Húsið var rýmt í einum grænum og var sérstaklega tekið fram að ekki væri um æfingu að ræða. Ekki var búið að opna höllina fyrir áhorfendum er atvikið átti sér stað og því aðeins starfsmenn hallarinnar og fjölmiðlafólk á svæðinu.
Nokkrum mínútum síðan var slökkviliðið mætt á vettvang. Á svipuðum tíma kom í ljós að ekki var um neyðartilfelli að ræða.
Einhver hafði gleymt mat á pönnu. Reykurinn hefði síðan sett brunavarnarbjöllur í gang og pannan komin í vaskinn. Brennt Bratwürst á pönnunni sem líklega endaði í ruslinu.