Kona sem var dæmd fyrir þungunarrof laus úr fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 07:04 Kvenréttindahópar í El-Salvador hafa löngum barist fyrir réttinum til þugnunarrofs. Getty/Roque Alvarenga Ungri konu frá El-Salvador hefur verið sleppt úr fangelsi eftir sjö ára vist en hún var sakfelld fyrir að hafa rofið þungun. Konan var dæmd í þrjátíu ára fangelsi árið 2015. Mál Lilian vakti mikla athygli á sínum tíma en árið 2015, þegar hún var tvítug, fæddi hún stúlkubarn á sjúkrahúsi. Stúlkan dó þremur dögum síðar eftir stutta en erfiða glímu við ýmsa heilsufarskvilla. Þungunarrof í El Salvador er bannað með öllu og er ríkið þekkt fyrir eina ströngustu þungunarrofslöggjöf heims. Saksóknarar sökuðu Lilian um að hafa ekki gætt að heilbrigði fóstursins á meðan hún gekk með barnið og var hún ákærð fyrir vanrækslu og morð af ásettu ráði. Lilian, sem á tíu ára gamla dóttur, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og segist aldrei hafa ætlað að rjúfa þungunina. „Fyrir hönd allra kvenna biðla ég til ykkar að hætta að ásaka og dæma saklausar konur eins og mig,“ sagði Lilian á blaðamannafundi í gær. „Þetta var mjög erfið lífsreynsla sem ég vona að enginn annar þurfa að ganga í gegnum.“ Samkvæmt baráttuhópum kvenna í El-Salvador var Lilian sleppt úr fangelsi í desember en aðeins mátti greina frá frelsuninni nú. Að sögn hópanna var ákvörðun dómara um að frelsa Lilian byggð á því að hún hafi verið í viðkvæmri stöðu á sjúkrahúsinu þegar barn hennar dó. Í El-Salvador er bannað með ölu að rjúfa þungun, eins og áður segir. Það á við jafnvel í tilfellum nauðgunar eða þegar þungun leggur líf móðurinnar í hættu. Lögin voru sett árið 1998 og kveða á um það að þeir sem gerist sekir um þugnunarrof eigi yfir höfði sér tveggja til átta ára fangelsisvist. Í mörgum málum eru konur hins vegar ákærðar fyrir morð af ásettu ráði, þar sem lægsta mögulega refsing eru þrjátíu ár í fangelsi. El Salvador Þungunarrof Tengdar fréttir Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunarrof Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum. 8. júní 2021 14:43 Dómi yfir konu sem sökuð var um að hafa myrt andvana fætt barn sitt snúið við Dómi yfir hinni 21 árs gömlu Evelyn Hernandez frá El Salvador hefur verið snúið við eftir að mál hennar var tekið upp aftur fyrir dómstólum. Hernandez hefur dvalið í 33 mánuði á bak við lás og slá eftir að hafa verið sakfelld fyrir morð en Hernandez fæddi andvana barn í apríl 2016. 20. ágúst 2019 08:14 Réttað aftur yfir konu sem var dæmd fyrir að eignast andvana barn Þungunarrofslög í El Salvador er ein þau ströngustu í heimi. Konur sem missa fóstur eða fæða andvana börn eru stundum sakaðar um að hafa drepið fóstrið. 16. júlí 2019 10:01 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Mál Lilian vakti mikla athygli á sínum tíma en árið 2015, þegar hún var tvítug, fæddi hún stúlkubarn á sjúkrahúsi. Stúlkan dó þremur dögum síðar eftir stutta en erfiða glímu við ýmsa heilsufarskvilla. Þungunarrof í El Salvador er bannað með öllu og er ríkið þekkt fyrir eina ströngustu þungunarrofslöggjöf heims. Saksóknarar sökuðu Lilian um að hafa ekki gætt að heilbrigði fóstursins á meðan hún gekk með barnið og var hún ákærð fyrir vanrækslu og morð af ásettu ráði. Lilian, sem á tíu ára gamla dóttur, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og segist aldrei hafa ætlað að rjúfa þungunina. „Fyrir hönd allra kvenna biðla ég til ykkar að hætta að ásaka og dæma saklausar konur eins og mig,“ sagði Lilian á blaðamannafundi í gær. „Þetta var mjög erfið lífsreynsla sem ég vona að enginn annar þurfa að ganga í gegnum.“ Samkvæmt baráttuhópum kvenna í El-Salvador var Lilian sleppt úr fangelsi í desember en aðeins mátti greina frá frelsuninni nú. Að sögn hópanna var ákvörðun dómara um að frelsa Lilian byggð á því að hún hafi verið í viðkvæmri stöðu á sjúkrahúsinu þegar barn hennar dó. Í El-Salvador er bannað með ölu að rjúfa þungun, eins og áður segir. Það á við jafnvel í tilfellum nauðgunar eða þegar þungun leggur líf móðurinnar í hættu. Lögin voru sett árið 1998 og kveða á um það að þeir sem gerist sekir um þugnunarrof eigi yfir höfði sér tveggja til átta ára fangelsisvist. Í mörgum málum eru konur hins vegar ákærðar fyrir morð af ásettu ráði, þar sem lægsta mögulega refsing eru þrjátíu ár í fangelsi.
El Salvador Þungunarrof Tengdar fréttir Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunarrof Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum. 8. júní 2021 14:43 Dómi yfir konu sem sökuð var um að hafa myrt andvana fætt barn sitt snúið við Dómi yfir hinni 21 árs gömlu Evelyn Hernandez frá El Salvador hefur verið snúið við eftir að mál hennar var tekið upp aftur fyrir dómstólum. Hernandez hefur dvalið í 33 mánuði á bak við lás og slá eftir að hafa verið sakfelld fyrir morð en Hernandez fæddi andvana barn í apríl 2016. 20. ágúst 2019 08:14 Réttað aftur yfir konu sem var dæmd fyrir að eignast andvana barn Þungunarrofslög í El Salvador er ein þau ströngustu í heimi. Konur sem missa fóstur eða fæða andvana börn eru stundum sakaðar um að hafa drepið fóstrið. 16. júlí 2019 10:01 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunarrof Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum. 8. júní 2021 14:43
Dómi yfir konu sem sökuð var um að hafa myrt andvana fætt barn sitt snúið við Dómi yfir hinni 21 árs gömlu Evelyn Hernandez frá El Salvador hefur verið snúið við eftir að mál hennar var tekið upp aftur fyrir dómstólum. Hernandez hefur dvalið í 33 mánuði á bak við lás og slá eftir að hafa verið sakfelld fyrir morð en Hernandez fæddi andvana barn í apríl 2016. 20. ágúst 2019 08:14
Réttað aftur yfir konu sem var dæmd fyrir að eignast andvana barn Þungunarrofslög í El Salvador er ein þau ströngustu í heimi. Konur sem missa fóstur eða fæða andvana börn eru stundum sakaðar um að hafa drepið fóstrið. 16. júlí 2019 10:01