Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2024 17:30 Edda Björk Arnardóttir var handtekin og framseld til Noregs vegna þess að norska lögreglan ályktaði sem svo að hún ætlaði ekki að mæta fyrir dóm. Hún hafði gert ferðaplön fyrir dóm í Noregi en áður en til þess kom var handtökuskipun gefin út. Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. Þetta kemur fram í dómnum yfir Eddu Björk sem hlaut í dag tuttugu mánaða refsingu fyrir að flytja syni sína þrjá á brott frá Noregi í einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Ályktuðu að Edda ætlaði ekki að mæta Gefin var út handtökuskipun á Eddu Björk í Noregi í júlí 2023 vegna þess að hún hafði ekki svarað stefnu norsku lögreglunnar. Gerðu norsk yfirvöld þannig ráð fyrir að hún ætlaði ekki að mæta í aðalmeðferð málsins í ágúst. Edda Björk hefur alltaf haldið því fram að hún hafi ætlað að mæta en handtökuskipun hafi verið gefin út áður en þinghaldið átti að fara fram. „Síðastliðið sumar var gefin út handtökubeiðni á mig í Noregi. Forsendur hennar eru sagðar þær að ég hafi ekki brugðist við fyrirkalli til að mæta í réttarhöld yfir mér þann 9. og 10. ágúst síðastliðinn. Þann 28. júlí eða 12 dögum FYRIR áætlaða aðalmeðferð var óskað eftir því að ég yrði handtekin og framseld,“ sagði Edda Björk í yfirlýsingu á Facebook í sumar. „Ekkert í gögnum frá Noregi sýnir að ég hafi ekki ætlað að mæta fyrir dóm, þvert á móti var lögmaður minn í Noregi búinn að staðfesta þessar dagsetningar við réttinn.“ Ekki tilbúin að fara út í óvissu Edda Björk, sem þá fór huldu höfði á Íslandi, sagðist ekki tilbúin að láta handtaka sig og láta færa sig til Noregs án þess að dagsetning væri komin á ný réttarhöld. Svo fór að íslensk yfirvöld samþykktu framsalsbeiðni Norðmanna, leit var gerð að Eddu Björk og sonum hennar og hún handtekin og framseld til Noregs í desember. Þar hefur hún sætt gæsluvarðhaldi. Í dómi þingréttarins í Þelamörk viðurkennir saksóknari að hann geti ekki litið hjá því að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, svo sem með afhendingu með stafrænum leiðum eða fyrirspurnum til verjanda Eddu Bjarkar. Aðalmeðferðinni sem hafði verið dagsett í ágúst var frestað þar sem lögreglan taldi Eddu ekki hafa brugðist. Eddu hefði hins vegar verið kunnugt um dagsetningu réttarhaldanna í gegnum lögmann sinn og hafði gert ferðaplön til Noregs vegna þeirra. Því taldi dómurinn ljóst að frestunin væri ekki Eddu að kenna og málið hefði vel getað farið fram í ágúst. Afpláni á Íslandi Taldi dómurinn rétt að gefa 15 prósenta frádrátt á refsingun vegna þess að málið hafi tekið óþarflega mikinn tíma. Var refsingin að þeim frádrætti meðtöldum ákveðin tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður sem gætir hagsmuna Eddu Bjarkar, segir Eddu enn í gæsluvarðhaldi ytra eftir dómsuppkvaðninguna. Unnið sé hörðum höndum að fá hana heim til Íslands. Það hafi verið eina skilyrði ríkissaksóknara fyrir framsalinu að Edda Björk fengi að afplána dóminn á Íslandi. Nú þurfi að athuga hvort ríkissaksóknari gangi ekki eftir því að staðið verði við það skilyrði. Þá sé til skoðunar hvort Edda Björk geti afplánað dóminn með samfélagsþjónustu. Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Þetta kemur fram í dómnum yfir Eddu Björk sem hlaut í dag tuttugu mánaða refsingu fyrir að flytja syni sína þrjá á brott frá Noregi í einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Ályktuðu að Edda ætlaði ekki að mæta Gefin var út handtökuskipun á Eddu Björk í Noregi í júlí 2023 vegna þess að hún hafði ekki svarað stefnu norsku lögreglunnar. Gerðu norsk yfirvöld þannig ráð fyrir að hún ætlaði ekki að mæta í aðalmeðferð málsins í ágúst. Edda Björk hefur alltaf haldið því fram að hún hafi ætlað að mæta en handtökuskipun hafi verið gefin út áður en þinghaldið átti að fara fram. „Síðastliðið sumar var gefin út handtökubeiðni á mig í Noregi. Forsendur hennar eru sagðar þær að ég hafi ekki brugðist við fyrirkalli til að mæta í réttarhöld yfir mér þann 9. og 10. ágúst síðastliðinn. Þann 28. júlí eða 12 dögum FYRIR áætlaða aðalmeðferð var óskað eftir því að ég yrði handtekin og framseld,“ sagði Edda Björk í yfirlýsingu á Facebook í sumar. „Ekkert í gögnum frá Noregi sýnir að ég hafi ekki ætlað að mæta fyrir dóm, þvert á móti var lögmaður minn í Noregi búinn að staðfesta þessar dagsetningar við réttinn.“ Ekki tilbúin að fara út í óvissu Edda Björk, sem þá fór huldu höfði á Íslandi, sagðist ekki tilbúin að láta handtaka sig og láta færa sig til Noregs án þess að dagsetning væri komin á ný réttarhöld. Svo fór að íslensk yfirvöld samþykktu framsalsbeiðni Norðmanna, leit var gerð að Eddu Björk og sonum hennar og hún handtekin og framseld til Noregs í desember. Þar hefur hún sætt gæsluvarðhaldi. Í dómi þingréttarins í Þelamörk viðurkennir saksóknari að hann geti ekki litið hjá því að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, svo sem með afhendingu með stafrænum leiðum eða fyrirspurnum til verjanda Eddu Bjarkar. Aðalmeðferðinni sem hafði verið dagsett í ágúst var frestað þar sem lögreglan taldi Eddu ekki hafa brugðist. Eddu hefði hins vegar verið kunnugt um dagsetningu réttarhaldanna í gegnum lögmann sinn og hafði gert ferðaplön til Noregs vegna þeirra. Því taldi dómurinn ljóst að frestunin væri ekki Eddu að kenna og málið hefði vel getað farið fram í ágúst. Afpláni á Íslandi Taldi dómurinn rétt að gefa 15 prósenta frádrátt á refsingun vegna þess að málið hafi tekið óþarflega mikinn tíma. Var refsingin að þeim frádrætti meðtöldum ákveðin tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður sem gætir hagsmuna Eddu Bjarkar, segir Eddu enn í gæsluvarðhaldi ytra eftir dómsuppkvaðninguna. Unnið sé hörðum höndum að fá hana heim til Íslands. Það hafi verið eina skilyrði ríkissaksóknara fyrir framsalinu að Edda Björk fengi að afplána dóminn á Íslandi. Nú þurfi að athuga hvort ríkissaksóknari gangi ekki eftir því að staðið verði við það skilyrði. Þá sé til skoðunar hvort Edda Björk geti afplánað dóminn með samfélagsþjónustu.
Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira