Fótbolti

Dier eltir Kane til Bayern

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Styttist í að þessir verði samherjar á ný.
Styttist í að þessir verði samherjar á ný. Vísir/Visionhaus

Félagaskiptaofvitinn Fabrizio Romano hefur greint frá því að það styttist í að Þýskalandsmeistarar Bayern München tilkynni miðvörðinn Eric Dier sem nýjasta leikmann liðsins.

Dier hefur ekki verið í myndinni hjá Tottenham Hotspur á þessari leiktíð og hefur Ange Postecoglou, þjálfari liðsins, svo gott sem spilað öllum öðrum en Dier í miðverði þrátt fyrir mikla meiðslakrísu.

Hinn 29 ára gamli Dier þarf hins vegar ekki að örvænta þar sem Thomas Tuchel, þjálfari Bayern, vill ólmur fá hann til Þýskalands og hefur Tottenham samþykkt 4 milljón evra (600 milljónir íslenskra króna) tilboð þýska félagsins.

Dier, sem hefur leikið 49 A-landsleiki, verður því annar Englendingurinn til að ganga í raðir Bayern á stuttum tíma en markamaskínan Harry Kane skipti Lundúnum út fyrir München síðasta sumar og nú mun Dier gera slíkt hið sama.

Bayern er sem stendur í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen sem hefur leikið einum leik meira. Þá er Bayern einnig komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem Lazio frá Ítalíu bíður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×