Handbolti

„Logi vissi ekki hvað sneri upp né niður á handboltavelli“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Logi Geirsson var í stóru hlutverki í íslenska liðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008.
Logi Geirsson var í stóru hlutverki í íslenska liðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008. getty/Vladimir Rys

Íslenska landsliðið vantar leikmann eins og Loga Geirsson, sem lætur vaða á markið utan af velli. Þetta er mat álitsgjafa Besta sætisins, hlaðvarps íþróttadeildar Sýnar.

Stefán Árni Pálsson fór yfir leik Íslands og Ungverjalands með Frömmurunum Einari Jónssyni og Rúnari Kárasyni í Besta sætinu. Íslendingar náðu sér ekki á strik í leiknum í gær og töpuðu honum með átta marka mun, 25-33.

Einari finnst leikmennirnir í útilínu íslenska liðsins of líkir og blandan þar þurfi að vera betri.

„Eitt besta sóknarlið sem við höfum átt, eða það var allavega gaman að horfa á það, þar var Snorri [Steinn Guðjónsson] á miðjunni, ógeðslega klókur, Óli Stef hægra megin, kannski besti handboltamaður í heimi, og svo Logi vinstra megin,“ sagði Einar.

„Logi vissi ekki hvað sneri upp né niður á handboltavelli. En við komum í þær stöður sem honum leið vel í. Eða ég veit ekki hvort honum leið vel, hann tók það bara.“

Rúnar vill sjá Aron Pálmarsson vera duglegri að negla utan af velli, eins og Logi gerði á sínum tíma.

„Ég vil sjá Aron miklu meira kjarna sinn innri Loga,“ sagði Rúnar og Einar tók undir með honum.

„Ég er fullkomlega sammála. Mér finnst að Aron eigi að vera í þessu hlutverki, þessu bombuhlutverki.“

Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.


Tengdar fréttir

„Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×