„Spilaði og spilaði og gat ekkert“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2024 11:49 Ómar Ingi átti erfiðan dag líkt og fleiri í útilínu íslenska liðsins í gær. Vísir/Vilhelm Erfitt var að sjá handbragð Snorra Steins Guðjónssonar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik liðsins á EM í gær. Margir leikmenn áttu erfiðan dag. Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu í fyrsta leik á EM, sem var jafnframt fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Snorra Steins, sem hefur aðeins stýrt liðinu í tveimur æfingaleikjum við Færeyjar og öðrum tveimur við Austurríki, fyrir gærdaginn. Leikurinn var gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætinu þar sem vöngum var velt yfir því hvaða áherslubreytingar hefðu orðið á leik Íslands með nýjum þjálfara. Einar Jónsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Fram, segir eðlilega miklar kröfur gerðar til Snorra Steins en það sé erfitt að rýna í breytingar á leik liðsins, þar sem íslenska liðið var svo slakt í gær. „Ég hef þjálfað að móti Snorra og maður hefur fylgst með honum, hann er geggjaður þjálfari og okkar besti þjálfari í dag. Auðvitað gerir maður kröfur og hefur væntingar til hans. Maður vill sjá háan standard. Æfingaleikirnir sýndu manni ekki neitt. menn eru að tala um hátt tempo og eitthvað slíkt en ég sá engar breytingar, ekki neinar,“ segir Einar. Snorri Steinn hefur oft verið glaðari en í gær.Vísir/Vilhelm Forveri Snorra í starfi, Guðmundur Guðmundsson, sætti gagnrýni á síðasta stórmóti fyrir að nýta hópinn illa og spila fullmikið á sömu örfáu mönnunum. Vangaveltur voru um það hvort Snorri myndi nýta hópinn betur og dreifa álaginu. Slíkt mátti sjá í æfingaleikjunum undir hans stjórn en var ekki að sjá þegar komið var á stóra sviðið í gær. „Annað sem var nefnt var að Snorri myndi rúlla betur á liðinu. Guðmundur Guðmundsson rúllaði á liðinu eins og enginn væri morgundagurinn í æfingaleikjum fyrir mót ,en svo var það ekki mikið um það þegar komið var inn í mótið,“ „Ég get sagt ykkur það að eftir 30 mínútur í dag, hugsaði ég með mér að þetta er sama sagan aftur. Það var bara ekkert búið að rúlla á neinu,“ segir Einar. Ísland hafi hins vegar neyðst til breytinga vegna rauðs spjalds Elliða Snæs Viðarssonar snemma leiks. „Elliði fékk rautt svo þá þurftu Arnar [Freyr Arnarsson] og Ýmir [Örn Gíslason] að koma inn á. En það var ekki neitt. Ómar spilaði og spilaði og gat ekkert,“ segir Einar. Leikur gærkvöldsins var krufinn til mergjar af Einari ásamt Bjarna Fritzsyni og Rúnari Sigtryggssyni í hlaðvarpinu Besta sætið. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Hann er einnig á öllum helstu hlaðvarpsveitum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu í fyrsta leik á EM, sem var jafnframt fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Snorra Steins, sem hefur aðeins stýrt liðinu í tveimur æfingaleikjum við Færeyjar og öðrum tveimur við Austurríki, fyrir gærdaginn. Leikurinn var gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætinu þar sem vöngum var velt yfir því hvaða áherslubreytingar hefðu orðið á leik Íslands með nýjum þjálfara. Einar Jónsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Fram, segir eðlilega miklar kröfur gerðar til Snorra Steins en það sé erfitt að rýna í breytingar á leik liðsins, þar sem íslenska liðið var svo slakt í gær. „Ég hef þjálfað að móti Snorra og maður hefur fylgst með honum, hann er geggjaður þjálfari og okkar besti þjálfari í dag. Auðvitað gerir maður kröfur og hefur væntingar til hans. Maður vill sjá háan standard. Æfingaleikirnir sýndu manni ekki neitt. menn eru að tala um hátt tempo og eitthvað slíkt en ég sá engar breytingar, ekki neinar,“ segir Einar. Snorri Steinn hefur oft verið glaðari en í gær.Vísir/Vilhelm Forveri Snorra í starfi, Guðmundur Guðmundsson, sætti gagnrýni á síðasta stórmóti fyrir að nýta hópinn illa og spila fullmikið á sömu örfáu mönnunum. Vangaveltur voru um það hvort Snorri myndi nýta hópinn betur og dreifa álaginu. Slíkt mátti sjá í æfingaleikjunum undir hans stjórn en var ekki að sjá þegar komið var á stóra sviðið í gær. „Annað sem var nefnt var að Snorri myndi rúlla betur á liðinu. Guðmundur Guðmundsson rúllaði á liðinu eins og enginn væri morgundagurinn í æfingaleikjum fyrir mót ,en svo var það ekki mikið um það þegar komið var inn í mótið,“ „Ég get sagt ykkur það að eftir 30 mínútur í dag, hugsaði ég með mér að þetta er sama sagan aftur. Það var bara ekkert búið að rúlla á neinu,“ segir Einar. Ísland hafi hins vegar neyðst til breytinga vegna rauðs spjalds Elliða Snæs Viðarssonar snemma leiks. „Elliði fékk rautt svo þá þurftu Arnar [Freyr Arnarsson] og Ýmir [Örn Gíslason] að koma inn á. En það var ekki neitt. Ómar spilaði og spilaði og gat ekkert,“ segir Einar. Leikur gærkvöldsins var krufinn til mergjar af Einari ásamt Bjarna Fritzsyni og Rúnari Sigtryggssyni í hlaðvarpinu Besta sætið. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Hann er einnig á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn