakkar koma úr mjög fátæklegum aðstæðum í þorpunum og hafa í raun og veru bara verið að spila fótbolta á tásunum á moldarbungum alla ævi. Svo komast þeir inn í þessa akademíu Ascent Soccer og spila og æfa þá við aðeins betri aðstæður.“ Nokkrir af Liðsmönnum Ascent soccer hér á landi síðasta sumarVísir/Dúi „Þær eru samt ekkert í líkingu við þær aðstæður sem boðið er upp á hér. Vellirnir í Malaví eru ekki góðir mest allt árið. Það er bara algjör draumur fyrir þessa stráka að koma hingað, spila á gervigrasi og inn í fótboltahúsum.“ Það eru því mikil viðbrigði fyrir þessa ungu menn að koma hingað til lands þar sem aðstæðurnar til fótboltaiðkunar eru langtum betri. Svo ekki sé talað um viðbrigðin utan fótboltavallarins, að koma hingað til lands yfir vetrartímann. „Eitthvað sem þeir höfðu aldrei séð áður“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, er verulega ánægður með innkomu þeirra Levinson og Precious. „Þeir komu á nokkrar æfingar hjá okkur á meðan á veru þeirra hér á landi stóð síðasta sumar. Þeir komu hrikalega sterkir inn í hópinn. Þetta eru frábærir leikmenn, með mikla tæknilega getu, fljótir og maður sér fljótt að þetta eru góðir fótboltamenn. Við ákváðum því í kjölfarið á veru þeirra hér að leita leiða til að fá þá aftur til okkar. Og með hjálp frá styrktaraðilum og góðgerðarsamtökum hefur okkur tekist að fjármagna dvöl þeirra næstu þrjá mánuðina.“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hrósar Levison og Precious hástert. Vísir/Sigurjón „Í draumaheimi tekst okkur að fjármagna veru þeirra til lengri tíma, út komandi keppnistímabil svo þeir geti verið hér yfir sumartímann líka. Þetta eru ungir og efnilegir leikmenn sem geta spilað bæði með öðrum flokki sem og meistaraflokki. Það væri því gaman að hafa þá hjá okkur til lengri tíma.“ Levinson og Precious hafi aðlagast lífinu hér á Íslandi mjög vel. Þrátt fyrir allt öðruvísi aðstæður en þeir þekkja heima í Malaví. „Þetta eru allt aðrar aðstæður. Þeir eru þó gríðarlega þakklátir fyrir þetta tækifæri því aðstæðurnar hér hvað fótboltaiðkun varðar eru miklu betri en í Malaví. Í síðustu viku æfðum við í frosti og miklum vindi en þeir nutu sín mjög vel. Voru ekkert að kvarta en maður sá það þó á þeim eftir æfingu að þeir höfðu aldrei séð annað eins veður. Þetta var eitthvað sem þeir höfðu aldrei séð áður. Þrátt fyrir það spiluðu þeir á fullu og stóðu sig vel á æfingunni. Bara ekkert mál. Hugarfarið hjá þeim báðum er frábært. Þetta eru frábærir karakterar og virkilega gaman að sjá hversu mikið þeir eru að njóta sín hér í Mosfellsbæ.“ Þakklætið skín í gegn Þú nefnir þakklætið. Það skín einhvern veginn svo mikið í gegn þegar að maður talar við þá. Þakklætið fyrir að fá tækifæri til þess að reyna fyrir sér í fótbolta hér á landi. „Ég held að þeir hafi beðið ansi lengi eftir því að fá svona tækifæri. Aðstæðurnar hér, eins og ég nefndi áður, mun betri heldur en úti í Malaví. Þá erum við með gott lið hérna hjá Aftureldingu. Þeir fá því að taka þátt í góðum æfingum og strákarnir hér sem fyrir voru taka þeim mjög vel. Þeir eru því gríðarlega sáttir og verður gaman að sjá eftir því sem lengra líður á þessa þriggja mánaða dvöl þeirra hér, þegar að þeir eru búnir að aðlagast enn þá betur, hvar þeir standa.“ Precious og Levison eru í skýjunum með dvöl sína hér á Íslandi hingað til. Vonandi gefst þeim tækifæri til að vera hér sem lengst.Vísir/Sigurjón Ólason Með hjálp frá Braga, styrktaraðilum og góðgerðafélögum í kring hefur okkur tekist að láta þetta verða að veruleika. Þetta er gefandi verkefni og svo að sjálfsögðu væri frábært ef þessir strákar gætu fengið að vera hér til lengri tíma og jafnvel spilað með okkur. Tíminn verður bara að fá að leiða það í ljós, hvort að geta þeirra sé þannig, hvort þeir nái að aðlagast að fullu og hvort það náist að fjármagna það. Þetta er frábært verkefni og mjög gaman að taka þátt í þessu. Þakklætið og brosið frá þeim gefur til baka. Þetta er bara þroskandi fyrir leikmenn Aftureldingar að fá hingað leikmenn frá öðrum menningarheimi og læra af þeim. Þetta er gott fyrir alla.“ Farnir að venjast kuldanum Og lítur Levison á þetta tækifæri sem fyrsta alvöru skrefi í átt að markmiði sínu sem snýr að því að verða atvinnumaður í fótbolta. „Hér er stórt tækifæri fyrir mig til þess að koma ferli mínum almennilega af stað. Stóri draumurinn er að verða atvinnumaður í knattspyrnu og tel ég aðstæðurnar hér geta hjálpað mér að feta mig í átt að þeim draumi. Þetta er bara byrjunin á mínum ferli.“ Veðurfarið á þessum tíma árs á Íslandi getur verið óvægið og kalt, algjör andstæða við hitann sem er ríkjandi í Malaví. Því hafa þeir Levinson og Precious fengið að kynnast. „Við erum farnir að venjast þessu,“ segir Precious Það er auðvitað mun kaldara hérna heldur en í Malaví. Bráðum munum við ekki eiga í neinum vandræðum með þetta næstu vikurnar.“ Ísland heppileg fyrsta lending Þá gefur það samfélaginu heima í Malaví í kringum Ascent Soccer úti í Malvía heilmikið að sjá þessa stráka fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skína hér á Íslandi eins og Jóhann Bragi segir okkur frá. „Bæði samfélaginu sjálfu og svo hinum krökkunum hjá Ascent Soccer sem dreymir um að gera slíkt hið sama. Það er mikilvægt að hafa það í huga að við hugsum þetta sem langtíma verkefni. Við viljum búa til ákveðinn farveg fyrir unga krakka frá Malaví til að koma hingað, æfa við frábærar aðstæður og fá tækifæri til þess að sýna sig og sanna. Vegna þess að það er bara mjög erfitt fyrir efnilegt knattspyrnufólk í Afríku að finna sér félagslið í Evrópu. Það er bara mikil samkeppni og Ísland er bara mjög heppileg fyrsta lending. Það teljum við og viljum sýna fram á með þessu fyrsta skrefi Levison og Precious.“ Fjölmiðlar í Malaví fjölluðu um þetta skref Precious og Levison til ÍslandsVísir/Skjáskot Eftir að hafa talað við Levinson og Precious var alveg kýrskýrt hversu þakklátir fyrir þetta tækifæri hér á Íslandi. Sömuleiðis vöktu leikmenn Ascent Soccer athygli fyrir hugarfar sitt á Rey Cup síðastliðið sumar. Er þetta ekki dæmi um verkefni sem getur nýst bæði Íslandi og Malaví? Gætu til að mynda íslenskir krakkar ekki lært mikið af þessum strákum? „Alveg hreint,“ svarar Jóhann Bragi. „Það er ýmislegt sem ég tel að íslenskir krakkar geti lært af þessum strákum. Eitt af því er viðhorfið. Fyrir þá er þetta algjörlega einstakt tækifæri og eru þeir ákveðnir í því að sýna sig og sanna. Þá getum við líka horft á fótboltalegan lærdóm af þessu. Þessir leikmenn koma með aðeins öðruvísi nálgun, eins og íslenskir andstæðingar Ascent Soccer á Rey Cup fundu kannski fyrir síðasta sumar. Þeir eru með mikla tækni, mikinn hraða. Það er ýmislegt sem íslenskir fótboltakrakkar geta lært af þessum strákum.“
Afturelding Íslenski boltinn Malaví Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira