„Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2024 13:44 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. Vantrauststillaga vofir yfir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þing kemur saman eftir jólafrí á morgun, og Inga Sæland hefur boðað slíka tillögu, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um að Svandís hafi gerst brotleg við lög þegar hún stöðvaði hvalveiðar í sumar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það liggja á borði Vinstri grænna hvernig axla eigi ábyrgð, þegar tillagan verður fram komin. „Ég leyfi mér að segja að mér þykir gagnrýnivert hversu langan tíma þetta hefur tekið hjá þeim,“ segir Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en álitið var birt 5. janúar síðastliðinn. Hildur segir málið hafa verið rætt mikið innan þingflokksins frá því í sumar. Álit umboðsmanns sé alvarlegt, en það hafi ekki komið á óvart. „En við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna,“ segir Hildur og leggur áherslu á að viðbrögðin skipti máli. „Það liggur auðvitað ljóst fyrir að það breytir hinni pólitísku stöðu hvort VG ætlar að bregðast með einhverjum hætti við, og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins bíður eftir því. Við sjáum hvað setur í því. Það er ekki tímabært að við setjumst formlega yfir þetta fyrr en þetta allt saman liggur fyrir, en þá munum við að sjálfsögðu gera það.“ Trúir ekki að VG aðhafist ekkert Svandís hefur sagt að hún telji álit umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar. Það hefur forsætisráðherra tekið undir. „Þetta voru viðbrögð ráðherranna þegar álitið kom fyrst fram. Ég sagði af því tilefni þá að ég hreinlega tryði því ekki að Vinstri græn, sem er ábyrgur stjórnmálaflokkur, ætlaði að láta þar við sitja gagnvart alvarlegu áliti umboðsmanns. Þannig að við skulum taka eitt skref í einu. Við bíðum ennþá þeirra viðbragða,“ segir Hildur. En hver gætu viðbrögðin verið, önnur en að ráðherrann færi frá? „Eins og ég segi, mér finnst rétt að það sé VG sem komi fram með það sem þau telji að sé rétt að gera.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. 10. janúar 2024 19:13 Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Vantrauststillaga vofir yfir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þing kemur saman eftir jólafrí á morgun, og Inga Sæland hefur boðað slíka tillögu, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um að Svandís hafi gerst brotleg við lög þegar hún stöðvaði hvalveiðar í sumar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það liggja á borði Vinstri grænna hvernig axla eigi ábyrgð, þegar tillagan verður fram komin. „Ég leyfi mér að segja að mér þykir gagnrýnivert hversu langan tíma þetta hefur tekið hjá þeim,“ segir Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en álitið var birt 5. janúar síðastliðinn. Hildur segir málið hafa verið rætt mikið innan þingflokksins frá því í sumar. Álit umboðsmanns sé alvarlegt, en það hafi ekki komið á óvart. „En við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna,“ segir Hildur og leggur áherslu á að viðbrögðin skipti máli. „Það liggur auðvitað ljóst fyrir að það breytir hinni pólitísku stöðu hvort VG ætlar að bregðast með einhverjum hætti við, og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins bíður eftir því. Við sjáum hvað setur í því. Það er ekki tímabært að við setjumst formlega yfir þetta fyrr en þetta allt saman liggur fyrir, en þá munum við að sjálfsögðu gera það.“ Trúir ekki að VG aðhafist ekkert Svandís hefur sagt að hún telji álit umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar. Það hefur forsætisráðherra tekið undir. „Þetta voru viðbrögð ráðherranna þegar álitið kom fyrst fram. Ég sagði af því tilefni þá að ég hreinlega tryði því ekki að Vinstri græn, sem er ábyrgur stjórnmálaflokkur, ætlaði að láta þar við sitja gagnvart alvarlegu áliti umboðsmanns. Þannig að við skulum taka eitt skref í einu. Við bíðum ennþá þeirra viðbragða,“ segir Hildur. En hver gætu viðbrögðin verið, önnur en að ráðherrann færi frá? „Eins og ég segi, mér finnst rétt að það sé VG sem komi fram með það sem þau telji að sé rétt að gera.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. 10. janúar 2024 19:13 Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. 10. janúar 2024 19:13
Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37