Snorri: Sáum í fyrsta sinn hvað við stöndum fyrir Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson með bros á vör í viðtali á hóteli landsliðsins í Köln. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson man að sjálfsögðu vel eftir kraftaverkinu á HM 2007, í Þýskalandi, þegar Ísland vann risasigur gegn Frökkum, og vonast sjálfsagt eftir einhverju svipuðu þegar hann stýrir íslenska liðinu gegn Frökkum á EM í dag. „Já, já. Við erum að berjast fyrir einhverju sem er risastórt – að komast á Ólympíuleika. Það eitt og sér gerir leikina sem eftir eru risastóra fyrir okkur. Ég held að það verði ekkert erfitt fyrir menn að gíra sig upp í þetta. Auðvitað er erfitt að kyngja tapinu [gegn Þýskalandi] en mér fannst drengirnir sýna úr hverju þeir eru gerðir [í fyrradag],“ sagði Snorri á hóteli landsliðsins í gær. Leikurinn við Frakka, sem eru eina liðið með fullt hús stiga í milliriðli Íslands, hefst klukkan 14:30 að íslenskum tíma. „Það þarf ekkert að fara yfir Frakkana. Teldu bara upp gaurana sem eru í þessu liði og þá sérðu að þetta er heimsklassalið sem getur unnið mótið. Við þurfum að nálgast leikinn eins og gegn Þýskalandi. Halda áfram að bæta okkur og koma með þetta hjarta og þennan vilja. Sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Snorri. Klippa: Snorri brattur fyrir leik við ógnarsterka Frakka „Með frábært teymi í kringum mig“ Stórmót í handbolta er mikil törn, sérstaklega fyrir þjálfarann sem getur eflaust alltaf fundið ástæður til að undirbúa betur komandi leik, á kostnað svefntíma: „Mér hefur bara gengið þokkalega með það. Ég er með frábært teymi í kringum mig sem gerir alveg fáránlega mikið fyrir mann, og passar upp á mann. Ég hef alveg náð að hvílast. En ég er ekkert með þrettán tíma á bakinu, ég viðurkenni það alveg,“ sagði Snorri og tók undir að erfitt hefði verið að kyngja tapinu gegn Frökkum: „Það svíður inn að beini. Engin spurning. Þetta snýst um að vinna leiki og ná í stig, og við náðum því ekki í gær. Frammistaðan var góð. Menn lögðu líf og sál í leikinn, og það er ákveðinn útgangspunktur sem við verðum að hafa. Við sáum fyrst í gær, almennilega, hvað við stöndum fyrir. Auðvitað gerir það mann glaðan. En það breytir ekki staðreyndinni að það var innistæða fyrir meiru í þessum leik.“ Hvað svíður mest? „Það er auðveldast að benda á færanýtinguna og vítin. Þegar þú ert í eins jöfnum leik og hugsast getur, gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli, þá svíður það mikið.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01 Alfreð Gísla: Með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri. 19. janúar 2024 08:31 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Sjá meira
„Já, já. Við erum að berjast fyrir einhverju sem er risastórt – að komast á Ólympíuleika. Það eitt og sér gerir leikina sem eftir eru risastóra fyrir okkur. Ég held að það verði ekkert erfitt fyrir menn að gíra sig upp í þetta. Auðvitað er erfitt að kyngja tapinu [gegn Þýskalandi] en mér fannst drengirnir sýna úr hverju þeir eru gerðir [í fyrradag],“ sagði Snorri á hóteli landsliðsins í gær. Leikurinn við Frakka, sem eru eina liðið með fullt hús stiga í milliriðli Íslands, hefst klukkan 14:30 að íslenskum tíma. „Það þarf ekkert að fara yfir Frakkana. Teldu bara upp gaurana sem eru í þessu liði og þá sérðu að þetta er heimsklassalið sem getur unnið mótið. Við þurfum að nálgast leikinn eins og gegn Þýskalandi. Halda áfram að bæta okkur og koma með þetta hjarta og þennan vilja. Sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Snorri. Klippa: Snorri brattur fyrir leik við ógnarsterka Frakka „Með frábært teymi í kringum mig“ Stórmót í handbolta er mikil törn, sérstaklega fyrir þjálfarann sem getur eflaust alltaf fundið ástæður til að undirbúa betur komandi leik, á kostnað svefntíma: „Mér hefur bara gengið þokkalega með það. Ég er með frábært teymi í kringum mig sem gerir alveg fáránlega mikið fyrir mann, og passar upp á mann. Ég hef alveg náð að hvílast. En ég er ekkert með þrettán tíma á bakinu, ég viðurkenni það alveg,“ sagði Snorri og tók undir að erfitt hefði verið að kyngja tapinu gegn Frökkum: „Það svíður inn að beini. Engin spurning. Þetta snýst um að vinna leiki og ná í stig, og við náðum því ekki í gær. Frammistaðan var góð. Menn lögðu líf og sál í leikinn, og það er ákveðinn útgangspunktur sem við verðum að hafa. Við sáum fyrst í gær, almennilega, hvað við stöndum fyrir. Auðvitað gerir það mann glaðan. En það breytir ekki staðreyndinni að það var innistæða fyrir meiru í þessum leik.“ Hvað svíður mest? „Það er auðveldast að benda á færanýtinguna og vítin. Þegar þú ert í eins jöfnum leik og hugsast getur, gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli, þá svíður það mikið.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01 Alfreð Gísla: Með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri. 19. janúar 2024 08:31 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Sjá meira
Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35
Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01
Alfreð Gísla: Með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri. 19. janúar 2024 08:31
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn