Segir að margar stjörnur séu ósáttar við lífið í Sádi-Arabíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2024 08:01 Aymeric Laporte er ekki alls kostar ánægður með lífið í Sádi-Arabíu. getty/Yasser Bakhsh Aymeric Laporte, leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu, segir að margar af þeim fótboltastjörnum sem spila í landinu séu ósáttar við lífið þar. Laporte gekk í raðir Al-Nassr frá Manchester City síðasta haust. Hann er einn fjölmargra fótboltamanna sem hafa flykkst til Sádi-Arabíu undanfarna mánuði. Að sögn Laportes er lífið þar í landi þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. „Þetta er mikil breyting miðað við Evrópu en þetta snýst allt um aðlögun,“ sagði Laporte í samtali við AS á Spáni. „Þeir hafa ekkert gert þetta auðvelt fyrir okkur. Raunar eru margir leikmenn hérna óánægðir en við erum að vinna í því á hverjum degi og sjá hvort þetta lagast eitthvað, því þetta er líka nýtt fyrir þá, að vera með evrópska leikmenn sem hafa þegar átt langan feril. Kannski eru þeir ekki vanir þessu og þurfa að taka þessu meira alvarlega.“ Laporte segir að þrátt fyrir að launin í Sádi-Arabíu séu góð hugsi félög í Evrópu betur um leikmennina sína. Hann segist ekki hafa hugsað um að færa sig um set en útilokar ekkert í þeim efnum. „Nei, en sjáum til. Í augnablikinu hef ég ekki hugsað um það en ef ég er svona vonsvikinn eftir svona stuttan tíma hugsarðu hvað sé best að gera,“ sagði Laporte. „Sá tími er ekki kominn en hann gæti komið í framtíðinni ef þetta heldur svona áfram. Varðandi lífsgæði bjóst ég við einhverju öðru því hérna ertu þrjá tíma á dag í bíl.“ Hjá Al-Nassr leikur Laporte meðal annars með Cristiano Ronaldo, Sadio Mané og Marcelo Brozovic. Liðið er í 2. sæti sádi-arabísku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Al-Hilal. Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Laporte gekk í raðir Al-Nassr frá Manchester City síðasta haust. Hann er einn fjölmargra fótboltamanna sem hafa flykkst til Sádi-Arabíu undanfarna mánuði. Að sögn Laportes er lífið þar í landi þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. „Þetta er mikil breyting miðað við Evrópu en þetta snýst allt um aðlögun,“ sagði Laporte í samtali við AS á Spáni. „Þeir hafa ekkert gert þetta auðvelt fyrir okkur. Raunar eru margir leikmenn hérna óánægðir en við erum að vinna í því á hverjum degi og sjá hvort þetta lagast eitthvað, því þetta er líka nýtt fyrir þá, að vera með evrópska leikmenn sem hafa þegar átt langan feril. Kannski eru þeir ekki vanir þessu og þurfa að taka þessu meira alvarlega.“ Laporte segir að þrátt fyrir að launin í Sádi-Arabíu séu góð hugsi félög í Evrópu betur um leikmennina sína. Hann segist ekki hafa hugsað um að færa sig um set en útilokar ekkert í þeim efnum. „Nei, en sjáum til. Í augnablikinu hef ég ekki hugsað um það en ef ég er svona vonsvikinn eftir svona stuttan tíma hugsarðu hvað sé best að gera,“ sagði Laporte. „Sá tími er ekki kominn en hann gæti komið í framtíðinni ef þetta heldur svona áfram. Varðandi lífsgæði bjóst ég við einhverju öðru því hérna ertu þrjá tíma á dag í bíl.“ Hjá Al-Nassr leikur Laporte meðal annars með Cristiano Ronaldo, Sadio Mané og Marcelo Brozovic. Liðið er í 2. sæti sádi-arabísku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Al-Hilal.
Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira