Håland og Messi jafnir að stigum en Messi stóð uppi sem sigurvegari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2024 07:01 Messi elskar að vinna til verðlauna. Andy Lyons/Getty Images Í gærkvöld fór verðlaunahátíð FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fram í Lundúnum. Var besta knattspyrnufólk ársins 2023 heiðrað. Athygli vakti að Lionel Messi, leikmaður Inter Miami, var kjörinn besti leikmaður ársins en ekki til að mynda Erling Braut Håland sem stóð uppi sem Englands-, Evrópu-, bikar- og heimsmeistari félagsliða með Manchester City. Kosning FIFA verðlaunanna er áhugaverð en hún er fjórþætt og hefur hver „þáttur“ 25 prósent gildi í heildina. Fyrirliðar og þjálfarar landsliða eru með kosningarétt, einn blaðamaður frá hverju landi er með kosningarétt og þá fá aðdáendur að kjósa í gegnum vefsíðu FIFA. Eru þrír leikmenn valdir, sá besti fær fimm stig, sá næstbesti þrjú stig og sá þriðji fær eitt stig. Búið er að opinbera hver kaus hvað en þar kemur fram að Argentínumaðurinn Messi og Norðmaðurinn Håland voru jafnir að stigum. Ef tveir efstu menn kjörsins eru jafnir að stigum er athugað hvor þeirra fékk oftar fimm stig, það er hvor var oftar í 1. sæti hjá þeim sem kusu. Þar hafði Messi betur og því var hann valinn leikmaður ársins hjá FIFA. Hann var þó ekki viðstaddur og tók Thierry Henry, fyrrverandi samherji hans hjá Barcelona, við þeim fyrir hönd Argentínumannsins. Thierry Henry to his cohost Reshmin Chowdhury after accepting The Best award on Lionel Messi s behalf: You re a Spurs fan and you don t usually get your hands on a trophy so, I ll take this one pic.twitter.com/9PKTp1jgi0— B/R Football (@brfootball) January 15, 2024 Jóhannes Karl ósammála Aroni Einari og Víði Sig Alls höfðu þrír Íslendingar kosningarétt í karlaflokki. Það eru þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins og Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Messi is crowned #TheBest! Click here for more information. https://t.co/niVRuFY4lP pic.twitter.com/krIyrtkexL— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 15, 2024 Jóhannes Karl setti Lionel Messi í 1. sæti, þar á eftir komu Håland og Kevin De Bruyne, samherji hans hjá Man City. Þeir Aron Einar og Víðir voru báðir með Håland fyrstan á blaði en ósammála um hina tvo. Aron Einar setti Messi í annað sætið og Rodri, miðjumann Spánar og Man City í 3. sætið. á meðan Víðir setti De Bruyne í 2. sætið og svo Khvicha Kvaratskhelia, vængmann Georgíu og Ítalíumeistara Napolí, í 3. sætið. Fótbolti FIFA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Athygli vakti að Lionel Messi, leikmaður Inter Miami, var kjörinn besti leikmaður ársins en ekki til að mynda Erling Braut Håland sem stóð uppi sem Englands-, Evrópu-, bikar- og heimsmeistari félagsliða með Manchester City. Kosning FIFA verðlaunanna er áhugaverð en hún er fjórþætt og hefur hver „þáttur“ 25 prósent gildi í heildina. Fyrirliðar og þjálfarar landsliða eru með kosningarétt, einn blaðamaður frá hverju landi er með kosningarétt og þá fá aðdáendur að kjósa í gegnum vefsíðu FIFA. Eru þrír leikmenn valdir, sá besti fær fimm stig, sá næstbesti þrjú stig og sá þriðji fær eitt stig. Búið er að opinbera hver kaus hvað en þar kemur fram að Argentínumaðurinn Messi og Norðmaðurinn Håland voru jafnir að stigum. Ef tveir efstu menn kjörsins eru jafnir að stigum er athugað hvor þeirra fékk oftar fimm stig, það er hvor var oftar í 1. sæti hjá þeim sem kusu. Þar hafði Messi betur og því var hann valinn leikmaður ársins hjá FIFA. Hann var þó ekki viðstaddur og tók Thierry Henry, fyrrverandi samherji hans hjá Barcelona, við þeim fyrir hönd Argentínumannsins. Thierry Henry to his cohost Reshmin Chowdhury after accepting The Best award on Lionel Messi s behalf: You re a Spurs fan and you don t usually get your hands on a trophy so, I ll take this one pic.twitter.com/9PKTp1jgi0— B/R Football (@brfootball) January 15, 2024 Jóhannes Karl ósammála Aroni Einari og Víði Sig Alls höfðu þrír Íslendingar kosningarétt í karlaflokki. Það eru þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins og Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Messi is crowned #TheBest! Click here for more information. https://t.co/niVRuFY4lP pic.twitter.com/krIyrtkexL— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 15, 2024 Jóhannes Karl setti Lionel Messi í 1. sæti, þar á eftir komu Håland og Kevin De Bruyne, samherji hans hjá Man City. Þeir Aron Einar og Víðir voru báðir með Håland fyrstan á blaði en ósammála um hina tvo. Aron Einar setti Messi í annað sætið og Rodri, miðjumann Spánar og Man City í 3. sætið. á meðan Víðir setti De Bruyne í 2. sætið og svo Khvicha Kvaratskhelia, vængmann Georgíu og Ítalíumeistara Napolí, í 3. sætið.
Fótbolti FIFA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira