Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2024 07:58 Hátíðarhöld í tengslum við vígslu Ram-hofsins í Ayodhya hófust í morgun. AP Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. Hæstiréttur Indlands dæmdi árið 2019 á þann veg að heimilt yrði að reisa nýtt hindúahof á reitnum sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 460 ára gömul moska sem stóð á reitnum var lögð í rúst af hópi hindúa árið 1992 þegar óeirðir leiddu til dauða um tvö þúsund manna. Modi hóf vígsluathöfnina um hádegisbil með því að afhjúpa svarta styttu af Ram - holdgervingi guðsins Vishnu, en Ayodhya er talinn vera fæðingarstaður Ram. Endu hefur verið til sparað, en áætlaður kostnaður við smíði hofsins er um 166 milljónir evra, um 25 milljarðar króna. Er reiknað með að á þriðja þúsund tónlistarmanna taki þátt í hátíðarhöldunum. Hátíðarhöld víða um land Flokkur Modis hefur blásið til hátíðarhalda víða um land í tilefni af vígslunni, en harðar deilur hafa lengi staðið um svæðið. Hæstiréttur dæmdi á sínum tíma að landsvæðið sem deilt var um skyldi komið í hendur félags sem myndi halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skyldi tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Hæstiréttur viðurkenndi þó að eyðilegging moskunnar árið 1992 hafi verið ólögleg. Reistu mosku á 16. öld Ayodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar vilja sjá nýja mosku rísa. Um fjórtán prósent íbúa Indlands eru íslamstrúar. Indland Trúmál Tengdar fréttir Sýknaðir vegna eyðileggingar Babri-moskunnar í Ayodhya Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Um tvö þúsund manns dóu í átökum í kjölfar eyðileggingarinnar. 30. september 2020 08:39 Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15 Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15 S Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00 penna vegna dómsúrskurðar Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Hæstiréttur Indlands dæmdi árið 2019 á þann veg að heimilt yrði að reisa nýtt hindúahof á reitnum sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 460 ára gömul moska sem stóð á reitnum var lögð í rúst af hópi hindúa árið 1992 þegar óeirðir leiddu til dauða um tvö þúsund manna. Modi hóf vígsluathöfnina um hádegisbil með því að afhjúpa svarta styttu af Ram - holdgervingi guðsins Vishnu, en Ayodhya er talinn vera fæðingarstaður Ram. Endu hefur verið til sparað, en áætlaður kostnaður við smíði hofsins er um 166 milljónir evra, um 25 milljarðar króna. Er reiknað með að á þriðja þúsund tónlistarmanna taki þátt í hátíðarhöldunum. Hátíðarhöld víða um land Flokkur Modis hefur blásið til hátíðarhalda víða um land í tilefni af vígslunni, en harðar deilur hafa lengi staðið um svæðið. Hæstiréttur dæmdi á sínum tíma að landsvæðið sem deilt var um skyldi komið í hendur félags sem myndi halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skyldi tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Hæstiréttur viðurkenndi þó að eyðilegging moskunnar árið 1992 hafi verið ólögleg. Reistu mosku á 16. öld Ayodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar vilja sjá nýja mosku rísa. Um fjórtán prósent íbúa Indlands eru íslamstrúar.
Indland Trúmál Tengdar fréttir Sýknaðir vegna eyðileggingar Babri-moskunnar í Ayodhya Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Um tvö þúsund manns dóu í átökum í kjölfar eyðileggingarinnar. 30. september 2020 08:39 Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15 Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15 S Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00 penna vegna dómsúrskurðar Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Sýknaðir vegna eyðileggingar Babri-moskunnar í Ayodhya Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Um tvö þúsund manns dóu í átökum í kjölfar eyðileggingarinnar. 30. september 2020 08:39
Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15
Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15
S Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00
penna vegna dómsúrskurðar Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00