Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 12:02 Snorri Steinn Guðjónsson nýtir stundum tímann í nokkur körfuboltaskot með handboltanum á meðan lærisveinar hans liðka sig til í upphafi æfingar. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. „Nei, alls ekki. Þetta er bara leikur sem ég vil vinna. Þegar ég vinn þennan leik þá bætir það ekkert upp fyrir það sem gerðist fyrir einhverjum árum síðan,“ sagði Snorri Steinn við Henry Birgi Gunnarsson á æfingu í München í gær. Ísland tapaði gegn Ungverjum með sárum hætti á HM fyrir ári síðan en ætla má að Snorri vísi í enn sárara tap, í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London 2012, þar sem Snorri tók örlagaríkt vítakast í lok leiks. Ísland vann reyndar Ungverja á þeirra heimavelli á EM fyrir tveimur árum, en aðspurður hvort einhvers konar Ungverjagrýla væri orðin til svaraði Snorri hlæjandi: „Þú bjóst hana til,“ og bætti svo við: „Ég er ekki að hugsa um þetta sem einhverja Grýlu. Bara sem úrslitaleik. Það er á margan hátt forréttindastaða að vera í, að geta spilað hreinan úrslitaleik um að vinna riðilinn. Ef það gerist þá erum við komnir með tvö stig með okkur í milliriðil. Við þurfum frekar að horfa á þetta þannig en sem eitthvað vesen.“ Klippa: Snorri búinn undir úrslitaleik við Ungverja Ísland hefur spilað tvo æsispennandi leiki til þessa og gert jafntefli við Serbíu en unnið Svartfjallaland með einu marki. Meira þarf til gegn Ungverjum að mati Snorra: Þyngi ekki gaurana mína eða stækka þá „Við þurfum að halda áfram að bæta okkur. Spila betur. Mér finnst þetta [Ungverjaland] vera besta liðið í riðlinum og við þurfum betri frammistöðu en í fyrstu tveimur leikjunum. Við höfum auðvitað oft spilað við þá og ég held að það viti allir hvað er að koma. Markahæsti maðurinn þeirra [Bence Bánhidi] er línumaður og það er ekki bara að hann skori mörk. Allt spil þeirra snýst fáránlega mikið um hann. Það er á hreinu að ég þyngi ekki gaurana mína eða stækka þá, þannig að við þurfum bara að glíma við þetta. Ákveðnar stöður sem við þurfum við loka á en bjóða upp á aðrar. Mig langar að bjóða þeim upp á ákveðin skot utan af velli, og sjá hvort að Bjöggi og Viktor nái ekki að taka það. Ef það gengur eftir held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Snorri. Hann var í lokin spurður út í Hauk Þrastarson, sem ekkert hefur spilað á mótinu til þessa, en gaf lítið uppi: „Þið eruð ansi klókir þú og Einar Örn [Jónsson, hjá RÚV]. Hver veit nema að hann sé ekki í hóp [í dag]?“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Besta sætið: Það er ekki hægt að dekka þennan mann Ísland spilar við Ungverjaland á EM í kvöld og eins og svo oft áður snýst umræðan mikið um hvernig við eigum að stoppa línumann Ungverja, Bence Bánhidi. 16. janúar 2024 09:30 Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. 16. janúar 2024 08:01 „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Sjá meira
„Nei, alls ekki. Þetta er bara leikur sem ég vil vinna. Þegar ég vinn þennan leik þá bætir það ekkert upp fyrir það sem gerðist fyrir einhverjum árum síðan,“ sagði Snorri Steinn við Henry Birgi Gunnarsson á æfingu í München í gær. Ísland tapaði gegn Ungverjum með sárum hætti á HM fyrir ári síðan en ætla má að Snorri vísi í enn sárara tap, í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London 2012, þar sem Snorri tók örlagaríkt vítakast í lok leiks. Ísland vann reyndar Ungverja á þeirra heimavelli á EM fyrir tveimur árum, en aðspurður hvort einhvers konar Ungverjagrýla væri orðin til svaraði Snorri hlæjandi: „Þú bjóst hana til,“ og bætti svo við: „Ég er ekki að hugsa um þetta sem einhverja Grýlu. Bara sem úrslitaleik. Það er á margan hátt forréttindastaða að vera í, að geta spilað hreinan úrslitaleik um að vinna riðilinn. Ef það gerist þá erum við komnir með tvö stig með okkur í milliriðil. Við þurfum frekar að horfa á þetta þannig en sem eitthvað vesen.“ Klippa: Snorri búinn undir úrslitaleik við Ungverja Ísland hefur spilað tvo æsispennandi leiki til þessa og gert jafntefli við Serbíu en unnið Svartfjallaland með einu marki. Meira þarf til gegn Ungverjum að mati Snorra: Þyngi ekki gaurana mína eða stækka þá „Við þurfum að halda áfram að bæta okkur. Spila betur. Mér finnst þetta [Ungverjaland] vera besta liðið í riðlinum og við þurfum betri frammistöðu en í fyrstu tveimur leikjunum. Við höfum auðvitað oft spilað við þá og ég held að það viti allir hvað er að koma. Markahæsti maðurinn þeirra [Bence Bánhidi] er línumaður og það er ekki bara að hann skori mörk. Allt spil þeirra snýst fáránlega mikið um hann. Það er á hreinu að ég þyngi ekki gaurana mína eða stækka þá, þannig að við þurfum bara að glíma við þetta. Ákveðnar stöður sem við þurfum við loka á en bjóða upp á aðrar. Mig langar að bjóða þeim upp á ákveðin skot utan af velli, og sjá hvort að Bjöggi og Viktor nái ekki að taka það. Ef það gengur eftir held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Snorri. Hann var í lokin spurður út í Hauk Þrastarson, sem ekkert hefur spilað á mótinu til þessa, en gaf lítið uppi: „Þið eruð ansi klókir þú og Einar Örn [Jónsson, hjá RÚV]. Hver veit nema að hann sé ekki í hóp [í dag]?“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Besta sætið: Það er ekki hægt að dekka þennan mann Ísland spilar við Ungverjaland á EM í kvöld og eins og svo oft áður snýst umræðan mikið um hvernig við eigum að stoppa línumann Ungverja, Bence Bánhidi. 16. janúar 2024 09:30 Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. 16. janúar 2024 08:01 „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Sjá meira
Besta sætið: Það er ekki hægt að dekka þennan mann Ísland spilar við Ungverjaland á EM í kvöld og eins og svo oft áður snýst umræðan mikið um hvernig við eigum að stoppa línumann Ungverja, Bence Bánhidi. 16. janúar 2024 09:30
Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. 16. janúar 2024 08:01
„Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01