Þriðji deildarsigur Chelsea í röð Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 14:32 Armando Broja teygir sig í boltann í leiknum í dag. Vísir/Getty Chelsea vann sinn þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fulham á Stamford Bridge. Chelsea vann sigra á Crystal Palace og Luton sitt hvoru megin við áramótin og svo góðan sigur á Preston í bikarnum í kjölfarið. Í vikunni tapaði Chelsea hins vegar í fyrri viðureign sinni gegn Middlesbrough í undanúrslitum enska bikarsins og andstæðingar dagsins Fulham töpuðu fyrir Liverpool í sömu keppni. Leikurinn í dag var fjörugur og Chelsea var sterkari aðilinn þó færin hefðu aðeins látið bíða eftir sér í fyrri hálfleiknum. Armando Broja átti skalla rétt framhjá og þá þurfti Petrovic í marki Chelsea að verja skot Harry Wilson leikmanns Fulham. Cole Palmer s game by numbers vs. Fulham:82% pass accuracy64 touches36/44 passes completed3/3 long balls completed2/3 ground duels won1 key pass1 goalWinning goal. pic.twitter.com/W6nOXZou9h— Statman Dave (@StatmanDave) January 13, 2024 Á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Chelsea hins vegar vítaspyrnu eftir að Raheem Sterling var felldur klaufalega af Issa Diop varnarmanns Fulham. Cole Palmer steig fram og skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni en þetta var hans níunda mark á tímabilinu. Í síðari hálfleik fengu bæði lið tækifæri til að skora. Raheem Sterling átti skot í stöng líkt og Conor Gallagher og þá varði Petrovic í markinu vel frá Raul Jimenez. Undir lokin fékk Fulham síðan tvær hættulegar aukaspyrnur en Chelsea náði að koma í veg fyrir að gestirnir jöfnuðu metin. Chelsea have won three Premier League games in a row for the first time since October 2022. pic.twitter.com/O0GMkf754Z— Pubity Sport (@pubitysport) January 13, 2024 Chelsea er nú í 8. sæti deildarinnar og er jafnt Manchester United að stigum en hefur leikið einum leik fleira. Fulham er í 13. sæti sjö stigum á eftir Chelsea. Enski boltinn
Chelsea vann sinn þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fulham á Stamford Bridge. Chelsea vann sigra á Crystal Palace og Luton sitt hvoru megin við áramótin og svo góðan sigur á Preston í bikarnum í kjölfarið. Í vikunni tapaði Chelsea hins vegar í fyrri viðureign sinni gegn Middlesbrough í undanúrslitum enska bikarsins og andstæðingar dagsins Fulham töpuðu fyrir Liverpool í sömu keppni. Leikurinn í dag var fjörugur og Chelsea var sterkari aðilinn þó færin hefðu aðeins látið bíða eftir sér í fyrri hálfleiknum. Armando Broja átti skalla rétt framhjá og þá þurfti Petrovic í marki Chelsea að verja skot Harry Wilson leikmanns Fulham. Cole Palmer s game by numbers vs. Fulham:82% pass accuracy64 touches36/44 passes completed3/3 long balls completed2/3 ground duels won1 key pass1 goalWinning goal. pic.twitter.com/W6nOXZou9h— Statman Dave (@StatmanDave) January 13, 2024 Á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Chelsea hins vegar vítaspyrnu eftir að Raheem Sterling var felldur klaufalega af Issa Diop varnarmanns Fulham. Cole Palmer steig fram og skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni en þetta var hans níunda mark á tímabilinu. Í síðari hálfleik fengu bæði lið tækifæri til að skora. Raheem Sterling átti skot í stöng líkt og Conor Gallagher og þá varði Petrovic í markinu vel frá Raul Jimenez. Undir lokin fékk Fulham síðan tvær hættulegar aukaspyrnur en Chelsea náði að koma í veg fyrir að gestirnir jöfnuðu metin. Chelsea have won three Premier League games in a row for the first time since October 2022. pic.twitter.com/O0GMkf754Z— Pubity Sport (@pubitysport) January 13, 2024 Chelsea er nú í 8. sæti deildarinnar og er jafnt Manchester United að stigum en hefur leikið einum leik fleira. Fulham er í 13. sæti sjö stigum á eftir Chelsea.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti