Alfreð Gísla: Með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 08:31 Alfreð Gíslason stýrði í gær þýska landsliðinu í fyrsta sinn á móti því íslenska á stórmóti og fagnaði sigri. Vísir/Vilhelm Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri. Alfreð hrósaði íslenska liðinu fyrir frammistöðuna sem hann taldi vera þá langbestu hjá íslenska liðinu á Evrópumótinu til þessa. Alfreð sá líka í fyrsta sinn á leik liðsins að Snorri Steinn Guðjónsson væri búinn að ná því fram hjá liðinu hvernig handbolta hann vill að íslenska liðið spili. Fannst þetta frábær handboltaleikur „Það var mjög erfitt að bíða eftir því að leikurinn byrjaði og það var mjög skrýtið að fylgjast með báðum liðum. Mér fannst þetta frábær handboltaleikur. Varnarleikurinn og markvarslan hjá báðum liðum var frábær. Mér fannst Íslendingar líka vera að spila frábæran sóknarleik,“ sagði Alfreð Gíslason í samtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. „Þó að vörnin mín hafi verið mjög góð þá áttum við í miklum vandræðum með Aron (Pálmarsson) í byrjun og svo með Janus Daða (Smárason) í seinni hálfleik. Það gerðist alveg nákvæmlega það sem ég sagði mínu liði, að þeir gætu gleymt fyrstu leikjum Íslands því það væri allt annað íslenskt lið sem kæmi í þennan leik,“ sagði Alfreð. Ómar Ingi á vítalínunni gegn Wolff.Vísir/Vilhelm „Snorri rúllaði liðinu vel og þeir voru allir að spila mjög vel. Þetta var því frábær bolti sem íslensku strákarnir voru að spila líka. Björgvin (Páll Gústavsson) kemur inn og ver tvö víti sem hefði getað snúið leiknum ef Wolff hefði ekki varið tvö síðustu víti Íslands líka,“ sagði Alfreð. Langbesti leikur Íslands hingað til „Mér fannst íslenska liðið vera að spila sinn langbesta leik hingað til. Það var mjög erfitt að spila við þá núna og mér fannst þeir taktískt mjög vel innstilltir. Þeim tókst líka mjög vel að stoppa hraðaupphlaupin hjá okkur. Ég vissi að Snorri væri með augun á því og þeir gerðu það mjög vel,“ sagði Alfreð. „Þetta vannst eiginlega bara á smáatriðum en ég held að lokum höfum við átt skilið að vinna leikinn. Það kom mér ekkert á óvart að Íslandi skildi spila mjög vel. Við vorum að gera það líka og þá sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Alfreð. Klippa: Viðtal við Alfreð eftir leik Íslands og Þýskalands Eins og stuðningsmaður beggja liða „Ég hef þjálfað marga í íslenska liðinu og fylgst með mörgum. Ég hef tekið nokkra til Þýskalands. Þetta var svona annars vegar að vera mjög stoltur af því hvernig liðið er að spila og svo hvað það var erfitt að vera hinum megin á bekknum. Þetta var mjög skrýtin tilfinning. Ég var orðinn eins og stuðningsmaður beggja liða,“ sagði Alfreð léttur. „Það jákvæða sem ég sé út úr þessu fyrir Íslands hönd er að þetta var í fyrsta sinn sem línan hans Snorra var mjög greinileg. Hann rúllar liðinu og setur alla inn í þetta. Allir voru að spila vel og þeir voru að spila frábæran varnarleik. Betri en ég bjóst við því þeir voru mjög agressífir en klókir,“ sagði Alfreð. Snorri og Arnór Atlason aðstoðarþjálfari ræða málin.Vísir/Vilhelm „Við erum með ungt lið og við erum ekki með breiddina í sóknarleiknum eins og Ísland í útilínunni. Það er að koma og ég var eiginlega mjög stoltur af báðum liðum,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar klikkuðu á því að spila íslenska þjóðsönginn í fyrstu tilraun og það kom mjög flatt upp á marga í höllinni. Vissi ekki hvaða þjóðsöngur þetta var „Það er með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi að það kom rangur þjóðsöngur. Ég vissi ekki hvaða þjóðsöngur þetta væri því það vissi það eiginlega enginn. Ég söng með báðum þjóðsöngvunum. Það er alltaf mikill heiður að standa, horfa á fánann og syngja með,“ sagði Alfreð. Hvernig sér Alfreð framtíðina hjá íslenska liðinu? „Við megum ekki gleyma því að íslenska liðið er líka ungt. Liðið er með frábæra hornamenn sem eru reyndar búnir að brenna óvenju mikið af færum í þessu móti. Ísland er með frábæra útispilaralínu og það væru nokkrir sem væru í hópnum hjá mér sem eru ekki í hópnum hjá Íslandi. Þeir eru með það mikla breidd í sókninni,“ sagði Alfreð. Viktor Gísli hefur verið að gera mest fyrir liðið „Aron er eini virkilega eldri leikmaðurinn en hann á langt eftir. Það eru frábærir talentar þarna. Það sem hefur verið að gera mest fyrir íslenska liðið undanfarið er að Viktor Gísli (Hallgrímsson) er alltaf að spila betur og betur. Hann er að verða stöðugri í markinu og Bjöggi er mjög verðmætur sem varamarkvörður með alla sína reynslu,“ sagði Alfreð. „Línumennirnir eru líka að spila betur. Það var alltaf talið vera vandamál hjá Íslandi að markvarslan og línumennirnir væru áhyggjuefni ef við berum saman þetta lið við það þýska. Elliði er núna að spila frábærlega í Gummersbach og búinn að bæta sig svakalega síðustu ár. Hinir eru líka orðnir mjög góðir,“ sagði Alfreð. Ísland situr á botni milliriðilsins stigalaust. Liðið mætir Frakklandi á morgun klukkan 14:30 en Frakkar unnu dramatískan sigur á Króötum í gær og hafa fjögur stig á toppi riðilsins. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00 Gefur Snorra sem leitaði í grunninn feitan plús: „Gamla góða Ísland“ Ísland mátti þola tveggja marka tap, 26-24, gegn Þjóðverjum í fyrstu umferð milliriðla EM í handbolta í gærkvöldi. Léleg færanýting kom í bakið á Strákunum okkar sem sýndu þó miklar framfarir og íslensku geðveikina sem hafði vantað upp á fram að þessu. 19. janúar 2024 08:00 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Alfreð hrósaði íslenska liðinu fyrir frammistöðuna sem hann taldi vera þá langbestu hjá íslenska liðinu á Evrópumótinu til þessa. Alfreð sá líka í fyrsta sinn á leik liðsins að Snorri Steinn Guðjónsson væri búinn að ná því fram hjá liðinu hvernig handbolta hann vill að íslenska liðið spili. Fannst þetta frábær handboltaleikur „Það var mjög erfitt að bíða eftir því að leikurinn byrjaði og það var mjög skrýtið að fylgjast með báðum liðum. Mér fannst þetta frábær handboltaleikur. Varnarleikurinn og markvarslan hjá báðum liðum var frábær. Mér fannst Íslendingar líka vera að spila frábæran sóknarleik,“ sagði Alfreð Gíslason í samtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. „Þó að vörnin mín hafi verið mjög góð þá áttum við í miklum vandræðum með Aron (Pálmarsson) í byrjun og svo með Janus Daða (Smárason) í seinni hálfleik. Það gerðist alveg nákvæmlega það sem ég sagði mínu liði, að þeir gætu gleymt fyrstu leikjum Íslands því það væri allt annað íslenskt lið sem kæmi í þennan leik,“ sagði Alfreð. Ómar Ingi á vítalínunni gegn Wolff.Vísir/Vilhelm „Snorri rúllaði liðinu vel og þeir voru allir að spila mjög vel. Þetta var því frábær bolti sem íslensku strákarnir voru að spila líka. Björgvin (Páll Gústavsson) kemur inn og ver tvö víti sem hefði getað snúið leiknum ef Wolff hefði ekki varið tvö síðustu víti Íslands líka,“ sagði Alfreð. Langbesti leikur Íslands hingað til „Mér fannst íslenska liðið vera að spila sinn langbesta leik hingað til. Það var mjög erfitt að spila við þá núna og mér fannst þeir taktískt mjög vel innstilltir. Þeim tókst líka mjög vel að stoppa hraðaupphlaupin hjá okkur. Ég vissi að Snorri væri með augun á því og þeir gerðu það mjög vel,“ sagði Alfreð. „Þetta vannst eiginlega bara á smáatriðum en ég held að lokum höfum við átt skilið að vinna leikinn. Það kom mér ekkert á óvart að Íslandi skildi spila mjög vel. Við vorum að gera það líka og þá sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Alfreð. Klippa: Viðtal við Alfreð eftir leik Íslands og Þýskalands Eins og stuðningsmaður beggja liða „Ég hef þjálfað marga í íslenska liðinu og fylgst með mörgum. Ég hef tekið nokkra til Þýskalands. Þetta var svona annars vegar að vera mjög stoltur af því hvernig liðið er að spila og svo hvað það var erfitt að vera hinum megin á bekknum. Þetta var mjög skrýtin tilfinning. Ég var orðinn eins og stuðningsmaður beggja liða,“ sagði Alfreð léttur. „Það jákvæða sem ég sé út úr þessu fyrir Íslands hönd er að þetta var í fyrsta sinn sem línan hans Snorra var mjög greinileg. Hann rúllar liðinu og setur alla inn í þetta. Allir voru að spila vel og þeir voru að spila frábæran varnarleik. Betri en ég bjóst við því þeir voru mjög agressífir en klókir,“ sagði Alfreð. Snorri og Arnór Atlason aðstoðarþjálfari ræða málin.Vísir/Vilhelm „Við erum með ungt lið og við erum ekki með breiddina í sóknarleiknum eins og Ísland í útilínunni. Það er að koma og ég var eiginlega mjög stoltur af báðum liðum,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar klikkuðu á því að spila íslenska þjóðsönginn í fyrstu tilraun og það kom mjög flatt upp á marga í höllinni. Vissi ekki hvaða þjóðsöngur þetta var „Það er með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi að það kom rangur þjóðsöngur. Ég vissi ekki hvaða þjóðsöngur þetta væri því það vissi það eiginlega enginn. Ég söng með báðum þjóðsöngvunum. Það er alltaf mikill heiður að standa, horfa á fánann og syngja með,“ sagði Alfreð. Hvernig sér Alfreð framtíðina hjá íslenska liðinu? „Við megum ekki gleyma því að íslenska liðið er líka ungt. Liðið er með frábæra hornamenn sem eru reyndar búnir að brenna óvenju mikið af færum í þessu móti. Ísland er með frábæra útispilaralínu og það væru nokkrir sem væru í hópnum hjá mér sem eru ekki í hópnum hjá Íslandi. Þeir eru með það mikla breidd í sókninni,“ sagði Alfreð. Viktor Gísli hefur verið að gera mest fyrir liðið „Aron er eini virkilega eldri leikmaðurinn en hann á langt eftir. Það eru frábærir talentar þarna. Það sem hefur verið að gera mest fyrir íslenska liðið undanfarið er að Viktor Gísli (Hallgrímsson) er alltaf að spila betur og betur. Hann er að verða stöðugri í markinu og Bjöggi er mjög verðmætur sem varamarkvörður með alla sína reynslu,“ sagði Alfreð. „Línumennirnir eru líka að spila betur. Það var alltaf talið vera vandamál hjá Íslandi að markvarslan og línumennirnir væru áhyggjuefni ef við berum saman þetta lið við það þýska. Elliði er núna að spila frábærlega í Gummersbach og búinn að bæta sig svakalega síðustu ár. Hinir eru líka orðnir mjög góðir,“ sagði Alfreð. Ísland situr á botni milliriðilsins stigalaust. Liðið mætir Frakklandi á morgun klukkan 14:30 en Frakkar unnu dramatískan sigur á Króötum í gær og hafa fjögur stig á toppi riðilsins.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00 Gefur Snorra sem leitaði í grunninn feitan plús: „Gamla góða Ísland“ Ísland mátti þola tveggja marka tap, 26-24, gegn Þjóðverjum í fyrstu umferð milliriðla EM í handbolta í gærkvöldi. Léleg færanýting kom í bakið á Strákunum okkar sem sýndu þó miklar framfarir og íslensku geðveikina sem hafði vantað upp á fram að þessu. 19. janúar 2024 08:00 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
„Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00
Gefur Snorra sem leitaði í grunninn feitan plús: „Gamla góða Ísland“ Ísland mátti þola tveggja marka tap, 26-24, gegn Þjóðverjum í fyrstu umferð milliriðla EM í handbolta í gærkvöldi. Léleg færanýting kom í bakið á Strákunum okkar sem sýndu þó miklar framfarir og íslensku geðveikina sem hafði vantað upp á fram að þessu. 19. janúar 2024 08:00