Ísland komið áfram áður en leikur hefst? Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2024 08:31 Aron Pálmarsson og Arnar Freyr Arnarsson voru skiljanlega glaðir eftir sigurinn sæta gegn Svartfellingum. VÍSIR/VILHELM Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni. Ungverjaland er efst í C-riðli með 4 stig og öruggt áfram í milliriðilinn í Köln. Ísland er með 3 stig, Serbía 1 og Svartfjallaland 0. Tvö efstu liðin fara áfram, og taka með sér úrslitin úr innbyrðis leik sínum. Þetta þýðir að ef að Serbía vinnur ekki Svartfjallaland í fyrri leik dagsins á morgun, í Ólympíuhöllinni í München, þá er Ísland komið áfram sama hvernig fer gegn Ungverjum síðar um kvöldið. Staðan í riðli Íslands á EM fyrir lokaumferðina á morgun. Serbía mætir þá Svartfjallalandi áður en Ísland og Unverjaland mætast.Vísir Hvort þessi hjálparhönd Svartfellinga býðst verður sem sagt ljóst þegar strákarnir okkar stíga á svið. Ungverjar eru búnir að tryggja sig áfram í milliriðilinn en þeir vilja samt vinna Ísland til að tryggja að þeir fari með tvö stig í farteskinu. Strákarnir okkar vilja sömuleiðis bara sigur og ef það tekst er niðurstaða liðsins í riðlinum fullkomin, því liðið fer þá með tvö stig í milliriðil og Serbía, eitt af liðunum sem Ísland berst við um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, væri úr leik. Jafntefli Íslands og Ungverjalands myndi þýða að bæði þessi lið færu upp úr C-riðlinum, með eitt stig hvort. Nánast engin von ef Serbar vinna og Ísland tapar Ef að Serbía vinnur hins vegar Svartfjallaland, og Ísland tapar gegn Ungverjalandi, enda Serbía og Ísland jöfn að stigum. Þá mun heildarmarkatala þeirra úr þessum jafna riðli ráða því hvort liðanna endar í 2. sæti og heldur áfram keppni. Því miður myndi þetta nær örugglega þýða að Serbía næði 2. sætinu, því eftir leikina í gær er Ísland með +1 í markatölu og Serbía -1. Í þessu tilviki væri eina von Íslands því að Serbía ynni bara eins marks sigur og að Ísland tapaði bara með einu marki, því að öðrum kosti væri Serbía komin með betri markatölu. Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland á morgun klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ungverjaland er efst í C-riðli með 4 stig og öruggt áfram í milliriðilinn í Köln. Ísland er með 3 stig, Serbía 1 og Svartfjallaland 0. Tvö efstu liðin fara áfram, og taka með sér úrslitin úr innbyrðis leik sínum. Þetta þýðir að ef að Serbía vinnur ekki Svartfjallaland í fyrri leik dagsins á morgun, í Ólympíuhöllinni í München, þá er Ísland komið áfram sama hvernig fer gegn Ungverjum síðar um kvöldið. Staðan í riðli Íslands á EM fyrir lokaumferðina á morgun. Serbía mætir þá Svartfjallalandi áður en Ísland og Unverjaland mætast.Vísir Hvort þessi hjálparhönd Svartfellinga býðst verður sem sagt ljóst þegar strákarnir okkar stíga á svið. Ungverjar eru búnir að tryggja sig áfram í milliriðilinn en þeir vilja samt vinna Ísland til að tryggja að þeir fari með tvö stig í farteskinu. Strákarnir okkar vilja sömuleiðis bara sigur og ef það tekst er niðurstaða liðsins í riðlinum fullkomin, því liðið fer þá með tvö stig í milliriðil og Serbía, eitt af liðunum sem Ísland berst við um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, væri úr leik. Jafntefli Íslands og Ungverjalands myndi þýða að bæði þessi lið færu upp úr C-riðlinum, með eitt stig hvort. Nánast engin von ef Serbar vinna og Ísland tapar Ef að Serbía vinnur hins vegar Svartfjallaland, og Ísland tapar gegn Ungverjalandi, enda Serbía og Ísland jöfn að stigum. Þá mun heildarmarkatala þeirra úr þessum jafna riðli ráða því hvort liðanna endar í 2. sæti og heldur áfram keppni. Því miður myndi þetta nær örugglega þýða að Serbía næði 2. sætinu, því eftir leikina í gær er Ísland með +1 í markatölu og Serbía -1. Í þessu tilviki væri eina von Íslands því að Serbía ynni bara eins marks sigur og að Ísland tapaði bara með einu marki, því að öðrum kosti væri Serbía komin með betri markatölu. Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland á morgun klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira