Þetta kemur fram í frétt mbl.is um málið.
Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, segir í viðtali við mbl að hún telji að allir þingmenn stjórnarandstöðunnar muni styðja við vantrauststillöguna sem er lögð fram vegna álits umboðsmanns Alþingis sem sagði Svandísi hafa brotið lög þegar hún stöðvaði hvalveiðar tímabundið síðasta sumar.
„Ég held að stjórnarandstaðan standi öll með okkur. Það mun enginn bakka upp eða verja þennan ráðherra vantrausti. Það verður mjög erfitt fyrir nokkurn þingmann að viðurkenna lögbrot, við erum einu sinni löggjafinn,“ sagði Inga í viðtali við mbl.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greindi frá því 9. janúar að Miðflokkurinn hygðist leggja fram vantrauststillögu þegar þing kæmi aftur saman.