„Held að fólki á Íslandi líki ekkert voðalega vel við okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2024 07:30 Máté Lékai í hrömmum Elliða Snæs Viðarssonar í leiknum í gærkvöld. EPA-EFE/Anna Szilagyi Reynsluboltinn Máté Lékai var að vonum glaður eftir að Ungverjar fóru illa með Íslendinga á EM í handbolta í München í gærkvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lékai fagnar sigri gegn Íslandi en í þetta sinn var munurinn afar mikill. Ungverjar fögnuðu að lokum 33-25 sigri eftir að hafa haft algjöra yfirburði í seinni hálfleiknum. „Auðvitað kom þessi munur á óvart. Ísland er með frábært lið og við eigum langa sögu af leikjum við Íslendinga. Ég held að ég hafi spilað við Ísland svona sjö sinnum á stórmóti á mínum ferli. Við bjuggumst auðvitað ekki við þessum rosalega mun en vörnin okkar og markvörður stöðvaði allt í seinni hálfleik. Þeir misstu boltann, klúðruðu skotum, og á meðan vorum við einbeittir og gerðum fá mistök í sókninni. Spiluðum langar sóknir og fundum leiðir til að skora. Seinni hálfleikurinn var mjög, mjög góður,“ sagði Lékai. Þessi afar snjalli leikstjórnandi er vel meðvitaður um hve erfiðir Ungverjar hafa oft reynst Íslendingum: „Ég veit ekki hvernig þetta gerist en við erum alltaf að mæta Íslandi. Ég held að fólki á Íslandi líki ekkert voðalega vel við okkur,“ sagði Lékai léttur í bragði. Segir Ísland geta unnið öll lið í milliriðlinum „En íslenska liðið er virkilega gott lið sem getur unnið hvaða lið sem er í milliriðlinum. Þetta er mjög gott lið, góðir leikmenn, en að þessu sinni vorum við betri,“ bætti hann við eins og sannur herramaður. Mikið var rætt um mikilvægi línumannsins Bence Bánhidi í aðdraganda leiksins en hann fékk rautt spjald eftir korters leik. Það virtist síður en svo draga úr styrk Ungverja: „Við erum lið. Þó að einn leikmaður detti út, jafnvel einn sá mikilvægasti eins og Bánhidi, þá berjumst við saman allt til enda. Við erum kannski ekki í heimsklassa, hver og einn fyrir sig, en sameinaðir erum við í heimsklassa sem lið,“ sagði Lékai. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Milliriðill Íslands er klár: Hefjum leik gegn Þjóðverjum Þrátt fyrir afhroð gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld er Ísland komið í milliriðil. Sem stendur er Ísland neðsta lið riðilsins og svo sannarlega með bakið upp við vegg. Fyrsta verkefnið er Þýskaland á fimmtudagskvöld. 16. janúar 2024 22:46 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Ungverjar fögnuðu að lokum 33-25 sigri eftir að hafa haft algjöra yfirburði í seinni hálfleiknum. „Auðvitað kom þessi munur á óvart. Ísland er með frábært lið og við eigum langa sögu af leikjum við Íslendinga. Ég held að ég hafi spilað við Ísland svona sjö sinnum á stórmóti á mínum ferli. Við bjuggumst auðvitað ekki við þessum rosalega mun en vörnin okkar og markvörður stöðvaði allt í seinni hálfleik. Þeir misstu boltann, klúðruðu skotum, og á meðan vorum við einbeittir og gerðum fá mistök í sókninni. Spiluðum langar sóknir og fundum leiðir til að skora. Seinni hálfleikurinn var mjög, mjög góður,“ sagði Lékai. Þessi afar snjalli leikstjórnandi er vel meðvitaður um hve erfiðir Ungverjar hafa oft reynst Íslendingum: „Ég veit ekki hvernig þetta gerist en við erum alltaf að mæta Íslandi. Ég held að fólki á Íslandi líki ekkert voðalega vel við okkur,“ sagði Lékai léttur í bragði. Segir Ísland geta unnið öll lið í milliriðlinum „En íslenska liðið er virkilega gott lið sem getur unnið hvaða lið sem er í milliriðlinum. Þetta er mjög gott lið, góðir leikmenn, en að þessu sinni vorum við betri,“ bætti hann við eins og sannur herramaður. Mikið var rætt um mikilvægi línumannsins Bence Bánhidi í aðdraganda leiksins en hann fékk rautt spjald eftir korters leik. Það virtist síður en svo draga úr styrk Ungverja: „Við erum lið. Þó að einn leikmaður detti út, jafnvel einn sá mikilvægasti eins og Bánhidi, þá berjumst við saman allt til enda. Við erum kannski ekki í heimsklassa, hver og einn fyrir sig, en sameinaðir erum við í heimsklassa sem lið,“ sagði Lékai. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Milliriðill Íslands er klár: Hefjum leik gegn Þjóðverjum Þrátt fyrir afhroð gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld er Ísland komið í milliriðil. Sem stendur er Ísland neðsta lið riðilsins og svo sannarlega með bakið upp við vegg. Fyrsta verkefnið er Þýskaland á fimmtudagskvöld. 16. janúar 2024 22:46 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Milliriðill Íslands er klár: Hefjum leik gegn Þjóðverjum Þrátt fyrir afhroð gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld er Ísland komið í milliriðil. Sem stendur er Ísland neðsta lið riðilsins og svo sannarlega með bakið upp við vegg. Fyrsta verkefnið er Þýskaland á fimmtudagskvöld. 16. janúar 2024 22:46
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn