Missti áhugann á fótbolta og á nú fyrirtæki sem metið er á rúmlega hundrað milljarða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2024 08:01 Jota í leik með Aston Villa. Neville Williams/Getty Images José Ignacio Peleteiro Ramallo, betur þekktur sem Jota, er nafn sem ef til vill harðasta stuðningsfólk Aston Villa man eftir en þessi 32 ára Spánverji á í dag landbúnaðarfyrirtæki sem metið er á fleiri hundruð milljarða. Jota hóf ferilinn í heimalandinu en árið 2014 færði hann sig til Englands þegar hann gekk í raðir Brentford. Þaðan lá leiðin til Eibar á láni og svo Birmingham City, Aston Villa og aftur til Spánar árið 2020 þegar hann samdi við Alavés. Hann ákvað svo að leggja skóna á hilluna 2022 og hefur heldur betur fundið fjölina. Í viðtali við The Athletic segir Jota að ástríðan hafi ekki verið til staðar lengur og því hafi hann ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann missti áhugann að mörgu leyti hjá Aston Villa þegar hann átti erfitt uppdráttar og var meðal annars skallaður af Danny Drinkwater á æfingu. Hann sér þó ekki eftir neinu. In a remarkable career change, Jota has gone from being an Aston Villa reject to the cusp of becoming a billionaire.The Spaniard now runs a leading agricultural technology company with profit margins approaching £1bn.He talks to @J_Tanswell about his new venture — The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 20, 2024 „Ég var leikstjórnandi, spilaði í tíunni en þú sérð það ekki lengur. Juan Roman Riquelme myndi ekki byrja knattspyrnuleiki í dag því tölfræðin er öll byggð á mikið hversu þú hleypur frekar en hversu mikla tæknilega hæfileika þú hefur,“ sagði Jota við The Athletic. „Það er enginn í tíunni lengur. Nú spila allir þjálfarar eins og æfingar snúast um einstaklingshlaup.“ Það var því engin spurning í hans huga þegar kom að því að hætta. Það hjálpaði til að hann var með ákveðið verkefni í gangi. Hann er einn af máttarstólpum Groinn, fyrirtækis sem telur 80 manns. View this post on Instagram A post shared by GROINN (@groinn.ia) Um er að ræða fyrirtæki sem hannar hugbúnað sem getur aðstoðað bændur og fólk í landbúnaði. Fyrirtækið er í þann mund að hefja samstarf við ríkisstjórn Spánar og mun veita tæknilega aðstoð við landbúnað (e. digital agricultural aid). Á vef Athletic segir að um sé að ræða hugbúnað sem segir til hvenær og hvenær ekki skal vökva akrana, hvort það vanti næringu í jarðveginn til að uppskeran verði sem best sem og hvernig skal koma í veg fyrir elda. Um er að ræða brautryðjanda í faginu og talið að hugbúnaðurinn verði enn verðmætari þegar fram líða stundir. Samningur Groinn og ríkisstjórnar Spánar hljóðar upp á 600 milljónir punda eða tæplega 105 milljarða íslenskra króna. Markmiðið er að allir bændur á Spáni muni vera með téðan hugbúnað árið 2023. Jota staðfesti einnig að Groinn sé við það að gera slíka samninga við önnur lönd á komandi misserum. View this post on Instagram A post shared by GROINN (@groinn.ia) Það var góðvinur Jota sem stofnaði fyrirtækið en sá hefur gríðarlega þekkingu á hug- og landbúnaði. Hann reyndi lengi vel að fá Jota til að fjármagna fyrirtæki sitt og þakkar Jota honum eflaust fyrir í dag. Fótbolti Spánn Landbúnaður Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Jota hóf ferilinn í heimalandinu en árið 2014 færði hann sig til Englands þegar hann gekk í raðir Brentford. Þaðan lá leiðin til Eibar á láni og svo Birmingham City, Aston Villa og aftur til Spánar árið 2020 þegar hann samdi við Alavés. Hann ákvað svo að leggja skóna á hilluna 2022 og hefur heldur betur fundið fjölina. Í viðtali við The Athletic segir Jota að ástríðan hafi ekki verið til staðar lengur og því hafi hann ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann missti áhugann að mörgu leyti hjá Aston Villa þegar hann átti erfitt uppdráttar og var meðal annars skallaður af Danny Drinkwater á æfingu. Hann sér þó ekki eftir neinu. In a remarkable career change, Jota has gone from being an Aston Villa reject to the cusp of becoming a billionaire.The Spaniard now runs a leading agricultural technology company with profit margins approaching £1bn.He talks to @J_Tanswell about his new venture — The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 20, 2024 „Ég var leikstjórnandi, spilaði í tíunni en þú sérð það ekki lengur. Juan Roman Riquelme myndi ekki byrja knattspyrnuleiki í dag því tölfræðin er öll byggð á mikið hversu þú hleypur frekar en hversu mikla tæknilega hæfileika þú hefur,“ sagði Jota við The Athletic. „Það er enginn í tíunni lengur. Nú spila allir þjálfarar eins og æfingar snúast um einstaklingshlaup.“ Það var því engin spurning í hans huga þegar kom að því að hætta. Það hjálpaði til að hann var með ákveðið verkefni í gangi. Hann er einn af máttarstólpum Groinn, fyrirtækis sem telur 80 manns. View this post on Instagram A post shared by GROINN (@groinn.ia) Um er að ræða fyrirtæki sem hannar hugbúnað sem getur aðstoðað bændur og fólk í landbúnaði. Fyrirtækið er í þann mund að hefja samstarf við ríkisstjórn Spánar og mun veita tæknilega aðstoð við landbúnað (e. digital agricultural aid). Á vef Athletic segir að um sé að ræða hugbúnað sem segir til hvenær og hvenær ekki skal vökva akrana, hvort það vanti næringu í jarðveginn til að uppskeran verði sem best sem og hvernig skal koma í veg fyrir elda. Um er að ræða brautryðjanda í faginu og talið að hugbúnaðurinn verði enn verðmætari þegar fram líða stundir. Samningur Groinn og ríkisstjórnar Spánar hljóðar upp á 600 milljónir punda eða tæplega 105 milljarða íslenskra króna. Markmiðið er að allir bændur á Spáni muni vera með téðan hugbúnað árið 2023. Jota staðfesti einnig að Groinn sé við það að gera slíka samninga við önnur lönd á komandi misserum. View this post on Instagram A post shared by GROINN (@groinn.ia) Það var góðvinur Jota sem stofnaði fyrirtækið en sá hefur gríðarlega þekkingu á hug- og landbúnaði. Hann reyndi lengi vel að fá Jota til að fjármagna fyrirtæki sitt og þakkar Jota honum eflaust fyrir í dag.
Fótbolti Spánn Landbúnaður Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira