LIVE fórnar ekki ávöxtun í sjóði sem starfar eftir heimsmarkmiðum SÞ
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LIVE) fjárfesti í fyrsta skipti í áhrifafjárfestingasjóði (e. impact fund) sem vinnur að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sérfræðingur hjá lífeyrissjóðnum segir að sjóðurinn starfi eftir sömu markmiðum um ávöxtun og hefðbundnir framtakssjóðir. Það sé því ekki verið að gera minni kröfu um ávöxtun heldur hafi verið um áhugavert tækifæri að ræða. Sjóðurinn horfi til þess að fjárfesta vaxtarfyrirtækjum í meira mæli en hefðbundnir framtakssjóðir.
Tengdar fréttir
Ari Helgason: Fjárfestingar vísisjóða í loftlagstækni farið hratt vaxandi
Fjárfestingar vísisjóða hafa aukist hvað mest á undanförnum tveimur til þremur árum á sviði loftlagstækni. Hluti af tækifærinu við að stofna vísisjóð í London sem einblínir á loftlagsmál er að evrópskum fyrirtækjum á þessum vettvangi vantar meira fé og stuðning til að vaxa. Það er mun meira fjármagn í Bandaríkjunum til að dreifa á þessu sviði, segir Ari Helgason, einn af stofnendum vísisjóðsins Transition.