Kæra hatursorðræðu í garð flóttafólks til lögreglu Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 11:12 Sema Erla er formaður stjórnar Solaris. Vísir/Vilhelm Stjórn hjálparsamtakanna Solaris fordæmir í yfirlýsingu orðræðu valdhafa sem ýtir undir hatur og ofbeldi í garð flóttafólks. Samtökunum hafa á fyrstu vikum ársins borist hátt í tuttugu tilkynningar um hatursorðræðu í garð flóttafólks. Samtökin hafa kært ein slík ummæli til lögreglunnar og segir í yfirlýsingu stjórnar að fleiri slíkar kærur séu í undirbúningi. Stjórnin gerir í yfirlýsingu sinni jafnframt alvarlegar athugasemdir við orðræðu utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar og formanns Sjálfstæðisflokksins, um Palestínufólk á Íslandi og mótmæli þeirra við Austurvöll. „Um er að ræða alvarlega þróun sem valdhafar ýta undir og gefa lögmæti með fordómafullri orðræðu en slík orðræða hefur aukið vægi og meiri áhrif þegar hún kemur frá fólki í valdastöðu og getur haft alvarlegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Mótmælin gerð tortryggileg Á föstudag birti utanríkisráðherra færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi tjaldbúðirnar og að þær fengju að standa fram yfir þingsetningu. „Á sama tíma og ráðherra neitar að sinna opinberum skyldum sínum með því að hunsa beiðni Palestínufólks um áheyrn vegna mála er tengjast samþykktum fjölskyldusameiningum Palestínufólks á Gaza beitir utanríkisráðherra sér í valdi embættis síns á opinberum vettvangi til þess að dreifa óhróðri um þegna í viðkvæmri stöðu,“ segir í yfirlýsingu Solaris. Þau segja að með orðræðu sinni ýji utanríkisráðherra að því að mótmæli Palestínufólksins séu tortryggileg. Það geri hann með því að, meðal annars, fjalla um þau á sama tíma og hann fjallar um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi. „Þá er sérstaklega ámælisvert að ráðherra notfæri sér þjóðernishreinsanir í Palestínu í þeim pólitíska tilgangi að auglýsa tilraunir flokks síns til að lögfesta enn grimmari stefnu í málefnum flóttafólks og aukið landamæraeftirlit sem mun fyrst og fremst koma niður á fólki á flótta,“ segir enn fremur. Frumvarp um lokað búsetuúrræði Á föstudag var birt í samráðsgátt frumvarp dómsmálaráðherra og þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, um lokað búsetuúrræði. Hún hefur einnig í vinnslu frumvarp um frekari breytingar á útlendingalögum sem myndu skerða verulega talsmannaþjónustu sem stendur umsækjendum um alþjóðlega vernd til boða. Yfirlýsingu Solaris hægt að lesa í heild sinni hér að neðan. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Samtökin hafa kært ein slík ummæli til lögreglunnar og segir í yfirlýsingu stjórnar að fleiri slíkar kærur séu í undirbúningi. Stjórnin gerir í yfirlýsingu sinni jafnframt alvarlegar athugasemdir við orðræðu utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar og formanns Sjálfstæðisflokksins, um Palestínufólk á Íslandi og mótmæli þeirra við Austurvöll. „Um er að ræða alvarlega þróun sem valdhafar ýta undir og gefa lögmæti með fordómafullri orðræðu en slík orðræða hefur aukið vægi og meiri áhrif þegar hún kemur frá fólki í valdastöðu og getur haft alvarlegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Mótmælin gerð tortryggileg Á föstudag birti utanríkisráðherra færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi tjaldbúðirnar og að þær fengju að standa fram yfir þingsetningu. „Á sama tíma og ráðherra neitar að sinna opinberum skyldum sínum með því að hunsa beiðni Palestínufólks um áheyrn vegna mála er tengjast samþykktum fjölskyldusameiningum Palestínufólks á Gaza beitir utanríkisráðherra sér í valdi embættis síns á opinberum vettvangi til þess að dreifa óhróðri um þegna í viðkvæmri stöðu,“ segir í yfirlýsingu Solaris. Þau segja að með orðræðu sinni ýji utanríkisráðherra að því að mótmæli Palestínufólksins séu tortryggileg. Það geri hann með því að, meðal annars, fjalla um þau á sama tíma og hann fjallar um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi. „Þá er sérstaklega ámælisvert að ráðherra notfæri sér þjóðernishreinsanir í Palestínu í þeim pólitíska tilgangi að auglýsa tilraunir flokks síns til að lögfesta enn grimmari stefnu í málefnum flóttafólks og aukið landamæraeftirlit sem mun fyrst og fremst koma niður á fólki á flótta,“ segir enn fremur. Frumvarp um lokað búsetuúrræði Á föstudag var birt í samráðsgátt frumvarp dómsmálaráðherra og þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, um lokað búsetuúrræði. Hún hefur einnig í vinnslu frumvarp um frekari breytingar á útlendingalögum sem myndu skerða verulega talsmannaþjónustu sem stendur umsækjendum um alþjóðlega vernd til boða. Yfirlýsingu Solaris hægt að lesa í heild sinni hér að neðan.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira