Um upplifun í útibúi og farsæla lausn Helgi Teitur Helgason skrifar 12. janúar 2024 11:32 Mér er ljúft og skylt að svara grein Magna R. Magnússonar sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn þar sem hann segir frá ferð sinni í útibú Landsbankans í Borgartúni. Eins og Magni rekur í greininni ætlaði hann að nota reiðufé til að greiða reikning sem honum hafði borist. Þar sem hann var við komuna í útibúið ekki skráður sem viðskiptavinur bankans og því ekki með reikning hjá okkur, var ekki hægt að gera það umsvifalaust. Ástæðan er sú að þegar fólk vill nota reiðufé í viðskiptum sínum við bankann, t.d. til að greiða reikninga, þarf það að vera með reikning hjá bankanum. Þetta er einn af mörgum liðum í vörnum bankans gegn peningaþvætti. Okkur ber skylda samkvæmt lögum til að búa yfir upplýsingum um uppruna þeirra fjármuna sem bankinn tekur við. Okkur ber líka skylda til að hafa eftirlit með viðskiptunum og eina leiðin til þess er að reiðufé sé lagt inn á reikning áður en það er notað í frekari viðskiptum. Til að stofna reikning hjá bankanum þarf að fylla út áreiðanleikakönnun og er hægt að gera það í Landsbankaappinu eða með því að koma í útibú. Yfirleitt tekur bara um eina mínútu að fylla út þessa könnun, stofna reikning og þar með koma í viðskipti við bankann. Þótt Magni hafi tekið peningana út úr hraðbanka hjá okkur, líkt og hann segir frá í greininni, þá komu peningarnir ekki af reikningi hjá okkur. Sú skýring dugar heldur ekki til að uppfylla ákvæði laganna. Eins og fram kemur í greininni bauðst Magni þá til að greiða reikninginn með kreditkorti sem var gefið út af öðrum en Landsbankanum. Það er hvorki hægt að gera í hraðbanka né hjá gjaldkera og er ástæðan sú að tiltekin þjónusta er eingöngu í boði fyrir viðskiptavini Landsbankans, og er það einn af kostum þess að vera í viðskiptum við bankann. Þetta á við í mjög fáum tilvikum - og við minnum aftur á að það tekur bara eina mínútu að gerast viðskiptavinur. Við erum ánægð með að Magni og gjaldkerinn okkar fundu lausn á málinu, þ.e. með því að hann fyllti út áreiðanleikakönnun, opnaði reikning hjá okkur og gat þar með greitt reikninginn með reiðufé. Við bjóðum Magna og alla aðra hjartanlega velkomna í Landsbankann – hvort sem þeir koma í eitt af 35 útibúum og afgreiðslum bankans eða vilja leysa málin í Landsbankaappinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er ljúft og skylt að svara grein Magna R. Magnússonar sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn þar sem hann segir frá ferð sinni í útibú Landsbankans í Borgartúni. Eins og Magni rekur í greininni ætlaði hann að nota reiðufé til að greiða reikning sem honum hafði borist. Þar sem hann var við komuna í útibúið ekki skráður sem viðskiptavinur bankans og því ekki með reikning hjá okkur, var ekki hægt að gera það umsvifalaust. Ástæðan er sú að þegar fólk vill nota reiðufé í viðskiptum sínum við bankann, t.d. til að greiða reikninga, þarf það að vera með reikning hjá bankanum. Þetta er einn af mörgum liðum í vörnum bankans gegn peningaþvætti. Okkur ber skylda samkvæmt lögum til að búa yfir upplýsingum um uppruna þeirra fjármuna sem bankinn tekur við. Okkur ber líka skylda til að hafa eftirlit með viðskiptunum og eina leiðin til þess er að reiðufé sé lagt inn á reikning áður en það er notað í frekari viðskiptum. Til að stofna reikning hjá bankanum þarf að fylla út áreiðanleikakönnun og er hægt að gera það í Landsbankaappinu eða með því að koma í útibú. Yfirleitt tekur bara um eina mínútu að fylla út þessa könnun, stofna reikning og þar með koma í viðskipti við bankann. Þótt Magni hafi tekið peningana út úr hraðbanka hjá okkur, líkt og hann segir frá í greininni, þá komu peningarnir ekki af reikningi hjá okkur. Sú skýring dugar heldur ekki til að uppfylla ákvæði laganna. Eins og fram kemur í greininni bauðst Magni þá til að greiða reikninginn með kreditkorti sem var gefið út af öðrum en Landsbankanum. Það er hvorki hægt að gera í hraðbanka né hjá gjaldkera og er ástæðan sú að tiltekin þjónusta er eingöngu í boði fyrir viðskiptavini Landsbankans, og er það einn af kostum þess að vera í viðskiptum við bankann. Þetta á við í mjög fáum tilvikum - og við minnum aftur á að það tekur bara eina mínútu að gerast viðskiptavinur. Við erum ánægð með að Magni og gjaldkerinn okkar fundu lausn á málinu, þ.e. með því að hann fyllti út áreiðanleikakönnun, opnaði reikning hjá okkur og gat þar með greitt reikninginn með reiðufé. Við bjóðum Magna og alla aðra hjartanlega velkomna í Landsbankann – hvort sem þeir koma í eitt af 35 útibúum og afgreiðslum bankans eða vilja leysa málin í Landsbankaappinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun