Innlent

Hnúfu­bakur í Hafnarfjarðarhöfn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hnúfubakurinn hefur vakið töluverða athygli.
Hnúfubakurinn hefur vakið töluverða athygli.

Hnúfubakur hefur spókað sig um í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Hvalurinn hefur vakið mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem slíkur sést í höfninni.

Hafrannsóknarstofnun, sem hefur skrifstofur við höfnina, lætur þess getið í tilkynningu að líklega hafi smásíld gengið í höfnina og hnúfubakurinn gætt sér á honum.

Hnúfubakur sé sú hvaltegund sem jafnan veki mesta athygli meðal almennings, einkum sökum atferli síns. Þrátt fyrir það er ekki margt vitað um þá, að því er segir á vef stofnunarinnar.

Þeir ferðast langar vegalengdir ár hvert, frá heitum sjó í Karabíska hafinu eða vesturströnd Afríku þar sem kálfar þeirra fæðast, norður á fæðuslóðir til dæmis við Ísland, Grænland, Noreg, og Kanada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×