Henry Birgir og Sindri Sverrisson fóru á æfingu liðsins í gær þar sem gleðin var við völd. Langur vegur frá því að strákarnir væru stressaðir.
Snorri Steinn gaf því undir fótinn að Haukur Þrastarson gæti spilað í kvöld og Henry velti upp þeirri kenningu hvort Haukur hefði verið hvíldur viljandi svo Ungverjar myndu ekki undirbúa sig fyrir hann? Þá gæti hann nýst sem leynivopn. Ef það er rétt og gengur upp væri það snilld.
Sindri hefur í síðustu þáttum komið með lög fyrir strákana í liðinu en hann kom með nýjan slagara sem má syngja er vörnin stendur sig vel.
Allt þetta má sjá í þættinum hér að neðan.