Höfðingjar, hrafnar, ljón og gullgrafarar einum sigri frá stóra leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 08:46 Patrick Mahomes fagnar sigri Kansas City Chiefs í Buffalo í nótt. Getty/Timothy T Ludwig Eftir leiki helgarinnar eru aðeins þrír leikir eftir af NFL-tímabilinu og ljóst hvaða fjögur lið keppa um eftirsóttu sætin í leiknum um Ofurskálina í ár. Þeir sem vildu vita hvort Kansas City Chiefs liðið gæti unnið á útivelli í úrslitakeppninni fengu svar við því í nótt. Höfðingjarnir hans Patrick Mahomes komust þá áfram í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar á móti Baltimore Ravens. Í úrslitaleik Þjóðardeildarinna mætast síðan San Francisco 49ers og Detroit Lions. Þetta var fyrsti útileikur Chiefs í úrslitakeppni síðan Mahomes tók við sem leikstjórnandi en hann og félagar náðu enn á ný að vinna nauman sigur á Buffalo Bills, 27-24, í miklum spennuleik. Chiefs hefur þar með slegið út Bills liðið þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum og er ennfremur komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar sjötta árið í röð. Chiefs liðið er ríkjandi NFL-meistari en lið hefur ekki varið titilinn síðan New England Patriots gerði það 2003 og 2004. Bills fékk tækifæri undir lokin til að koma leiknum í framlengingu en vallarmarkstilraun Tyler Bass af 44 jarda færi fór framhjá. Samvinna Mahomes og Travis Kelce var einn á ný til mikillar fyrirmyndar en Kelce skoraði tvö snertimörk í leiknum. Með því slógu þeir félagar Mahomes og Kelce met Tom Brady og Rob Gronkowski yfir flestar snertimarkssendingar í sögu úrslitakeppninnar milli leikstjórnanda og liðsfélaga. Þessar voru númer 15 og 16. Detriot Lions liðið hélt áfram ævintýri sínu en fyrir viku unnu þeir sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni í 32 ár og í gær komust Ljónin í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar eftir 31-23 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Detriot hefur unnið titilinn í ameríska fótboltanum en engan þeirra eftir 1967 þegar fyrsti Super Bowl leikurinn fór fram. Lions liðið er aðeins eitt af fjórum félögum í deildinni sem hefur aldrei komist í Super Bowl en liðið er nú bara einum sigri frá því. San Francisco 49ers vann 24-21 endurkomusigur á Green Bay Packers á laugardaginn en áður hafði Baltimore Ravens unnið 34-10 stórsigur á Houston Texans. Christian McCaffrey tryggði 49ers sigurinn með snertimarki í lokin. Úrslitaleikir deildanna fara fram næstkomandi sunnudag. Leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma og leikur San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.40. NFL Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira
Þeir sem vildu vita hvort Kansas City Chiefs liðið gæti unnið á útivelli í úrslitakeppninni fengu svar við því í nótt. Höfðingjarnir hans Patrick Mahomes komust þá áfram í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar á móti Baltimore Ravens. Í úrslitaleik Þjóðardeildarinna mætast síðan San Francisco 49ers og Detroit Lions. Þetta var fyrsti útileikur Chiefs í úrslitakeppni síðan Mahomes tók við sem leikstjórnandi en hann og félagar náðu enn á ný að vinna nauman sigur á Buffalo Bills, 27-24, í miklum spennuleik. Chiefs hefur þar með slegið út Bills liðið þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum og er ennfremur komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar sjötta árið í röð. Chiefs liðið er ríkjandi NFL-meistari en lið hefur ekki varið titilinn síðan New England Patriots gerði það 2003 og 2004. Bills fékk tækifæri undir lokin til að koma leiknum í framlengingu en vallarmarkstilraun Tyler Bass af 44 jarda færi fór framhjá. Samvinna Mahomes og Travis Kelce var einn á ný til mikillar fyrirmyndar en Kelce skoraði tvö snertimörk í leiknum. Með því slógu þeir félagar Mahomes og Kelce met Tom Brady og Rob Gronkowski yfir flestar snertimarkssendingar í sögu úrslitakeppninnar milli leikstjórnanda og liðsfélaga. Þessar voru númer 15 og 16. Detriot Lions liðið hélt áfram ævintýri sínu en fyrir viku unnu þeir sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni í 32 ár og í gær komust Ljónin í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar eftir 31-23 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Detriot hefur unnið titilinn í ameríska fótboltanum en engan þeirra eftir 1967 þegar fyrsti Super Bowl leikurinn fór fram. Lions liðið er aðeins eitt af fjórum félögum í deildinni sem hefur aldrei komist í Super Bowl en liðið er nú bara einum sigri frá því. San Francisco 49ers vann 24-21 endurkomusigur á Green Bay Packers á laugardaginn en áður hafði Baltimore Ravens unnið 34-10 stórsigur á Houston Texans. Christian McCaffrey tryggði 49ers sigurinn með snertimarki í lokin. Úrslitaleikir deildanna fara fram næstkomandi sunnudag. Leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma og leikur San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.40.
NFL Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira