Hvetur félagsmenn til að halda aftur af hækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. janúar 2024 12:01 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hvetur félagsmenn til að halda aftur af hækkunum hjá sér til að liðka fyrir komandi kjarasamningum. Vísir Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skorar á félagsmenn að halda aftur af verðhækkunum og taka þannig þátt í að þjóðarsátt náist milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Fyrirtækin eigi auðveldara með slíkt dragi hið opinbera úr boðuðum hækkunum. Forsvarsmenn félagsins hittu forystu VR í morgun. Samtök atvinnulífsins og breiðfylking innan ASÍ skoruðu í desember á fyrirtæki og hið opinbera að halda aftur að hækkunum til að liðka fyrir komandi kjarasamningum. Verkalýðsleiðtogarnir áttu svo fund með ríkisstjórninni í síðustu viku og var niðurstaðan þar að stjórnvöld sögðust ætla að leggja sitt af mörkum náist hagstæðir samningar. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda hitti forystufólk VR vegna komandi kjarasamninga í morgun og segir það fyrst og fremst hafa verið upplýsingafund. Ólafur hvetur félagsmenn sína til að halda aftur af verðhækkunum. „Það eru allir sammála um að það er til mikils að vinna að ná niður verðbólgu og vöxtum. Við hvetjum okkar félagsmenn til að halda aftur að verðhækkunum eins og þeir mögulega geta. Það að ríki og sveitarfélög dragi úr sínum boðuðu verðhækkunum hjálpar að sjálfsögðu til. Þetta spilar allt saman,“ segir hann. Opinberir starfsmenn þurfi líka að taka þátt í þjóðarsátt Ólafur er vongóður um að það náist hagstæðir kjarasamningar fyrir launafólk og atvinnulífið. „Það er augljóslega góður tónn í þessu samtali milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Ég held það skipti máli að allir leggist á eitt að gera skynsamlega samninga til að ná niður verðbólgunni og vöxtunum.Við horfum auðvitað líka til þess að starfsmenn hins opinbera taki þátt í þeirri þjóðarsátt sem þarf að eiga sér stað. Þeir geta ekki skorast undan,“ segir hann. Fundur hjá sáttasemjara í dag Efling átti fund með SA í morgun þar sem ýmis sérmál voru rædd að sögn formannsins. Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ hittast svo hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Gildandi samningar renna út 31. janúar og hafa samningsaðilar lagt mikla áherslu á að nýir samningar náist fyrir það. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Atvinnurekendur Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Samtök atvinnulífsins og breiðfylking innan ASÍ skoruðu í desember á fyrirtæki og hið opinbera að halda aftur að hækkunum til að liðka fyrir komandi kjarasamningum. Verkalýðsleiðtogarnir áttu svo fund með ríkisstjórninni í síðustu viku og var niðurstaðan þar að stjórnvöld sögðust ætla að leggja sitt af mörkum náist hagstæðir samningar. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda hitti forystufólk VR vegna komandi kjarasamninga í morgun og segir það fyrst og fremst hafa verið upplýsingafund. Ólafur hvetur félagsmenn sína til að halda aftur af verðhækkunum. „Það eru allir sammála um að það er til mikils að vinna að ná niður verðbólgu og vöxtum. Við hvetjum okkar félagsmenn til að halda aftur að verðhækkunum eins og þeir mögulega geta. Það að ríki og sveitarfélög dragi úr sínum boðuðu verðhækkunum hjálpar að sjálfsögðu til. Þetta spilar allt saman,“ segir hann. Opinberir starfsmenn þurfi líka að taka þátt í þjóðarsátt Ólafur er vongóður um að það náist hagstæðir kjarasamningar fyrir launafólk og atvinnulífið. „Það er augljóslega góður tónn í þessu samtali milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Ég held það skipti máli að allir leggist á eitt að gera skynsamlega samninga til að ná niður verðbólgunni og vöxtunum.Við horfum auðvitað líka til þess að starfsmenn hins opinbera taki þátt í þeirri þjóðarsátt sem þarf að eiga sér stað. Þeir geta ekki skorast undan,“ segir hann. Fundur hjá sáttasemjara í dag Efling átti fund með SA í morgun þar sem ýmis sérmál voru rædd að sögn formannsins. Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ hittast svo hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Gildandi samningar renna út 31. janúar og hafa samningsaðilar lagt mikla áherslu á að nýir samningar náist fyrir það.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Atvinnurekendur Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira