Missti áhugann á fótbolta og á nú fyrirtæki sem metið er á rúmlega hundrað milljarða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2024 08:01 Jota í leik með Aston Villa. Neville Williams/Getty Images José Ignacio Peleteiro Ramallo, betur þekktur sem Jota, er nafn sem ef til vill harðasta stuðningsfólk Aston Villa man eftir en þessi 32 ára Spánverji á í dag landbúnaðarfyrirtæki sem metið er á fleiri hundruð milljarða. Jota hóf ferilinn í heimalandinu en árið 2014 færði hann sig til Englands þegar hann gekk í raðir Brentford. Þaðan lá leiðin til Eibar á láni og svo Birmingham City, Aston Villa og aftur til Spánar árið 2020 þegar hann samdi við Alavés. Hann ákvað svo að leggja skóna á hilluna 2022 og hefur heldur betur fundið fjölina. Í viðtali við The Athletic segir Jota að ástríðan hafi ekki verið til staðar lengur og því hafi hann ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann missti áhugann að mörgu leyti hjá Aston Villa þegar hann átti erfitt uppdráttar og var meðal annars skallaður af Danny Drinkwater á æfingu. Hann sér þó ekki eftir neinu. In a remarkable career change, Jota has gone from being an Aston Villa reject to the cusp of becoming a billionaire.The Spaniard now runs a leading agricultural technology company with profit margins approaching £1bn.He talks to @J_Tanswell about his new venture — The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 20, 2024 „Ég var leikstjórnandi, spilaði í tíunni en þú sérð það ekki lengur. Juan Roman Riquelme myndi ekki byrja knattspyrnuleiki í dag því tölfræðin er öll byggð á mikið hversu þú hleypur frekar en hversu mikla tæknilega hæfileika þú hefur,“ sagði Jota við The Athletic. „Það er enginn í tíunni lengur. Nú spila allir þjálfarar eins og æfingar snúast um einstaklingshlaup.“ Það var því engin spurning í hans huga þegar kom að því að hætta. Það hjálpaði til að hann var með ákveðið verkefni í gangi. Hann er einn af máttarstólpum Groinn, fyrirtækis sem telur 80 manns. View this post on Instagram A post shared by GROINN (@groinn.ia) Um er að ræða fyrirtæki sem hannar hugbúnað sem getur aðstoðað bændur og fólk í landbúnaði. Fyrirtækið er í þann mund að hefja samstarf við ríkisstjórn Spánar og mun veita tæknilega aðstoð við landbúnað (e. digital agricultural aid). Á vef Athletic segir að um sé að ræða hugbúnað sem segir til hvenær og hvenær ekki skal vökva akrana, hvort það vanti næringu í jarðveginn til að uppskeran verði sem best sem og hvernig skal koma í veg fyrir elda. Um er að ræða brautryðjanda í faginu og talið að hugbúnaðurinn verði enn verðmætari þegar fram líða stundir. Samningur Groinn og ríkisstjórnar Spánar hljóðar upp á 600 milljónir punda eða tæplega 105 milljarða íslenskra króna. Markmiðið er að allir bændur á Spáni muni vera með téðan hugbúnað árið 2023. Jota staðfesti einnig að Groinn sé við það að gera slíka samninga við önnur lönd á komandi misserum. View this post on Instagram A post shared by GROINN (@groinn.ia) Það var góðvinur Jota sem stofnaði fyrirtækið en sá hefur gríðarlega þekkingu á hug- og landbúnaði. Hann reyndi lengi vel að fá Jota til að fjármagna fyrirtæki sitt og þakkar Jota honum eflaust fyrir í dag. Fótbolti Spánn Landbúnaður Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira
Jota hóf ferilinn í heimalandinu en árið 2014 færði hann sig til Englands þegar hann gekk í raðir Brentford. Þaðan lá leiðin til Eibar á láni og svo Birmingham City, Aston Villa og aftur til Spánar árið 2020 þegar hann samdi við Alavés. Hann ákvað svo að leggja skóna á hilluna 2022 og hefur heldur betur fundið fjölina. Í viðtali við The Athletic segir Jota að ástríðan hafi ekki verið til staðar lengur og því hafi hann ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann missti áhugann að mörgu leyti hjá Aston Villa þegar hann átti erfitt uppdráttar og var meðal annars skallaður af Danny Drinkwater á æfingu. Hann sér þó ekki eftir neinu. In a remarkable career change, Jota has gone from being an Aston Villa reject to the cusp of becoming a billionaire.The Spaniard now runs a leading agricultural technology company with profit margins approaching £1bn.He talks to @J_Tanswell about his new venture — The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 20, 2024 „Ég var leikstjórnandi, spilaði í tíunni en þú sérð það ekki lengur. Juan Roman Riquelme myndi ekki byrja knattspyrnuleiki í dag því tölfræðin er öll byggð á mikið hversu þú hleypur frekar en hversu mikla tæknilega hæfileika þú hefur,“ sagði Jota við The Athletic. „Það er enginn í tíunni lengur. Nú spila allir þjálfarar eins og æfingar snúast um einstaklingshlaup.“ Það var því engin spurning í hans huga þegar kom að því að hætta. Það hjálpaði til að hann var með ákveðið verkefni í gangi. Hann er einn af máttarstólpum Groinn, fyrirtækis sem telur 80 manns. View this post on Instagram A post shared by GROINN (@groinn.ia) Um er að ræða fyrirtæki sem hannar hugbúnað sem getur aðstoðað bændur og fólk í landbúnaði. Fyrirtækið er í þann mund að hefja samstarf við ríkisstjórn Spánar og mun veita tæknilega aðstoð við landbúnað (e. digital agricultural aid). Á vef Athletic segir að um sé að ræða hugbúnað sem segir til hvenær og hvenær ekki skal vökva akrana, hvort það vanti næringu í jarðveginn til að uppskeran verði sem best sem og hvernig skal koma í veg fyrir elda. Um er að ræða brautryðjanda í faginu og talið að hugbúnaðurinn verði enn verðmætari þegar fram líða stundir. Samningur Groinn og ríkisstjórnar Spánar hljóðar upp á 600 milljónir punda eða tæplega 105 milljarða íslenskra króna. Markmiðið er að allir bændur á Spáni muni vera með téðan hugbúnað árið 2023. Jota staðfesti einnig að Groinn sé við það að gera slíka samninga við önnur lönd á komandi misserum. View this post on Instagram A post shared by GROINN (@groinn.ia) Það var góðvinur Jota sem stofnaði fyrirtækið en sá hefur gríðarlega þekkingu á hug- og landbúnaði. Hann reyndi lengi vel að fá Jota til að fjármagna fyrirtæki sitt og þakkar Jota honum eflaust fyrir í dag.
Fótbolti Spánn Landbúnaður Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira