„Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2024 22:01 Janus Daði Smárason liðkaði sig til fyrir æfingu landsliðsins í München í dag, og fór svo á kostum í upphitunarfótbolta áður en dyrunum var lokað fyrir fjölmiðlum. VÍSIR/VILHELM „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. Ísland og Ungverjaland hafa marga hildi háð í gegnum árin. Liðin mættust síðast á HM í Svíþjóð fyrir ári síðan, þar sem Ungverjar unnu 30-28 eftir að Ísland hafði komist í 25-19 þegar átján mínútur voru eftir. En fyrir tveimur árum vann Ísland sigur á Ungverjum á þeirra heimavelli á EM. „Ætli þetta séu ekki tvö ólík lið og svo snýst þetta um hvor nær að hafa yfirhöndina. Hvort við náum að halda okkar leik og okkar hraða, eða hvort að þeir nái að stýra þessu á sínu tempói og smá klunnabolta. Svo eru þetta bara tvö frábær lið og þess vegna getur þetta alveg verið jafnt,“ segir Janus, meðvitaður um hvað þarf að virka gegn ungversku sókninni: Klippa: Janus Daði vill hraða gegn Ungverjum „Við þurfum að hafa fyrir því að dekka þá og forvinna, og vera dálítið meðvitaðir um hvað er að koma hverju sinni, svo við séum þokkalega rétt staðsettir. Svo bara að taka á þeim. Berja þá. Við vorum að horfa á klippur í dag og þá sá maður aðeins af leiknum fyrir ári. Auðvitað var það grautfúlt en núna er nýtt mót. Mér finnst við hafa tekið skref sem lið og ætlum að halda áfram að gera það. Ef við spilum okkar leik þá held ég að við vinnum,“ segir Janus. „Við eigum mig bara inni“ Janus er einn af sóknarmönnum Íslands sem eiga meira inni en þeir hafa sýnt hingað til á mótinu. Hann lék tæpar 18 mínútur í jafnteflinu gegn Serbum og 13 mínútur í sigrinum gegn Svartfellingum, og skoraði eitt mark í hvorum leik. Hann hefur spilað með efsta liði Þýskalands, Magdeburg, í vetur og ætti að hafa komið inn á EM með gott sjálfstraust. „Ég er í toppstandi. Hef nú ekki spilað neitt allt of vel þegar ég hef komið inn á en við eigum mig bara inni. Ég er klár og vonandi að ég geti hjálpað áfram eitthvað. Við viljum allir spila mikið. Við erum í þessu saman og maður mætir bara og sýnir hvað í sér býr. Þetta er langt og strembið mót, við ætlum okkur áfram og þá koma fleiri leikir í milliriðlinum. Mómentið er með þér eða ekki og þá ertu bara klár,“ segir Janus sem í sumar flytur einmitt til Ungverjalands, til að verða leikmaður Pick Szeged, vonandi með montrétt á liðsfélagana: „Ég hef nú ekki pælt mikið í því en það væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna. Við ætlum að vinna á morgun.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi á morgun klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Ísland og Ungverjaland hafa marga hildi háð í gegnum árin. Liðin mættust síðast á HM í Svíþjóð fyrir ári síðan, þar sem Ungverjar unnu 30-28 eftir að Ísland hafði komist í 25-19 þegar átján mínútur voru eftir. En fyrir tveimur árum vann Ísland sigur á Ungverjum á þeirra heimavelli á EM. „Ætli þetta séu ekki tvö ólík lið og svo snýst þetta um hvor nær að hafa yfirhöndina. Hvort við náum að halda okkar leik og okkar hraða, eða hvort að þeir nái að stýra þessu á sínu tempói og smá klunnabolta. Svo eru þetta bara tvö frábær lið og þess vegna getur þetta alveg verið jafnt,“ segir Janus, meðvitaður um hvað þarf að virka gegn ungversku sókninni: Klippa: Janus Daði vill hraða gegn Ungverjum „Við þurfum að hafa fyrir því að dekka þá og forvinna, og vera dálítið meðvitaðir um hvað er að koma hverju sinni, svo við séum þokkalega rétt staðsettir. Svo bara að taka á þeim. Berja þá. Við vorum að horfa á klippur í dag og þá sá maður aðeins af leiknum fyrir ári. Auðvitað var það grautfúlt en núna er nýtt mót. Mér finnst við hafa tekið skref sem lið og ætlum að halda áfram að gera það. Ef við spilum okkar leik þá held ég að við vinnum,“ segir Janus. „Við eigum mig bara inni“ Janus er einn af sóknarmönnum Íslands sem eiga meira inni en þeir hafa sýnt hingað til á mótinu. Hann lék tæpar 18 mínútur í jafnteflinu gegn Serbum og 13 mínútur í sigrinum gegn Svartfellingum, og skoraði eitt mark í hvorum leik. Hann hefur spilað með efsta liði Þýskalands, Magdeburg, í vetur og ætti að hafa komið inn á EM með gott sjálfstraust. „Ég er í toppstandi. Hef nú ekki spilað neitt allt of vel þegar ég hef komið inn á en við eigum mig bara inni. Ég er klár og vonandi að ég geti hjálpað áfram eitthvað. Við viljum allir spila mikið. Við erum í þessu saman og maður mætir bara og sýnir hvað í sér býr. Þetta er langt og strembið mót, við ætlum okkur áfram og þá koma fleiri leikir í milliriðlinum. Mómentið er með þér eða ekki og þá ertu bara klár,“ segir Janus sem í sumar flytur einmitt til Ungverjalands, til að verða leikmaður Pick Szeged, vonandi með montrétt á liðsfélagana: „Ég hef nú ekki pælt mikið í því en það væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna. Við ætlum að vinna á morgun.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi á morgun klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti