Kynnti nýja stefnu fyrir síðustu þrjú ár sín í embætti Lovísa Arnardóttir skrifar 17. janúar 2024 15:02 Forseti Frakklands ætlar að tækla lækkandi fæðingartíðni landsins með auknu fæðingarorlofi og auknu aðgengi að frjósemismeðferðum. Vísir/EPA Forseti Frakklands kynnti í gær ýmsar nýjar hugmyndir sem hann vill innleiða síðustu þrjú ár sín í embætti. Á tæplega þriggja tíma blaðamannafundi sagðist hann hlynntur skólabúningum, að hann vildi gera meira til að stöðva eiturlyfjaglæpagengi og að hann vildi koma í veg fyrir lækkandi fæðingartíðni. Blaðamannafundurinn var haldinn í Elysée höllinni í París en þar ræddi hann við meira en hundrað blaðamenn. Hann hélt fyrst 30 mínútna ræðu og svaraði svo spurningum í tvo klukkutíma. Tilgangur fundarins var að „hitta þjóðina“ og að ákveða þemu fyrir síðustu þrjú ár hans í embætti. Á vef BBC segir að hann hafi verið sakaður um að missa tengingu við kjósendur sína eftir að hann var endurkjörinn árið 2022. Þá er einnig aðeins vika síðan hann skipaði Gabriel Attal sem forsætisráðherra landsins. Ríkisstjórnin sem hann leiðir er talinn meira hægrisinnuð en sú sem áður var. Ekki færri fæðst síðan í seinni heimsstyrjöld Í fyrra fæddust færri fyrsta sinn frá seinni heimsstyrjöldinni færri en 700 þúsund börn í Frakklandi. Til að bregðast við þessu lofaði Macron að auka aðgengi að frjósemismeðferðum og breyta fæðingarorlofinu og bæta við það. Hann talaði einnig töluvert um frönsk gildi og franska lýðveldið. Hann sagði frönsk börn yrðu að læra það í skóla hvað franska lýðveldið stendur fyrir. Sögu þess, skyldur borgaranna og tungumálið. Hann sagði notkun skólabúninga verða almenna ef að tilraun í 100 skólum, sem nú er að hefjast, myndi ganga vel. Á vef BBC segir að hingað til hafi hægrisinnaðir stjórnmálamenn aðeins talað fyrir almennri notkun slíkra búninga. Þá sagði hann mikilvægt að börn lærðu þjóðsönginn, að hann myndi styðja athafnir við skólalok og að öll 16 ára ungmenni væru skylduð til borgaralegrar þjónustu. Þá lofaði hann því einnig að vinna að því að minnka skjátíma barna en fór ekki nánar út í það. Spurningar blaðamanna og svör forsetans tóku um tvo klukkutíma á fundinum. Vísir/EPA Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins en þar segir að vinstrisinnuðum fréttaskýrendum hafi þótt mjög leitt að sjá Macron færa sig þannig á hægri væng stjórnmála. Hægrisinnaðir fréttaskýrendur sögðust taka þessu fagnandi en töldu þetta líklega einhver látalæti. Stórir fjölmiðlar í Frakklandi fjölluðu einnig um fundinn. Stærsti miðill vinstrisinnaðra, Libération, sagði hugmyndir Macron úreltar og íhaldssamar á meðan Le Monde sagði Macron daðra við fortíðarþrá. Le Figaro, sem er íhaldssamara blað, sagði að hann hefði aldrei áður verið nær væntingum almennings og að þau væru ánægð með það. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. 8. janúar 2024 19:14 Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. 26. desember 2023 20:23 Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. 21. desember 2023 10:38 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Blaðamannafundurinn var haldinn í Elysée höllinni í París en þar ræddi hann við meira en hundrað blaðamenn. Hann hélt fyrst 30 mínútna ræðu og svaraði svo spurningum í tvo klukkutíma. Tilgangur fundarins var að „hitta þjóðina“ og að ákveða þemu fyrir síðustu þrjú ár hans í embætti. Á vef BBC segir að hann hafi verið sakaður um að missa tengingu við kjósendur sína eftir að hann var endurkjörinn árið 2022. Þá er einnig aðeins vika síðan hann skipaði Gabriel Attal sem forsætisráðherra landsins. Ríkisstjórnin sem hann leiðir er talinn meira hægrisinnuð en sú sem áður var. Ekki færri fæðst síðan í seinni heimsstyrjöld Í fyrra fæddust færri fyrsta sinn frá seinni heimsstyrjöldinni færri en 700 þúsund börn í Frakklandi. Til að bregðast við þessu lofaði Macron að auka aðgengi að frjósemismeðferðum og breyta fæðingarorlofinu og bæta við það. Hann talaði einnig töluvert um frönsk gildi og franska lýðveldið. Hann sagði frönsk börn yrðu að læra það í skóla hvað franska lýðveldið stendur fyrir. Sögu þess, skyldur borgaranna og tungumálið. Hann sagði notkun skólabúninga verða almenna ef að tilraun í 100 skólum, sem nú er að hefjast, myndi ganga vel. Á vef BBC segir að hingað til hafi hægrisinnaðir stjórnmálamenn aðeins talað fyrir almennri notkun slíkra búninga. Þá sagði hann mikilvægt að börn lærðu þjóðsönginn, að hann myndi styðja athafnir við skólalok og að öll 16 ára ungmenni væru skylduð til borgaralegrar þjónustu. Þá lofaði hann því einnig að vinna að því að minnka skjátíma barna en fór ekki nánar út í það. Spurningar blaðamanna og svör forsetans tóku um tvo klukkutíma á fundinum. Vísir/EPA Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins en þar segir að vinstrisinnuðum fréttaskýrendum hafi þótt mjög leitt að sjá Macron færa sig þannig á hægri væng stjórnmála. Hægrisinnaðir fréttaskýrendur sögðust taka þessu fagnandi en töldu þetta líklega einhver látalæti. Stórir fjölmiðlar í Frakklandi fjölluðu einnig um fundinn. Stærsti miðill vinstrisinnaðra, Libération, sagði hugmyndir Macron úreltar og íhaldssamar á meðan Le Monde sagði Macron daðra við fortíðarþrá. Le Figaro, sem er íhaldssamara blað, sagði að hann hefði aldrei áður verið nær væntingum almennings og að þau væru ánægð með það.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. 8. janúar 2024 19:14 Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. 26. desember 2023 20:23 Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. 21. desember 2023 10:38 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. 8. janúar 2024 19:14
Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. 26. desember 2023 20:23
Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. 21. desember 2023 10:38