Joshua Jefferson: „Við erum með fullt af gaukum hérna sem vilja vinna“ Árni Jóhannsson skrifar 18. janúar 2024 21:30 Joshua Jefferson var frábær á löngum köflum í kvöld Vísir / Hulda Margrét Valsmenn áttu mjög góðan dag gegn lánlausum Keflvíkingum í kvöld þegar liðin mættust í 14. umferð Subway deildar karla í körfubolta að Hlíðarenda. Leikar enduðu 105-82 og stóran þátt í því hve vel gekk hjá Val átti Joshua Jefferson. Kappinn skoraði 31 stig og setti upp sýningu í þriðja leikhluta. „Við framkvæmdum áætlunina sem þjálfararnir okkar lögðu mikla vinnu í fyrir leikinn“, sagði Joshua þegar hann var spurður ða því hvað hafi gengið vel hjá Valsm0nnum í kvöld. „Við stoppuðum það sem þeir eru góðir í þannig að ég verð að hrósa þjálfurunum og svo verð ég að hrósa liðsfélögunum líka fyrir framkvæmdina á leikskipulaginu.“ Joshua skoraði 31 stig í kvöld en þar af komu 17 stig í þriðja leikhluta og 13 síðustu stig Valsmanna í leikhlutanum komu frá honum. Kappinn hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum og áttu Keflvíkingar engin svör við því sem Joshua spurði þá. Gestirnir náðu að mynda glóð nokkrum sinnum í leikhlutanum en Joshua slökkti hann alltaf um leið. Hvað var Joshua Jefferson með í huga þegar á öllu þessu gekk í þriðja leikhluta. „Ég var bara að reyna að vera árásargjarn. Ég var að lesa leikinn, velja mín móment og ekki vera eigingjarn. Ég átti samt ekki að vera hræddur við að taka opnu skotin. Ég varð að taka þau.“ Valur er ansi líklegt til afreka þennan veturinn og var Joshua spurður út í hvernig honum litist á blikuna eftir svona sigur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu liði. Við erum með fullt af gaukum hérna sem vilja vinna og það er öllum sama hver skín á hverri stundu. Við viljum bara vinna. Það hefur verið hugarfarið hérna síðan ég kom. Meistaratitlar og að vinna leiki og við erum með þannig hóp hérna.“ Að lokum var Joshua spurður að því hvað Finnur Freyr væri að segja honum og hvað væri hlutverk hans í þessu liði. „Ég á bara að vera duglegur, vera leiðtogi og ekki vera hræddur. Þjálfarinn vill vinna líka eins og allir. Við þrýstum á hvern annan að vera bestir og það er það eina sem skiptir máli.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 105-82 | Valur vann toppslaginn Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga þannig að leikurinn sem átti að vera stórleikur umferðarinnar varð hvorki fugl né fiskur. Lokatölur 105-82 á Hlíðarenda en umfjöllun og viðtöl koma innan skamms. 18. janúar 2024 18:30 Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
„Við framkvæmdum áætlunina sem þjálfararnir okkar lögðu mikla vinnu í fyrir leikinn“, sagði Joshua þegar hann var spurður ða því hvað hafi gengið vel hjá Valsm0nnum í kvöld. „Við stoppuðum það sem þeir eru góðir í þannig að ég verð að hrósa þjálfurunum og svo verð ég að hrósa liðsfélögunum líka fyrir framkvæmdina á leikskipulaginu.“ Joshua skoraði 31 stig í kvöld en þar af komu 17 stig í þriðja leikhluta og 13 síðustu stig Valsmanna í leikhlutanum komu frá honum. Kappinn hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum og áttu Keflvíkingar engin svör við því sem Joshua spurði þá. Gestirnir náðu að mynda glóð nokkrum sinnum í leikhlutanum en Joshua slökkti hann alltaf um leið. Hvað var Joshua Jefferson með í huga þegar á öllu þessu gekk í þriðja leikhluta. „Ég var bara að reyna að vera árásargjarn. Ég var að lesa leikinn, velja mín móment og ekki vera eigingjarn. Ég átti samt ekki að vera hræddur við að taka opnu skotin. Ég varð að taka þau.“ Valur er ansi líklegt til afreka þennan veturinn og var Joshua spurður út í hvernig honum litist á blikuna eftir svona sigur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu liði. Við erum með fullt af gaukum hérna sem vilja vinna og það er öllum sama hver skín á hverri stundu. Við viljum bara vinna. Það hefur verið hugarfarið hérna síðan ég kom. Meistaratitlar og að vinna leiki og við erum með þannig hóp hérna.“ Að lokum var Joshua spurður að því hvað Finnur Freyr væri að segja honum og hvað væri hlutverk hans í þessu liði. „Ég á bara að vera duglegur, vera leiðtogi og ekki vera hræddur. Þjálfarinn vill vinna líka eins og allir. Við þrýstum á hvern annan að vera bestir og það er það eina sem skiptir máli.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 105-82 | Valur vann toppslaginn Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga þannig að leikurinn sem átti að vera stórleikur umferðarinnar varð hvorki fugl né fiskur. Lokatölur 105-82 á Hlíðarenda en umfjöllun og viðtöl koma innan skamms. 18. janúar 2024 18:30 Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Keflavík 105-82 | Valur vann toppslaginn Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga þannig að leikurinn sem átti að vera stórleikur umferðarinnar varð hvorki fugl né fiskur. Lokatölur 105-82 á Hlíðarenda en umfjöllun og viðtöl koma innan skamms. 18. janúar 2024 18:30
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum